Peningamál - 01.11.2006, Síða 57

Peningamál - 01.11.2006, Síða 57
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 57 Viðauki 1 Miðlunarferli peningastefnu í þjóðhagslíkani Seðlabankans Þjóðhagslíkan Seðlabankans er mikilvægt tæki til að leggja mat á fram- vindu efnahagsmála og meta áhrif aðgerða Seðlabankans. Í því til- liti skiptir sköpum að miðlunarferli peningastefnunnar sé vel skilgreint í líkaninu. Í þessari rammagrein er litið á hvernig miðlunarferli pen- ingastefnunnar lítur út í nýju ársfjórðungslegu þjóðhagslíkani Seðla- bankans, sem gengur undir skammstöfuninni QMM (Quarterly Macro- economic Model).1 Miðlunarferli peningastefnu lýsir því hvernig vaxtabreytingar seðlabanka hafa áhrif á vexti á fjármálamarkaði, eignaverð, gengi gjaldmiðils, neyslu- og fjárfestingarákvarðanir einstaklinga og fyrir- tækja og með því heildareftirspurn, verðbólguvæntingar og að lok- um verðbólgu.2 QMM hefur á að skipa öllum helstu farvegum miðl- unarferlis peningastefnu.3 Niðurstöður hermana með líkaninu gefa til kynna að miðlunarferli peningastefnunnar í QMM sé í góðu samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna á miðlunarferlinu hérlendis og reynslu annarra þjóða. Peningastefnureglur Stýrivextir fylgja einfaldri peningastefnureglu í QMM.4 Í fl estum til- vikum er um svokallaða Taylor-reglu (sjá Taylor, 1993, 1999) að ræða þar sem stýrivextir víkja frá jafnvægisvöxtum eftir því sem verðbólga víkur frá verðbólgumarkmiði og eftirspurn víkur frá framleiðslugetu.5 Stýrivextir í QMM geta einnig fylgt svokallaðri Orphanides-reglu (sjá Orphanides o.fl ., 2000) sem er útgáfa af Taylor-reglu sem byggist á mismun hagvaxtar og vaxtar framleiðslugetu í stað framleiðsluspennu- stigsins sjálfs. Við fyrstu sýn virðist þetta ekki skipta miklu máli en nið- urstöður rannsókna benda til að minni óvissa umlyki mat á vexti fram- leiðslugetunnar en stigi hennar (sjá Orphanides, 2003). Erceg og Levin (2003) meta peningastefnureglu af þessu tagi og telja hana lýsa betur hegðun bandaríska seðlabankans en hefðbundin Taylor-regla. 1. Í viðauka 1, bls. 59-61, í Peningamálum 2006/1 er stutt kynning á ársfjórðungslíkani Seðlabankans og samanburður við eldra líkan bankans. Ítarlega er gerð grein fyrir nýju líkani bankans í grein Ásgeirs Daníelssonar, Lúðvíks Elíassonar, Magnúsar F. Guðmunds- sonar, Björns Haukssonar, Ragnhildar Jónsdóttur, Þorvarðar T. Ólafssonar og Þórarins G. Péturssonar (2006). 2. Ítarlega umfjöllun um miðlunarferli peningastefnunnar er að fi nna í grein Þórarins G. Péturssonar (2001). 3. Væntingafarvegurinn, sem lýsir áhrifum peningastefnu á væntingar markaðsaðila um stýri- vexti, gengi og verðbólgu í framtíðinni, er þó nokkrum takmörkunum háður í núver andi mynd líkansins. Í því eru heldur engin fjármálahröðunaráhrif enda erfi tt að gera grein fyrir hrakvals- og freistnivandamálum í líkani af þessu tagi. 4. Við spágerð í tengslum við útgáfu Peningamála eru einnig gerðar spár sem byggjast á tveimur öðrum stýrivaxtaferlum: Annars vegar spá sem byggist á forsendu um óbreytta stýrivexti á spátímabilinu og hins vegar spá sem byggist á stýrivaxtaferli sem endurspeglar væntingar markaðs- og greiningaraðila um þróun stýrivaxta á spátímabilinu. Hin síðar- nefnda hefur verið grunnspá bankans frá Peningamálum 2006/2 en fram að því þjónaði sú fyrrnefnda sem grunnspá. 5. Í rammagrein 5, bls. 23-25, í Peningamálum 2002/2 er nánari umfjöllun um Taylor-reglur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.