Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 63
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
63
vika). Af spán um tólf sem ná tvö ár fram í tímann eru sex innan 50%
óvissubilsins (50% tilvika), ellefu innan 75% bilsins (90% tilvika) og
allar tólf innan 90% óvissubils. Verðbólga var því nær miðju líkinda-
dreifi ngarinnar en búist var við og dreifi ngin sagði til um. Hafa verður
þó í huga að tiltölulega fáar mælingar liggja hér að baki, auk þess sem
líkindadreifi ngar verðbólguspáa frá mismunandi tímum eru háðar þar
sem þær skarast.
Samanburður á verðbólguspám Seðlabankans og greiningaraðila
Ef verðbólguspár Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins og greiningar-
aðila eru bornar saman kemur í ljós að spárnar eru oftast á svipuðu reki,
eins og sjá má í töfl u 4. Árið 2004 spáðu greiningaraðilar að meðaltali
að verðbólga yrði 3% að ári liðnu og fjármálaráðuneytið spáði á sama
tíma 3,3% verðbólgu á árinu 2005. Seðlabankinn var sömu skoðunar
og spáði að meðaltali árið 2004 að verðbólga yrði 3,3% að ári liðnu að
gefnum forsendum um óbreytta stýrivexti og gengi (tekið er meðaltal
af útgefnum spám yfi r tiltekið ár). Verðbólga milli ársmeðaltala reynd-
ist vera 4% árið 2005. Greiningaraðilar spáðu hins vegar að meðaltali
árið 2004 að verðbólga yrði 3,6% á árinu 2006 en fjármálaráðuneytið
spáði á sama tíma 3,3% verðbólgu tvö ár fram í tímann. Seðlabankinn
gerði ráð fyrir 3,2% verðbólgu á árinu 2006 að gefnum forsendum um
óbreytta stýrivexti og gengi.
Árið 2005 spáðu greiningaraðilar að meðaltali 4,3% verðbólgu
eitt ár fram í tímann en fjármálaráðuneytið 3,7% verðbólgu. Grunnspá
Seðlabankans að gefnum forsendum um óbreytta stýrivexti og gengi
hljóðaði upp á 3,2% verðbólgu á árinu 2006. Nú stefnir í að verðbólga
verði tæp 7% á árinu 2006.
Tafla 4 Samanburður á verðbólguspám
Spár árið 2004
1 ár fram í tímann 2 ár fram í tímann
Greiningaraðilar 3,0 3,6
Fjármálaráðuneytið 3,3 3,3
Seðlabankinn 3,3 3,2
Hagstofa Íslands – mæld verðbólga 4,0 -
Spár árið 2005
1 ár fram í tímann 2 ár fram í tímann
Greiningaraðilar 4,3 5,3
Fjármálaráðuneytið 3,7 3,7
Seðlabankinn 3,2 3,7