Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 65

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 65
Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Aukin bjartsýni á innlendum mörkuðum Bjartsýni hefur einkennt þróun innlendra markaða frá síðari hluta júnímánaðar. Gengisvísitala krónunnar hefur lækkað um nálægt 10 af hundraði og innlendur hlutabréfamarkaður hækkað um 20% á sama tíma. Fyrstu gjalddagar jöklabréfa voru um miðjan september og virtust ekki hafa teljandi áhrif á gjaldeyrismarkaði. Þrír stærstu viðskiptabankarnir tilkynntu allir að þeir hefðu tryggt endurfjármögnun sína út árið 2007 en þá falla samanlagt rúmlega 11 ma. evra af erlendum lánum bankanna í gjalddaga. Kraftur færðist í vaxtamunarviðskipti á tímabilinu og nokkuð hefur verið um útgáfu nýrra krónubréfa hjá erlendum aðilum. Útboð á hlutabréfum í Exista heppnaðist vel og hefur félagið verið skráð í Kauphöllina. Icelandair var selt frá FL Group til hóps innlendra fjárfesta og verður einnig skráð á markað. Seðlabankinn hækkaði vexti í þrígang, um samtals 1,75 prósentur og hafa verðbólguvæntingar lækkað frá miðju ári. 1. Upplýsingar í greininni miðast við 26. október 2006. Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi Vel hefur árað í heimsbúskapnum undanfarin misseri. Nokkuð hefur þó dregið úr þeirri bjartsýni sem var ríkjandi á fyrri hluta ársins. Óvissa er um framhaldið varðandi vaxtabreytingar bandaríska seðlabankans en þar togast á lakari hagvaxtarhorfur og aukinn verðbólguþrýstingur. Húsnæðismarkaður er tekinn að kólna í Bandaríkjunum og er jafnvel talið að það geti orðið dragbítur á hagvöxt á næstu misserum. Evrópski seðlabankinn hefur hækkað vexti um 1,25 prósentur á þessu ári til að stemma stigu við auknum verðbólguþrýstingi. Hag- vöxtur hefur verið vaxandi á svæðinu en þróun mála ræðst ekki síst af framvindunni í Þýskalandi. Boðaðar skattahækkanir þar í landi á næsta ári gætu dregið úr hagvexti og enn er ekki að sjá neinar breytingar á skipulagi hins ósveigjanlega vinnumarkaðar sem talinn er standa í vegi fyrir framförum þar. Í Japan hækkaði seðlabankinn vexti í sumar úr núlli í 0,25 pró- sentur. Hagvöxtur hefur náð sér á strik eftir tímabil stöðnunar sem staðið hefur meira og minna í fi mmtán ár. Lág verðbólga í iðnríkjum og áframhaldandi hagvöxtur bendir til þess að vextir muni haldast lágir víðast hvar og þar með helst sá mikli vaxtamunur sem er á milli Íslands og helstu viðskiptalanda. Eftir óróa á fyrsta ársfjórðungi, þegar krónan og fl eiri hávaxtamyntir voru undir miklum þrýstingi, virðist sem stöðutaka vegna vaxtamunar hafi fengið aukinn vind í seglin á alþjóðamörkuðum. Ólíkt því sem áður var er íslenska krónan nú hluti af alþjóðlegum eignasöfnum og merkja má ákveðna breytingu í hegðun á gengi hennar. Þar sem innlendir mark- aðir verða sífellt næmari fyrir alþjóðlegri efnahagsþróun getur órói og óvissa á erlendum mörkuðum haft mikil áhrif hér á landi. Framboð fjármagns á alþjóðamörkuðum hefur verið mikið undanfarin ár en reynslan sýnir að það getur breyst með skömmum fyrirvara. Komi til þess gæti verið erfi ðara að fjármagna viðskiptahalla er fram í sækir. Sérstakt áhyggjuefni er hinn mikli neikvæði þáttatekjujöfnuður sem Ísland stendur frammi fyrir. Hann er áætlaður um 4% af VLF árlega næstu 2-3 ár. Þessi liður er sérlega næmur fyrir hækkandi vöxtum og lakari lánskjörum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hækkun Stýrivextir Mynd 1 Stýrivextir nokkurra seðlabanka og hækkun frá áramótum % Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 5 10 15 Ís la nd N or eg ur D an m ör k N ýj a- Sj ál an d Á st ra lía Sv íþ jó ð Sv is s K an ad a Br et la nd Ev ró pa Ja pa n Ba nd ar ík in
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.