Peningamál - 01.11.2006, Side 24
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
24
Fjárfesting hins opinbera eykst í ár en dregst ekki saman eins og
spáð var
Í sumar spáði Seðlabankinn 10% samdrætti fjárfestingar hins opinbera
í ár, rúmlega fjórðungs vexti á næsta ári og 17½% vexti árið 2008.
Spáin í sumar var sett fram áður en ríkisstjórnin boðaði aukið að hald
í fjárfestingu til að slá á þenslu. Því mætti ætla að vöxtur fjárfest-
ingar hins opinbera yrði minni en sumarspá bankans gerði ráð fyrir.
Vöxturinn hefur hins vegar reynst meiri en spáð var. Samkvæmt þjóð-
hagsreikningum Hagstofunnar var vöxturinn tæp 3% á fyrri helmingi
ársins. Nú er því spáð rúmlega 3% vexti í stað 10% samdráttar.
Spáin fyrir næsta ár hefur sömu leiðis breyst. Nú er spáð liðlega
4% vexti í stað 26% vaxtar í sumar spánni. Þessi breyting stafar af
frestun framkvæmda sem nemur 9 ma.kr. Vöxturinn verður því meiri
á árinu 2008 en gert var ráð fyrir í sumar eða 30%.
Samdrætti íbúðafjárfestingar spáð á næstu tveimur árum en
töluverð óvissa um þróunina
Í júlí spáði Seðlabankinn 15% vexti íbúðafjárfestingar í ár, tæplega 4%
vexti á næsta ári og ½% samdrætti árið 2008. Íbúðafjárfesting átti
að ná hámarki á þriðja fjórðungi ársins en dragast saman í kjölfarið
og standa í stað á seinni hluta næsta árs. Nú er spáð tæplega 14%
vexti í ár, 5% samdrætti á næsta ári og 7½% samdrætti á árinu 2008.
Vöxturinn sem spáð er í ár er í samræmi við tölur Hagstofunnar um
13,7% vöxt á fyrri helmingi ársins. Spá bankans um samdrátt íbúða-
fjárfestingar næstu tvö árin tekur mið af ýmsum vísbendingum um að
farið sé að hægja töluvert á fasteignamarkaði og úthlutun nýrra lóða.
Hins vegar er alls ekki hægt að útiloka að aðlögunin verði hægari en
grunnspáin gerir ráð fyrir og að nokkur vöxtur verði á næsta ári.
Innflutningur
Í sumar spáði Seðlabankinn um 3½% vexti innflutnings á þessu ári,
6% samdrætti á næsta ári og liðlega 2% samdrætti árið 2008. Nú er
gert ráð fyrir um einnar prósentu meiri vexti innflutnings í ár, mun
meiri samdrætti á næsta ári en í júlíspánni og um ½% vexti árið 2008.
Þessi breyting á spánni stafar einkum af breyttum horfum um vöxt
þjóðarútgjalda miðað við forsendur grunnspárinnar.
Dregur úr vexti innflutnings á árinu í takt við fyrri spár
Vöxtur innflutnings á fyrri hluta ársins nam um 15% frá fyrra ári, svip-
að og reiknað var með í júlíspá bankans en hann dreifðist öðruvísi á
milli ársfjórðunga en spáð var. Innflutningur jókst um 23½% á fyrsta
fjórðungi ársins miðað við sama fjórðung fyrra árs, sem er nokkru
meiri vöxtur en fyrri tölur gáfu til kynna. Vöxturinn á öðrum ársfjórð-
ungi reyndist hins vegar 6¼% samkvæmt þjóðhagsreikningum en
í júlíspánni var gert ráð fyrir 10% vexti. Dregið hefur úr vexti bæði
vöru- og þjónustuinnflutnings. Áætlað er að innflutningur dragist
saman á seinni hluta ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Vöxtur
inn flutnings í ár verður því um 4½% samkvæmt grunnspánni. Meiri
fjárfesting en í síðustu spá skýrir heldur meiri vöxt innflutnings en áður
var áætlaður.
1. Grunnspá Seðlabankans 2006-2008.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-12
Vöxtur innflutnings 1998-20081
-12
-6
0
6
12
18
24
30
‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-11
Vöxtur íbúðafjárfestingar 2006-2008
Grunnspá
Fráviksspá með óbreyttum vöxtum
Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
200820072006