Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 78

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 78
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 78 Lítið nýkeynesískt líkan bregður því upp mjög stílfærðri mynd af grunnþáttum hagkerfi sins ásamt því að leitast við að ná kjarnanum í miðlunarferli peningastefnunnar. Umfangsmikil greinaskrif um bestu hugsanlegu peningastefnu í slíkum líkönum hafa verið birt á undan - förnum árum, t.d. Taylor (1999), Svensson (1999), Clarida, Galí og Gertler (1999), Woodford (2003) og Walsh (2003). Litróf nýkeynesískra líkana nær frá þessum litlu þriggja jafna lík- önum upp í fl óknari DSGE-heildarjafnvægislíkön (e. dynamic stochas- tic general equilibrium models) þar sem jafnvægissambönd eru leidd út frá hámörkunarvanda framsýnna heimila, fyrirtækja og stjórnvalda við skilyrði óvissu og ýmissa markaðsbresta. DSGE-þjóðhagslíkön, sem eru notuð við gerð ársfjórðungslegra efnahagspáa í seðlabönkum víða um heim, t.d. BEQM-líkanið í Englandsbanka, TOTEM-líkanið í Seðla- banka Kanada og JEM-líkanið í Japansbanka, eru fl óknari að gerð þar sem þau leitast við að hafa vel skilgreint kyrrstætt jafnvægi samhliða því að halda nákvæmt bókhald yfi r tengsl stofn- og fl æðistærða. DSGE-líkön eru metnaðarfull tilraun til að samtvinna framfarir innan þjóðhagfræðinnar, spágerðar sem byggist á hagfræðikenning- um (e. structural forecasting) og framkvæmdar peningastefnu í reynd. Ágreiningur er enn um nákvæma uppbyggingu DSGE-líkana og ár- angur þeirra við að sameina samkvæmni við fræðin og samræmi við niðurstöður hagrannsókna. Mörg viðfangsefni eru enn óleyst: Í fyrsta lagi, hvernig haga skuli nákvæmri framsetningu hagfræðilegs grunns þessara líkana að því er varðar markaðsbresti, verðmyndun og væntingar. Í öðru lagi hefur ýms- um aðferðum verið beitt til að meta DSGE-líkön, bæði klassískri nálgun og bayesískum aðferðum, en aðrir eru hlynntari notkun hermana (e. calibra- tion). Í þriðja lagi þarf að gera fl eiri prófanir á spágetu DSGE-líkana. Loks er aðlögun DSGE-líkana að opnu hagkerfi aðkallandi rannsóknarefni. Aðlögun DSGE-líkana til notkunar við stefnumörkun í reynd er fyrirferðarmikið rannsóknarviðfangsefni í mörgum helstu seðlabönkum og efnahagsstofnunum heims. Kastljósið hefur meðal annars beinst að nýkeynesíska Phillipsferlinum. Fátt skiptir meira máli fyrir seðlabanka, sem vilja fylgja framsýnni peningastefnu, en að geta spáð fyrir um verðbólgu til skamms og meðallangs tíma. Nýkeynesíski Phillipsferill- inn er því í lykilhlutverki í litlum DSGE-líkönum þegar kemur að því að spá og greina verðbólguhorfur. Nýkeynesíski Phillipsferillinn og verðbólguspár Verðbólguþróun til skamms tíma er eitt af meginviðfangsefnum þjóð- hagfræðinnar og gegnir lykilhlutverki í líkanagerð og við mótun pen- ingastefnu. Ýmsar úrbætur í líkanagerð hafa verið gerðar er miða að því að skýra betur og spá fyrir um verðbólguþróun. Í gamla IS-LM-lík- aninu voru verð og laun föst og ekkert svigrúm fyrir verðaðlögunar- ferli. Líkt og í mörgum öðrum líkönum, sem voru notuð við greiningu í peningamálum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, voru jafn- vægisskilyrði IS-LM-líkansins ekki afrakstur hámörkunar markaðsaðila (nánari umræðu um veikleika IS-LM-líkansins má nálgast í McCallum og Nelson, 1999). Phillipsferillinn kom einnig til sögunnar án míkró- hagfræðilegs grunns sem einfalt tölfræðilegt samband á milli launa- verðbólgu og atvinnuleysis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.