Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 48
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
48
Hætta á að gengi krónunnar gefi eftir hefur aukist
Óvissuþættir spárinnar eru í meginatriðum þeir sömu og í síðustu
spám bankans. Helsta breytingin er aukin hætta á að krónan lækki
meira en reiknað var með í síðustu spá, þá sérstaklega vegna mikils
viðskiptahalla. Fari svo gæti verðbólga orðið meiri framan af spátím-
anum en grunnspá bendir til.
Líkt og í síðustu spá gæti lækkun eignaverðs, einkum fast-
eignaverðs, leitt til minni einkaneyslu en gert er ráð fyrir í grunnspá.
Það, ásamt hættu á hraðari hækkun erlendra vaxta en gert er ráð fyrir
í spánni, getur haft neikvæð áhrif á innlenda eftirspurn á seinni hluta
spátímabilsins. Verði ákveðið að ráðast í frekari stóriðjuframkvæmdir
þegar á árinu 2008 gæti það aukið bjartsýni áður en framkvæmdir
hefjast og stuðlað að gengishækkun krónunnar og örvað innlenda
eftirspurn umfram það sem grunnspá gerir ráð fyrir. Aðrir óvissuþætt-
ir hafa lítið breyst frá síðustu spá. Helstu ósamhverfir óvissuþættir
grunnverðbólguspárinnar eru teknir saman í töflu VIII-1.
Að teknu tilliti til ofangreindra breytinga frá síðustu spá og mati
á undirliggjandi áhrifaþáttum verðbólguspárinnar fæst eilitlu meiri
slagsíða upp á við í áhættumati verðbólguspárinnar eitt ár fram í tím-
ann en í júlí sl. Slagsíðan upp á við tvö ár fram í tímann hefur jafnframt
aukist og er líkindadreifingin tvö ár fram í tímann nú bjöguð upp á við
en var samhverf síðast. Skýringin liggur í því að aukin hætta á geng-
islækkun þegar horft er eitt ár fram í tímann smitast yfir á næsta ár á
eftir. Mynd VIII-17 sýnir mat á líkindadreifingu verðbólguspárinnar. Í
ljósi þess að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum er enn til staðar má álykta
að óvissa um verðbólguhorfur á spátímanum sé meiri en ella.
Verðbólgumarkmið næst ekki á spátímanum nema hækkun
stýrivaxta komi til
Tafla VIII-2 sýnir mögulegt bil verðbólgu út frá líkindadreifingu grunn-
verðbólguspárinnar. Eins og áður hefur komið fram er peningalegt
aðhald í grunnspánni ekki nægilegt til að 2,5% verðbólgumarkmið
bankans náist á spátímanum. Líkur á að verðbólga verði á bilinu 1-
4% hafa hins vegar aukist verulega frá síðustu spá. Enn eru þó litlar
líkur á að verðbólgumarkmiðið náist á því tveggja ára tímabili sem
grunnspáin nær til. Ef aðhaldsstig er aukið til samræmis við fráviksspá
með peningastefnuviðbrögðum aukast hins vegar líkur á að markmið-
ið náist á spátímabilinu verulega.
Tafl a VIII-2 Mögulegt bil ársverðbólgu til næstu tveggja ára
Verðbólga
undir á bilinu undir á bilinu yfi r
Ársfjórðungur 1% 1% - 2½% 2½% 2½% - 4% 4%
4. ársfj. 2006 <1 <1 <1 <1 99
3. ársfj. 2007 <1 10 10 63 27
3. ársfj. 2008 1 8 9 30 61
Tafl an sýnir mat Seðlabankans á líkum á því að verðbólga verði á ákveðnu bili í prósentum.
Mynd VIII-17
Síðasta verðbólguspá Seðlabankans – grunnspá
(í Peningamálum 2006/2)
Ný verðbólguspá Seðlabankans – grunnspá
Spátímabil: 2. ársfj. 2006 - 2. ársfj. 2008
50% óvissubil
75% óvissubil
90% óvissubil
Verðbólgumarkmið
Vísitala neysluverðs
%
Myndirnar sýna óvissubil verðbólguspárinnar. 90% líkur eru taldar á
því að verðbólga verði innan alls skyggða svæðisins, 75% líkur á að
verðbólga verði innan tveggja dekkstu svæðanna og 50% líkur á að
verðbólga verði innan dekksta svæðisins. Óvissan verður því meiri sem
spáð er lengra fram í tímann og endurspeglast það í víkkun óvissu-
bilsins. Óvissan í spánum er talin heldur minni en endurspeglast í
sögulegum spáskekkjum sem eru nokkuð litaðar af þróuninni á árunum
2001-2002. Nánari útlistun á því hvernig líkindadreifing verðbólgu-
spárinnar er reiknuð út er að finna í viðauka 3 í Peningamálum 2005/1.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Spátímabil: 4. ársfj. 2006 - 4. ársfj. 2008
%
2005 2006 2007 2008
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
2005 2006 2007 2008
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10