Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 37
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
37
stöðum sínum þegar krónan lækkaði fyrr á árinu og áhrif gjalddag-
anna því komið fram löngu fyrr. Hið sama gæti gerst á næsta ári.
Gengisþróun krónunnar á næstu árum mun ráðast af samspili
vaxtamunar við útlönd, væntinga um innlenda efnahagsþróun og
alþjóðlegra fjármálaskilyrða. Að því er Ísland áhrærir skiptir þróunin í
Evrópu mestu, en einnig er hugsanlegt að efnahagsþróun í fjarlægum
heimshlutum, t.d. Kína og Japan hafi veruleg óbein áhrif. Hærri vextir
í Japan gætu dregið verulega úr alþjóðlegum vaxtamunarviðskiptum
og haft óbein smitáhrif hér á landi, þótt flestir krónubréfafjárfestar séu
líklega í Evrópu. Margt bendir til þess að vextir erlendis eigi eftir að
hækka töluvert enn og vaxtamunurinn við útlönd minnki því að öðru
óbreyttu. Á því gæti þó orðið bið ef hægir á hagvexti í heiminum.
Næsta stóra lota uppgreiðslna (80 ma.kr. í september á næsta ári) gæti
haft umtalsverð áhrif á gengi íslensku krónunnar, einkum ef dregur úr
vaxtamun þangað til. Hins vegar er erfitt að tímasetja þau áhrif.
Gríðarlegur viðskiptahalli ætti að vekja fjárfesta til umhugsunar
um áhættu fjárfestingar í íslenskum krónum. Fram að þessu virðast
flestir erlendir fjárfestar þó hafa kosið að horfa framhjá viðskiptahall-
anum. Sterk staða ríkissjóðs hefur fram að þessu verið meðal þeirra
þátta sem innlendir og erlendir greiningaraðilar hafa talið vega upp
á móti hinu mikla ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem nú ríkir. Slegið
hefur verið á gagnrýnisraddir sem bent hafa á gríðarlega mikinn
og vaxandi viðskiptahalla þjóðarbúsins með því að benda á mikla
lántökugetu ríkissjóðs erlendis í ljósi sterkrar stöðu hans. Ef breytingar
yrðu á fjárhagslegri stöðu hins opinbera til hins verra gæti það haft
umtalsverð áhrif á viðhorf erlendra fjárfesta til viðskiptahallans. Sama
á við um viðhorf þeirra til aðhaldsstigs peningastefnunnar. Reynslan
sýnir að áhættumat fjárfesta getur breyst snögglega og haft mikil áhrif
á vaxtakjör íslenskra lántakenda erlendis.
Viðskiptahallinn nær hámarki í ár en lækkar talsvert á næsta ári
Í grunnspá Seðlabankans eykst viðskiptahallinn á þessu ári mjög frá
fyrra ári sem er þvert á spána í síðasta hefti Peningamála. Spáð er að
hallinn nemi tæplega 21% af vergri landsframleiðslu fyrir árið í heild
sem er ríflega 5 prósentum meiri halli en í síðustu spá. Í grunnspánni
dregur þó mikið úr hallanum á næsta og þarnæsta ári, en þó er enn
mikill halli á viðskiptum við útlönd árið 2008 eða sem nemur 8% af
vergri landsframleiðslu. Eins og getið var í umfjölluninni um spána í
síðasta hefti Peningamála var óvissan mest varðandi þætti sem gætu
aukið viðskiptahallann og hefur það orðið raunin. Munar þar mest um
töluvert minni útflutning á öðrum til fjórða ársfjórðungi. Einnig hefur
dregið hægar úr innflutningi en spáð er hraðari samdrætti á næsta
ári en í fyrri spá. Í grunnspánni er jafnframt gert ráð fyrir að hækkun
verðlags útflutnings verði minni á yfirstandandi ári og á því næsta og
að verðlag innflutnings hækki meira en lá til grundvallar fyrri spá.
Mun hraðar tekst að vinda ofan af ójafnvægi í viðskiptum við
útlönd með aðhaldssamari peningastefnu
Þróist stýrivextir Seðlabankans í takt við forsendur fráviksspár með
peningastefnuviðbrögðum dregur mun hraðar úr innlendri eftirspurn
Mynd VII-6
Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum1
Ma.kr. % af VLF
1. Gögn til og með 10. október 2006.
Heimild: Reuters.
-90
-80
-70
-60
-50
-40
-30
-20
-10
0
10
20
30
40
50
60
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20
22
24
26
28
30
200720062005
Tilkynntar útgáfur erlendra skuldabréfa (v. ás)
Á gjalddaga (v. ás)
Útistandandi erlend skuldabréf (h. ás)
3
4
5
6
7
8
9
10
20062005
%
Mynd VII-7
Vaxtamunur við útlönd
Vikulegar tölur 4. janúar 2005 - 10. október 2006
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. millibankavexti)
Langtímavaxtamunur (m.v. ríkisbréf til u.þ.b. 5 ára)