Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 54
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 54 Seðlabankinn sjálfstætt mat á undirliggjandi verðbólgu, eins og fjallað er um í kafla VIII. Lækkun virðisaukaskatts mun hafa áhrif á mælda verðbólgu á tímabilinu frá öðrum ársfjórðungi 2007 til jafnlengdar árið 2008 (sjá mynd IX-8). Að því tímabili loknu ættu áhrifin að vera hverfandi. Við ákveðnar aðstæður gætu slíkar aðgerðir haft annarrar umferðar áhrif í gegnum launaþróun, en vegna þess að þegar hefur verið samið um töluverðar viðbótarlaunahækkanir virðist ólíklegt að svo verði nú. Ekki er heldur útilokað að verðbólguvæntingar einstaklinga verði fyrir ein- hverjum áhrifum. Á móti kemur að skattalækkunin eykur kaupmátt og hefur í för með sér að aðhald ríkisfjármála minnkar komi ekki til sér- stakra mótvægisaðgerða af hendi stjórnvalda. Þessi eftirspurnaráhrif geta leitt til meiri undirliggjandi verðbólgu. Eins og sjá má á mynd IX-9 valda þessar aðgerðir því á heildina litið að Seðlabankinn þarf að halda stýrivöxtum tímabundið hærri, eða sem nemur 0,25-0,5 prósentum, heldur en ella hefði verið. Raun- stýrivextir gætu hins vegar orðið mjög háir ef miðað er við vísitölu neysluverðs. Hinn eðlilegi mælikvarði við þessar aðstæður verður hins vegar undirliggjandi verðbólga þar sem bein áhrif skattalækkana hafa verið dregin frá. Auk þess að lækka neysluskatt mun minna aðhald í opinberum framkvæmdum en áður var tilkynnt og ef af yrði rýmkun útlánareglna Íbúðalánasjóðs ýta undir eftirspurn á næstu misserum. Þetta er ótíma- bær slökun á aðhaldi. Eru stýrivextir óeðlilega háir? Seðlabankinn hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa hækkað stýrivexti meira en góðu hófi gegnir. Aðhald stýrivaxta verður hins vegar að meta í ljósi efnahagslegra aðstæðna. Hvort heldur horft er til vaxt- ar landsframleiðslu, innlendrar eftirspurnar, viðskiptahalla eða at- vinnuleysis sker efnahagsþróunin á Íslandi sig úr því sem gerist meðal annarra þróaðra landa. Verðbólgan er einnig mun meiri. Í því ljósi eru stýrivextir á Íslandi ekki sérstaklega háir. Ísland er vissulega í hópi landa þar sem raunstýrivextir eru hvað hæstir, en sker sig ekki úr í samanburði við lönd sem búa við svipaða verðbólgu og eiga að baki langvarandi verðbólguvanda.3 Hámark stýrivaxta gæti verið í augsýn en lengra er í að þeir verði lækkaðir Fráviksspá með peningastefnureglu sem miðast við að verðbólgu- markmiðið náist á spátímanum bendir til þess að stýrivextir þurfi að hækka í rúmlega 15% og haldast þar um tíma. Í annarri fráviksspá þar sem gert er ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum út tímabilið verður verðbólga heldur meiri, en munurinn er tiltölulega lítill. Í fráviksspá með peningastefnureglu er hins vegar hægt að lækka stýrivexti fyrr 3. Sem dæmi má nefna Brasilíu, þar sem raunstýrivextir eru rúmlega 10%, og Tyrkland, þar sem raunstýrivextir eru um 7½%. Miðað við 14% stýrivexti Seðlabanka Íslands og rúmlega 7% verðbólgu eru raunstýrivextir hér á landi tæplega 7%. Við samanburð á stýrivöxtum milli landa og við aðra markaðsvexti þarf einnig að umbreyta stýrivöxtum í flata vexti (forvexti) en þeir vextir eru núna um 13,1% hér á landi. % Mynd IX-9 Stýrivextir út frá peningastefnureglu með og án skattaáhrifa Án skattaáhrifa Með skattaáhrifum Heimild: Seðlabanki Íslands. 11 12 13 14 15 16 200820072006 Mynd IX-10 Vöxtur innlendrar eftirspurnar í ríkjum OECD árið 2005 % af VLF Heimildir: OECD, Reuters EcoWin. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 Ís la nd Ty rk la nd Sl óv ak ía Sp án n Ír la nd N or eg ur K an ad a N ýj a- Sj ál an d Á st ra lía D an m ör k M ex ík ó Ba nd ar ík in Lú xe m bo rg Fi nn la nd O EC D a lls Sv íþ jó ð Su ðu r- K ór ea Ja pa n Be lg ía Fr ak kl an d G rik kl an d Pó lla nd Sv is s Br et la nd Ev ru sv æ ði ð Té kk la nd A us tu rr ík i Po rt úg al Þý sk al an d Ít al ía H ol la nd U ng ve rja la nd % Mynd IX-8 Verðbólguspá út frá grunndæmi með og án skattaáhrifa Án skattaáhrifa Með skattaáhrifum Heimild: Seðlabanki Íslands. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2008200720062005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.