Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 13

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 13 er um loðnustofninn á næstu árum og ólíklegt má telja að afli helstu botnfisktegunda muni aukast á því ári. Því er reiknað með að afli og útflutningsverðmæti standi í stað. Áfram horfur á hagstæðu útflutningsverði sjávarafurða Markaðsverð sjávarafurða hefur verið afar hagstætt undanfarna átján mánuði. Það hækkaði um 14% í erlendri mynt milli áranna 2004 og 2005 og reiknað er með 8% meðalverðhækkun í ár. Vísbendingar eru um að verðlag helstu botnfiskafurða sé nálægt efri mörkum og því vart að vænta verulegrar verðhækkunar á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að verðlag botnfiskafurða muni ýmist standa í stað á næst- unni eða hækka lítillega eftir afurðategundum. Verð á mjöl- og lýsisaf- urðum hefur hækkað gríðarlega seinustu mánuði. Mjölverð hefur því sem næst tvöfaldast frá því sl. vor. Lítil sem engin samfylgni er á milli verðþróunar mjöls og lýsis annars vegar og botnfiskafurða hins vegar, en hinar síðarnefndu standa nær neytendamarkaði. Búist er við að verð á mjöli og lýsi haldist hátt fram á næsta ár. Er því gert ráð fyrir að verðlag sjávarafurða muni hækka um 3% milli þessa árs og næsta. Markaðshorfur sjávarafurða og samkeppnisstaða fyrirtækja í sjávarútvegi hafa verið góðar á haustmánuðum. Efnahagsástand í helstu viðskiptalöndum er víðast gott og kaupmáttur fer vaxandi, eins og rakið hefur verið. Öflugt kynningarstarf í verslunum og mikil markaðssetning, aukin áhersla á ferskleika og hollustu hefur ýtt undir neyslu sjávarafurða. Þannig hefur stærsta verslunarkeðjan í Bretlandi náð að auka sölu sjávarafurða um 70% á sl. þremur árum og fisk- neysla í Þýskalandi jókst um 7% á seinasta ári eftir margra ára stöðnun eða samdrátt. Raungengi hefur hækkað töluvert Raungengi miðað við hlutfallslegt neysluverð hefur hækkað töluvert frá síðustu útgáfu Peningamála. Frá því í júní hefur það hækkað um 8%, en er þó 11% lægra en í janúar. Því er ljóst að þrátt fyrir umtals- verða hækkun raungengis undanfarna mánuði hefur staða útflutn- ingsgreinanna batnað verulega á árinu en á móti kemur að miklar sveiflur í raungengi skapa aukið rekstraróöryggi í útflutningsgreinum. Helstu óvissuþættir í ytri skilyrðum þjóðarbúsins Þrátt fyrir almennt hagstæð ytri skilyrði um þessar mundir eru ýmsar blikur á lofti. Meðal þeirra þátta sem gætu haft neikvæð áhrif á ytri skilyrði þjóðarbúsins eru mikil hækkun olíuverðs, aukin verðbólga og snögg breyting á fjármálalegum skilyrðum í heiminum er hefðu í för með sér erfiða aðlögun í heimsbúskapnum eftir tímabil mikils ójafn- vægis. Útflutningur mun dragast saman á þessu ári en aukast á næstu árum Horfur um útflutning vöru og þjónustu eru talsvert lakari um þessar mundir en reiknað var með í júlíhefti Peningamála. Spáð er tæplega 3% samdrætti á þessu ári í stað 1½% aukningar í síðustu spá. Þessu veldur að nú er gert ráð fyrir að útflutningsframleiðsla sjávarafurða muni dragast saman um 3% í stað 2% samdráttar í seinustu spá. Þá Heimild: Reuters EcoWin. 1990 = 100 Mynd II-10 Hrávöruverð á heimsmarkaði Vikulegar tölur 7. janúar 2000 - 20. október 2006 Öll hrávara án eldsneytis (í USD) Matvara (í USD) Öll hrávara án eldsneytis (í EUR) Matvara (í EUR) 85 100 115 130 145 160 175 190 2006200520042003200220012000 Heimild: Seðlabanki Íslands. 1980=100 Mynd II-11 Raungengi janúar 1980 - september 2006 Mánaðarleg gögn m.v. hlutfallslegt neysluverð 75 85 95 105 115 125 Langtímameðaltal ‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90‘88‘86‘84‘82‘80 ‘06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.