Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 40
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
40
Dregur hægt og sígandi úr húsnæðisverðbólgu
Smám saman hefur dregið úr húsnæðisverðbólgu á undanförnum
mánuðum eftir tímabundið bakslag í hjöðnun hennar í maí. Í október-
byrjun nam árshækkun húsnæðisþáttarins rúmum 12% samanborið
við 15% í júní. Bakslagið í maí skýrðist af því að áhrifa af breytingum
sem gerðar voru á húsnæðisliðnum í maí árið 2005 gætti ekki lengur
í vísitölunni. Hagstofa Íslands stytti þá viðmiðunartímabil raunvaxta-
kostnaðar úr fimm árum í tólf mánuði og lækkaði vísitala neysluverðs
um 0,45 prósent við þá breytingu. Hin nýja aðferð leiðir til þess að
áhrif breytinga á vöxtum húsnæðislána koma fram í vísitölunni á
skemmri tíma en áður. Auk þess sem grunnáhrifanna gætir ekki lengur
er þessi breyting farin að hafa áhrif til hækkunar í kjölfar hækkunar
vaxta á húsnæðislánum.
Reiknuð húsaleiga samanstendur af markaðsverði húsnæðis
og vaxtakostnaði af húsnæðislánum. Í kjölfar vaxtahækkana Seðla-
bank ans hafa vextir húsnæðislána hækkað. Áhrifa hærri vaxta fór að
gæta í vísitölu neysluverðs í lok síðasta árs og hafa þau aukist á síð-
ustu mán uðum. Áhrif vaxtabreytinga til hækkunar vísitölunnar hafa
til þessa numið tæplega 0,6 prósentum. Undanfarna mánuði hefur
hægt verulega á hækkun íbúðaverðs. Markaðsverð húsnæðis hafði
í október hækkað um 10% á tólf mánuðum en við útgáfu síðustu
Peningamála nam árs hækkunin rúmlega 17%. Samsetning reiknaðrar
húsaleigu hefur því breyst umtalsvert. Síðastliðna þrjá mánuði voru
áhrif vaxtabreytinga meginskýring hækkunar reiknaðrar húsaleigu.
Áhrif vaxtahækkana á húsnæðiskostnað gætu numið 0,6-1 prósent til
hækkunar vísitölu neysluverðs þegar áhrif vaxtabreytinga hafa komið
fram að fullu. Reiknuð húsaleiga gæti því hækkað þótt íbúðaverð
standi í stað eða jafnvel lækki.
Hjöðnun húsnæðisverðbólgunnar hefur verið heldur hægari
en reiknað var með í síðustu spá Seðlabankans. Enn virðist vera
þokka leg eftirspurn á íbúðamarkaði sem styður við verðið þrátt fyrir
minna lánsfjárframboð, hærri fjármagnskostnað og mikla verðbólgu.
Markaðsverð húsnæðis hefur hækkað um 0,8% að meðaltali milli
mánaða frá áramótum, en síðastliðna þrjá mánuði hefur hægt veru-
lega á verðhækkunum. Ný útlán til íbúðakaupa og fjöldi kaupsamn-
inga hafa jafnframt dregist saman. Ef gripið yrði til örvandi aðgerða,
t.d. hækkunar hámarksveðhlutfalls Íbúðalánasjóðs á ný, eins og rætt
hefur verið, myndi það auka kaupmátt á fasteignamarkaði og fresta
aðlöguninni með tilheyrandi verðbólguþrýstingi.
Hækkun gengis veldur því að áhrifa fyrri gengislækkunar á
verðlag gætir ekki að fullu
Skörp gengislækkun krónunnar fyrr á árinu kom töluvert hratt fram í
verðlagi og gætti áhrifa hennar einkum í verðhækkun nýrra bifreiða,
bensíns og innfluttrar mat- og drykkjarvöru. Á undanförnum mán-
uðum hefur gengi krónunnar styrkst á nýjan leik samhliða umtalsverð-
um vaxtahækkunum Seðlabankans, aukinni útgáfu erlendra skulda-
bréfa í krónum og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku efnahagslífi.
Gengisvísitalan hefur lækkað jafnt og þétt síðan í júlíbyrjun og var
skráð undir 120 stigum í byrjun október. Gengishækkun krónunnar
hefur þegar komið fram í lækkun orku- og matvælaverðs. Að öðru
80
120
160
200
240
280
200620052004200320022001200019991998
Greidd húsaleiga
Reiknuð húsaleiga
1992 = 100
Mynd VIII-3
Greidd og reiknuð húsaleiga
janúar 1998 - október 2006
Heimild: Hagstofa Íslands.
0
5
10
15
20
20062005200420032002
12 mánaða breyting vísitölu (%)
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VIII-4
Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta
janúar 2002 - október 2006
Húsnæði
Þjónusta á almennum markaði
Opinber þjónusta
80
90
100
110
120
130
140
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks
Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning
Nýar bifreiðar og varahlutir
Dagvara
2006200520042003200220012000199919981997
Mars 1997 = 100
Mynd VIII-5
Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru
mars 1997 - október 2006
Heimild: Hagstofa Íslands.