Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 40

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 40
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 40 Dregur hægt og sígandi úr húsnæðisverðbólgu Smám saman hefur dregið úr húsnæðisverðbólgu á undanförnum mánuðum eftir tímabundið bakslag í hjöðnun hennar í maí. Í október- byrjun nam árshækkun húsnæðisþáttarins rúmum 12% samanborið við 15% í júní. Bakslagið í maí skýrðist af því að áhrifa af breytingum sem gerðar voru á húsnæðisliðnum í maí árið 2005 gætti ekki lengur í vísitölunni. Hagstofa Íslands stytti þá viðmiðunartímabil raunvaxta- kostnaðar úr fimm árum í tólf mánuði og lækkaði vísitala neysluverðs um 0,45 prósent við þá breytingu. Hin nýja aðferð leiðir til þess að áhrif breytinga á vöxtum húsnæðislána koma fram í vísitölunni á skemmri tíma en áður. Auk þess sem grunnáhrifanna gætir ekki lengur er þessi breyting farin að hafa áhrif til hækkunar í kjölfar hækkunar vaxta á húsnæðislánum. Reiknuð húsaleiga samanstendur af markaðsverði húsnæðis og vaxtakostnaði af húsnæðislánum. Í kjölfar vaxtahækkana Seðla- bank ans hafa vextir húsnæðislána hækkað. Áhrifa hærri vaxta fór að gæta í vísitölu neysluverðs í lok síðasta árs og hafa þau aukist á síð- ustu mán uðum. Áhrif vaxtabreytinga til hækkunar vísitölunnar hafa til þessa numið tæplega 0,6 prósentum. Undanfarna mánuði hefur hægt verulega á hækkun íbúðaverðs. Markaðsverð húsnæðis hafði í október hækkað um 10% á tólf mánuðum en við útgáfu síðustu Peningamála nam árs hækkunin rúmlega 17%. Samsetning reiknaðrar húsaleigu hefur því breyst umtalsvert. Síðastliðna þrjá mánuði voru áhrif vaxtabreytinga meginskýring hækkunar reiknaðrar húsaleigu. Áhrif vaxtahækkana á húsnæðiskostnað gætu numið 0,6-1 prósent til hækkunar vísitölu neysluverðs þegar áhrif vaxtabreytinga hafa komið fram að fullu. Reiknuð húsaleiga gæti því hækkað þótt íbúðaverð standi í stað eða jafnvel lækki. Hjöðnun húsnæðisverðbólgunnar hefur verið heldur hægari en reiknað var með í síðustu spá Seðlabankans. Enn virðist vera þokka leg eftirspurn á íbúðamarkaði sem styður við verðið þrátt fyrir minna lánsfjárframboð, hærri fjármagnskostnað og mikla verðbólgu. Markaðsverð húsnæðis hefur hækkað um 0,8% að meðaltali milli mánaða frá áramótum, en síðastliðna þrjá mánuði hefur hægt veru- lega á verðhækkunum. Ný útlán til íbúðakaupa og fjöldi kaupsamn- inga hafa jafnframt dregist saman. Ef gripið yrði til örvandi aðgerða, t.d. hækkunar hámarksveðhlutfalls Íbúðalánasjóðs á ný, eins og rætt hefur verið, myndi það auka kaupmátt á fasteignamarkaði og fresta aðlöguninni með tilheyrandi verðbólguþrýstingi. Hækkun gengis veldur því að áhrifa fyrri gengislækkunar á verðlag gætir ekki að fullu Skörp gengislækkun krónunnar fyrr á árinu kom töluvert hratt fram í verðlagi og gætti áhrifa hennar einkum í verðhækkun nýrra bifreiða, bensíns og innfluttrar mat- og drykkjarvöru. Á undanförnum mán- uðum hefur gengi krónunnar styrkst á nýjan leik samhliða umtalsverð- um vaxtahækkunum Seðlabankans, aukinni útgáfu erlendra skulda- bréfa í krónum og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku efnahagslífi. Gengisvísitalan hefur lækkað jafnt og þétt síðan í júlíbyrjun og var skráð undir 120 stigum í byrjun október. Gengishækkun krónunnar hefur þegar komið fram í lækkun orku- og matvælaverðs. Að öðru 80 120 160 200 240 280 200620052004200320022001200019991998 Greidd húsaleiga Reiknuð húsaleiga 1992 = 100 Mynd VIII-3 Greidd og reiknuð húsaleiga janúar 1998 - október 2006 Heimild: Hagstofa Íslands. 0 5 10 15 20 20062005200420032002 12 mánaða breyting vísitölu (%) Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VIII-4 Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta janúar 2002 - október 2006 Húsnæði Þjónusta á almennum markaði Opinber þjónusta 80 90 100 110 120 130 140 Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning Nýar bifreiðar og varahlutir Dagvara 2006200520042003200220012000199919981997 Mars 1997 = 100 Mynd VIII-5 Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - október 2006 Heimild: Hagstofa Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.