Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 5

Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 5
I Yfirlit þjóðhags- og verðbólguspár Eins og í síðasta hefti Peningamála eru birtir þrír spáferlar sem eru byggðir á mismunandi þróun stýrivaxta á spátímanum. Í grunnspánni er notaður vaxtaferill sem endurspeglar væntingar markaðsaðila um þróun stýrivaxta. Við mat á þeim er stuðst við framvirka vexti annars vegar og spár greiningaraðila um þróun stýrivaxta næstu tvö árin hins vegar. Í annarri af tveimur fráviksspám er gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum út tímabilið, en í hinni er reiknað með að peningastefnan bregðist við þannig að verðbólgumarkmiði bankans verði náð á spá- tímabilinu. Fjallað er um efnahagshorfur í ljósi ferlanna þriggja og í sumum tilvikum brugðið upp fleiri fráviksdæmum til að varpa ljósi á líkleg frá- vik frá framvindunni í grunnspánni. Með því að birta mismunandi ferla er dregið úr áherslu á einstaka spáferla og undirstrikuð sú óvissa sem ríkir um efnahagsframvinduna, sérstaklega við núverandi aðstæður. Verðbólguspáin í þessu hefti Peningamála nær til fjórða ársfjórð- ungs 2008 og þjóðhagsspá til alls ársins 2008. Yfirlit helstu hagstærða í grunnspánni og fráviksspánni með peningastefnuviðbrögðum er að finna í töflum 1a og b í töfluviðauka. Aðlögun efnahagslífsins hægari en reiknað var með Vöxtur efnahagslífsins hefur ítrekað komið á óvart. Einnig virðist draga hægar úr vexti innlendrar eftirspurnar í ár en reiknað var með í spám Seðlabankans sl. sumar. Meginskýring þess er mikill vöxtur fjárfesting- ar. Einkaneysla hefur hins vegar þróast í takt við fyrri spár bankans. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Verðbólguhorfur batna en hætta á óhagstæðari þróun Verðbólga jókst hratt í sumar, en þó hægar en gert var ráð fyrir í júlíspá Seðlabankans. Hjöðnun verðbólgu í september og október skýrist einkum af lækkun eldsneytisverðs og grunnáhrifum sem stafa af því að í sept- ember 2005 lauk mikilli tímabundinni verðsamkeppni í smásöluverslun. Þá hefur verðlagi opinberrar þjón- ustu verið haldið niðri þrátt fyrir vaxandi kostnað. Sveiflur í kjarnaverðbólgu hafa verið minni. Nú er ljóst að hagvöxtur á sl. ári var meiri en fyrr var áætlað. Enn virðist töluverður þróttur í innlendri eftirspurn þótt hægt hafi á vexti hennar svipað og spáð var í júlí. Útflutningur hefur hins vegar dregist saman meira en gert var ráð fyrir. Samdrátturinn á þátt í því að viðskiptahallinn á þessu ári stefnir í að verða mun meiri en gert var ráð fyrir í júlí, sem einnig gæti bent til meiri eftirspurnar en tiltæk gögn sýna. Hann kann því að vera vísbending um langtímaverðbólguþrýsting. Sem fyrr er vinnumarkaðurinn yfirspenntur, skortur er á vinnuafli og töluverð hætta á launaskriði umfram það sem þegar er orðið. Þótt verðbólguhorfur hafi batnað töluvert til skamms tíma, jafnvel að frátöldum áhrifum breytinga á óbeinum sköttum, eru langtímaverðbólguhorfur enn fjarri því að vera viðunandi að því gefnu að vextir fylgi væntingum markaðarins. Hins vegar eru horfur á að verulega dragi úr framleiðsluspennu á næstu tveimur árum, komi ekki til nýrra stórframkvæmda. Mjög mikil óvissa er um efnahagsframvinduna þegar líða tekur á næsta ár sem helgast af samspili viðskiptahalla, gengis, vaxta og fasteignaverðs. Verðbólguspárnar sem kynntar eru í þessu hefti Peningamála sýna að til þess að raunhæft sé að ná verðbólgumarkmiðinu innan ásættanlegs tíma þarf peningalegt aðhald að vera meira og vara lengur en gert er ráð fyrir á mörkuðum um þessar mundir. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem fyrir lágu 31. október 2006, en spár byggjast á upp lýsingum til 17. október.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.