Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 24

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 24 Fjárfesting hins opinbera eykst í ár en dregst ekki saman eins og spáð var Í sumar spáði Seðlabankinn 10% samdrætti fjárfestingar hins opinbera í ár, rúmlega fjórðungs vexti á næsta ári og 17½% vexti árið 2008. Spáin í sumar var sett fram áður en ríkisstjórnin boðaði aukið að hald í fjárfestingu til að slá á þenslu. Því mætti ætla að vöxtur fjárfest- ingar hins opinbera yrði minni en sumarspá bankans gerði ráð fyrir. Vöxturinn hefur hins vegar reynst meiri en spáð var. Samkvæmt þjóð- hagsreikningum Hagstofunnar var vöxturinn tæp 3% á fyrri helmingi ársins. Nú er því spáð rúmlega 3% vexti í stað 10% samdráttar. Spáin fyrir næsta ár hefur sömu leiðis breyst. Nú er spáð liðlega 4% vexti í stað 26% vaxtar í sumar spánni. Þessi breyting stafar af frestun framkvæmda sem nemur 9 ma.kr. Vöxturinn verður því meiri á árinu 2008 en gert var ráð fyrir í sumar eða 30%. Samdrætti íbúðafjárfestingar spáð á næstu tveimur árum en töluverð óvissa um þróunina Í júlí spáði Seðlabankinn 15% vexti íbúðafjárfestingar í ár, tæplega 4% vexti á næsta ári og ½% samdrætti árið 2008. Íbúðafjárfesting átti að ná hámarki á þriðja fjórðungi ársins en dragast saman í kjölfarið og standa í stað á seinni hluta næsta árs. Nú er spáð tæplega 14% vexti í ár, 5% samdrætti á næsta ári og 7½% samdrætti á árinu 2008. Vöxturinn sem spáð er í ár er í samræmi við tölur Hagstofunnar um 13,7% vöxt á fyrri helmingi ársins. Spá bankans um samdrátt íbúða- fjárfestingar næstu tvö árin tekur mið af ýmsum vísbendingum um að farið sé að hægja töluvert á fasteignamarkaði og úthlutun nýrra lóða. Hins vegar er alls ekki hægt að útiloka að aðlögunin verði hægari en grunnspáin gerir ráð fyrir og að nokkur vöxtur verði á næsta ári. Innflutningur Í sumar spáði Seðlabankinn um 3½% vexti innflutnings á þessu ári, 6% samdrætti á næsta ári og liðlega 2% samdrætti árið 2008. Nú er gert ráð fyrir um einnar prósentu meiri vexti innflutnings í ár, mun meiri samdrætti á næsta ári en í júlíspánni og um ½% vexti árið 2008. Þessi breyting á spánni stafar einkum af breyttum horfum um vöxt þjóðarútgjalda miðað við forsendur grunnspárinnar. Dregur úr vexti innflutnings á árinu í takt við fyrri spár Vöxtur innflutnings á fyrri hluta ársins nam um 15% frá fyrra ári, svip- að og reiknað var með í júlíspá bankans en hann dreifðist öðruvísi á milli ársfjórðunga en spáð var. Innflutningur jókst um 23½% á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama fjórðung fyrra árs, sem er nokkru meiri vöxtur en fyrri tölur gáfu til kynna. Vöxturinn á öðrum ársfjórð- ungi reyndist hins vegar 6¼% samkvæmt þjóðhagsreikningum en í júlíspánni var gert ráð fyrir 10% vexti. Dregið hefur úr vexti bæði vöru- og þjónustuinnflutnings. Áætlað er að innflutningur dragist saman á seinni hluta ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Vöxtur inn flutnings í ár verður því um 4½% samkvæmt grunnspánni. Meiri fjárfesting en í síðustu spá skýrir heldur meiri vöxt innflutnings en áður var áætlaður. 1. Grunnspá Seðlabankans 2006-2008. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-12 Vöxtur innflutnings 1998-20081 -12 -6 0 6 12 18 24 30 ‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 Heimild: Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-11 Vöxtur íbúðafjárfestingar 2006-2008 Grunnspá Fráviksspá með óbreyttum vöxtum Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum -15 -10 -5 0 5 10 15 20 200820072006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.