Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 57
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
57
Viðauki 1
Miðlunarferli peningastefnu
í þjóðhagslíkani Seðlabankans
Þjóðhagslíkan Seðlabankans er mikilvægt tæki til að leggja mat á fram-
vindu efnahagsmála og meta áhrif aðgerða Seðlabankans. Í því til-
liti skiptir sköpum að miðlunarferli peningastefnunnar sé vel skilgreint
í líkaninu. Í þessari rammagrein er litið á hvernig miðlunarferli pen-
ingastefnunnar lítur út í nýju ársfjórðungslegu þjóðhagslíkani Seðla-
bankans, sem gengur undir skammstöfuninni QMM (Quarterly Macro-
economic Model).1
Miðlunarferli peningastefnu lýsir því hvernig vaxtabreytingar
seðlabanka hafa áhrif á vexti á fjármálamarkaði, eignaverð, gengi
gjaldmiðils, neyslu- og fjárfestingarákvarðanir einstaklinga og fyrir-
tækja og með því heildareftirspurn, verðbólguvæntingar og að lok-
um verðbólgu.2 QMM hefur á að skipa öllum helstu farvegum miðl-
unarferlis peningastefnu.3 Niðurstöður hermana með líkaninu gefa til
kynna að miðlunarferli peningastefnunnar í QMM sé í góðu samræmi
við niðurstöður fyrri rannsókna á miðlunarferlinu hérlendis og reynslu
annarra þjóða.
Peningastefnureglur
Stýrivextir fylgja einfaldri peningastefnureglu í QMM.4 Í fl estum til-
vikum er um svokallaða Taylor-reglu (sjá Taylor, 1993, 1999) að ræða
þar sem stýrivextir víkja frá jafnvægisvöxtum eftir því sem verðbólga
víkur frá verðbólgumarkmiði og eftirspurn víkur frá framleiðslugetu.5
Stýrivextir í QMM geta einnig fylgt svokallaðri Orphanides-reglu (sjá
Orphanides o.fl ., 2000) sem er útgáfa af Taylor-reglu sem byggist á
mismun hagvaxtar og vaxtar framleiðslugetu í stað framleiðsluspennu-
stigsins sjálfs. Við fyrstu sýn virðist þetta ekki skipta miklu máli en nið-
urstöður rannsókna benda til að minni óvissa umlyki mat á vexti fram-
leiðslugetunnar en stigi hennar (sjá Orphanides, 2003). Erceg og Levin
(2003) meta peningastefnureglu af þessu tagi og telja hana lýsa betur
hegðun bandaríska seðlabankans en hefðbundin Taylor-regla.
1. Í viðauka 1, bls. 59-61, í Peningamálum 2006/1 er stutt kynning á ársfjórðungslíkani
Seðlabankans og samanburður við eldra líkan bankans. Ítarlega er gerð grein fyrir nýju
líkani bankans í grein Ásgeirs Daníelssonar, Lúðvíks Elíassonar, Magnúsar F. Guðmunds-
sonar, Björns Haukssonar, Ragnhildar Jónsdóttur, Þorvarðar T. Ólafssonar og Þórarins G.
Péturssonar (2006).
2. Ítarlega umfjöllun um miðlunarferli peningastefnunnar er að fi nna í grein Þórarins G.
Péturssonar (2001).
3. Væntingafarvegurinn, sem lýsir áhrifum peningastefnu á væntingar markaðsaðila um stýri-
vexti, gengi og verðbólgu í framtíðinni, er þó nokkrum takmörkunum háður í núver andi
mynd líkansins. Í því eru heldur engin fjármálahröðunaráhrif enda erfi tt að gera grein fyrir
hrakvals- og freistnivandamálum í líkani af þessu tagi.
4. Við spágerð í tengslum við útgáfu Peningamála eru einnig gerðar spár sem byggjast á
tveimur öðrum stýrivaxtaferlum: Annars vegar spá sem byggist á forsendu um óbreytta
stýrivexti á spátímabilinu og hins vegar spá sem byggist á stýrivaxtaferli sem endurspeglar
væntingar markaðs- og greiningaraðila um þróun stýrivaxta á spátímabilinu. Hin síðar-
nefnda hefur verið grunnspá bankans frá Peningamálum 2006/2 en fram að því þjónaði
sú fyrrnefnda sem grunnspá.
5. Í rammagrein 5, bls. 23-25, í Peningamálum 2002/2 er nánari umfjöllun um Taylor-reglur.