Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 65
Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1
Aukin bjartsýni á innlendum mörkuðum
Bjartsýni hefur einkennt þróun innlendra markaða frá síðari hluta júnímánaðar. Gengisvísitala krónunnar hefur
lækkað um nálægt 10 af hundraði og innlendur hlutabréfamarkaður hækkað um 20% á sama tíma. Fyrstu
gjalddagar jöklabréfa voru um miðjan september og virtust ekki hafa teljandi áhrif á gjaldeyrismarkaði. Þrír
stærstu viðskiptabankarnir tilkynntu allir að þeir hefðu tryggt endurfjármögnun sína út árið 2007 en þá falla
samanlagt rúmlega 11 ma. evra af erlendum lánum bankanna í gjalddaga. Kraftur færðist í vaxtamunarviðskipti
á tímabilinu og nokkuð hefur verið um útgáfu nýrra krónubréfa hjá erlendum aðilum. Útboð á hlutabréfum
í Exista heppnaðist vel og hefur félagið verið skráð í Kauphöllina. Icelandair var selt frá FL Group til hóps
innlendra fjárfesta og verður einnig skráð á markað. Seðlabankinn hækkaði vexti í þrígang, um samtals 1,75
prósentur og hafa verðbólguvæntingar lækkað frá miðju ári.
1. Upplýsingar í greininni miðast við 26. október 2006.
Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi
Vel hefur árað í heimsbúskapnum undanfarin misseri. Nokkuð hefur
þó dregið úr þeirri bjartsýni sem var ríkjandi á fyrri hluta ársins. Óvissa
er um framhaldið varðandi vaxtabreytingar bandaríska seðlabankans
en þar togast á lakari hagvaxtarhorfur og aukinn verðbólguþrýstingur.
Húsnæðismarkaður er tekinn að kólna í Bandaríkjunum og er jafnvel
talið að það geti orðið dragbítur á hagvöxt á næstu misserum.
Evrópski seðlabankinn hefur hækkað vexti um 1,25 prósentur á
þessu ári til að stemma stigu við auknum verðbólguþrýstingi. Hag-
vöxtur hefur verið vaxandi á svæðinu en þróun mála ræðst ekki síst af
framvindunni í Þýskalandi. Boðaðar skattahækkanir þar í landi á næsta
ári gætu dregið úr hagvexti og enn er ekki að sjá neinar breytingar á
skipulagi hins ósveigjanlega vinnumarkaðar sem talinn er standa í vegi
fyrir framförum þar.
Í Japan hækkaði seðlabankinn vexti í sumar úr núlli í 0,25 pró-
sentur. Hagvöxtur hefur náð sér á strik eftir tímabil stöðnunar sem
staðið hefur meira og minna í fi mmtán ár.
Lág verðbólga í iðnríkjum og áframhaldandi hagvöxtur bendir til
þess að vextir muni haldast lágir víðast hvar og þar með helst sá mikli
vaxtamunur sem er á milli Íslands og helstu viðskiptalanda. Eftir óróa
á fyrsta ársfjórðungi, þegar krónan og fl eiri hávaxtamyntir voru undir
miklum þrýstingi, virðist sem stöðutaka vegna vaxtamunar hafi fengið
aukinn vind í seglin á alþjóðamörkuðum. Ólíkt því sem áður var er
íslenska krónan nú hluti af alþjóðlegum eignasöfnum og merkja má
ákveðna breytingu í hegðun á gengi hennar. Þar sem innlendir mark-
aðir verða sífellt næmari fyrir alþjóðlegri efnahagsþróun getur órói og
óvissa á erlendum mörkuðum haft mikil áhrif hér á landi. Framboð
fjármagns á alþjóðamörkuðum hefur verið mikið undanfarin ár en
reynslan sýnir að það getur breyst með skömmum fyrirvara. Komi til
þess gæti verið erfi ðara að fjármagna viðskiptahalla er fram í sækir.
Sérstakt áhyggjuefni er hinn mikli neikvæði þáttatekjujöfnuður sem
Ísland stendur frammi fyrir. Hann er áætlaður um 4% af VLF árlega
næstu 2-3 ár. Þessi liður er sérlega næmur fyrir hækkandi vöxtum og
lakari lánskjörum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Hækkun
Stýrivextir
Mynd 1
Stýrivextir nokkurra seðlabanka og hækkun
frá áramótum
%
Heimild: Seðlabanki Íslands.
0
5
10
15
Ís
la
nd
N
or
eg
ur
D
an
m
ör
k
N
ýj
a-
Sj
ál
an
d
Á
st
ra
lía
Sv
íþ
jó
ð
Sv
is
s
K
an
ad
a
Br
et
la
nd
Ev
ró
pa
Ja
pa
n
Ba
nd
ar
ík
in