Peningamál - 01.11.2006, Side 37

Peningamál - 01.11.2006, Side 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 37 stöðum sínum þegar krónan lækkaði fyrr á árinu og áhrif gjalddag- anna því komið fram löngu fyrr. Hið sama gæti gerst á næsta ári. Gengisþróun krónunnar á næstu árum mun ráðast af samspili vaxtamunar við útlönd, væntinga um innlenda efnahagsþróun og alþjóðlegra fjármálaskilyrða. Að því er Ísland áhrærir skiptir þróunin í Evrópu mestu, en einnig er hugsanlegt að efnahagsþróun í fjarlægum heimshlutum, t.d. Kína og Japan hafi veruleg óbein áhrif. Hærri vextir í Japan gætu dregið verulega úr alþjóðlegum vaxtamunarviðskiptum og haft óbein smitáhrif hér á landi, þótt flestir krónubréfafjárfestar séu líklega í Evrópu. Margt bendir til þess að vextir erlendis eigi eftir að hækka töluvert enn og vaxtamunurinn við útlönd minnki því að öðru óbreyttu. Á því gæti þó orðið bið ef hægir á hagvexti í heiminum. Næsta stóra lota uppgreiðslna (80 ma.kr. í september á næsta ári) gæti haft umtalsverð áhrif á gengi íslensku krónunnar, einkum ef dregur úr vaxtamun þangað til. Hins vegar er erfitt að tímasetja þau áhrif. Gríðarlegur viðskiptahalli ætti að vekja fjárfesta til umhugsunar um áhættu fjárfestingar í íslenskum krónum. Fram að þessu virðast flestir erlendir fjárfestar þó hafa kosið að horfa framhjá viðskiptahall- anum. Sterk staða ríkissjóðs hefur fram að þessu verið meðal þeirra þátta sem innlendir og erlendir greiningaraðilar hafa talið vega upp á móti hinu mikla ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem nú ríkir. Slegið hefur verið á gagnrýnisraddir sem bent hafa á gríðarlega mikinn og vaxandi viðskiptahalla þjóðarbúsins með því að benda á mikla lántökugetu ríkissjóðs erlendis í ljósi sterkrar stöðu hans. Ef breytingar yrðu á fjárhagslegri stöðu hins opinbera til hins verra gæti það haft umtalsverð áhrif á viðhorf erlendra fjárfesta til viðskiptahallans. Sama á við um viðhorf þeirra til aðhaldsstigs peningastefnunnar. Reynslan sýnir að áhættumat fjárfesta getur breyst snögglega og haft mikil áhrif á vaxtakjör íslenskra lántakenda erlendis. Viðskiptahallinn nær hámarki í ár en lækkar talsvert á næsta ári Í grunnspá Seðlabankans eykst viðskiptahallinn á þessu ári mjög frá fyrra ári sem er þvert á spána í síðasta hefti Peningamála. Spáð er að hallinn nemi tæplega 21% af vergri landsframleiðslu fyrir árið í heild sem er ríflega 5 prósentum meiri halli en í síðustu spá. Í grunnspánni dregur þó mikið úr hallanum á næsta og þarnæsta ári, en þó er enn mikill halli á viðskiptum við útlönd árið 2008 eða sem nemur 8% af vergri landsframleiðslu. Eins og getið var í umfjölluninni um spána í síðasta hefti Peningamála var óvissan mest varðandi þætti sem gætu aukið viðskiptahallann og hefur það orðið raunin. Munar þar mest um töluvert minni útflutning á öðrum til fjórða ársfjórðungi. Einnig hefur dregið hægar úr innflutningi en spáð er hraðari samdrætti á næsta ári en í fyrri spá. Í grunnspánni er jafnframt gert ráð fyrir að hækkun verðlags útflutnings verði minni á yfirstandandi ári og á því næsta og að verðlag innflutnings hækki meira en lá til grundvallar fyrri spá. Mun hraðar tekst að vinda ofan af ójafnvægi í viðskiptum við útlönd með aðhaldssamari peningastefnu Þróist stýrivextir Seðlabankans í takt við forsendur fráviksspár með peningastefnuviðbrögðum dregur mun hraðar úr innlendri eftirspurn Mynd VII-6 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum1 Ma.kr. % af VLF 1. Gögn til og með 10. október 2006. Heimild: Reuters. -90 -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30 200720062005 Tilkynntar útgáfur erlendra skuldabréfa (v. ás) Á gjalddaga (v. ás) Útistandandi erlend skuldabréf (h. ás) 3 4 5 6 7 8 9 10 20062005 % Mynd VII-7 Vaxtamunur við útlönd Vikulegar tölur 4. janúar 2005 - 10. október 2006 Heimild: Seðlabanki Íslands. Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. millibankavexti) Langtímavaxtamunur (m.v. ríkisbréf til u.þ.b. 5 ára)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.