Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 17
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
17
Skammtímavaxtamunur í sögulegu hámarki
Vaxtamunur þriggja mánaða millibankavaxta við útlönd hefur aukist
mjög frá því um mitt árið 2003. Í lok októbermánaðar var mun urinn
rúmlega 10 prósentur og hefur ekki verið meiri frá því að Seðlabankinn
hóf daglega skráningu þriggja mánaða millibankavaxta árið 1998.
Vaxtamunur ríkisbréfa til u.þ.b. fimm ára jókst á fyrri hluta þessa árs,
en hefur minnkað aftur. Er munurinn nú um 5 prósent. Þetta má að
mestu skýra með því að langtímavextir hérlendis hækkuðu talsvert
framan af árinu, eða allt til júlíbyrjunar, en hafa síðan lækkað nokk-
uð hratt og eru nú svipaðir og í aprílbyrjun. Eins og fjallað var um í
kafla II, hafa stýrivextir helstu viðskiptalanda Íslands haldið áfram að
hækka. Evrópski seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti tvisvar sinn-
um, eða samtals um 0,5 prósentur frá útgáfu síðustu Peningamála,
Englandsbanki hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í byrjun ágúst og
Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í lok júní um 0,25 pró-
sentur en hefur haldið þeim óbreyttum síðan. Seðlabanki Japans end-
aði formlega svokallaða núllvaxtastefnu sína í júlí þegar hann hækkaði
stýrivexti um 0,25 prósentur. Samt sem áður er gert ráð fyrir hægari
hækkun stýrivaxta á mörkuðum en vænst var sl. sumar. Huga þarf vel
að þróun vaxta í Japan vegna óbeinna áhrifa á útgáfu skuldabréfa í
hávaxtagjaldmiðlum líkt og á Íslandi.
Gengi krónunnar hefur styrkst á nýjan leik
Gengi krónunnar hefur styrkst frá júnílokum. Í októbermánuði var
gengisvísitalan að meðaltali 8,8% lægri en í júní. Fyrstu erlendu
skuldabréfin gefin út í íslenskum krónum voru á gjalddaga hinn 15.
september eða alls 40 ma.kr. og svo virðist sem það hafi haft lítil áhrif
á gengi krónunnar. Það skýrist líklega af því að útgáfan hefur aukist
á ný og einhverjir samningar verið framlengdir, auk þess sem sumir
fjárfestar hafa varið stöður sínar fyrr á árinu.
Lækkun gengis krónunnar á fyrri hluta þessa árs gerði lántöku í
erlendum gjaldmiðlum hagstæðari á ný, en jók um leið greiðslubyrði
eldri lána. Hlutfall gengisbundinna útlána af heildarútlánum til fyrir-
tækja virðist þó ekki sveiflast mikið með gengi krónunnar. Mörg
fyrirtæki hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum og eiga hægara um vik
en heimilin að verja sig fyrir gengisáhættu með skiptasamningum.
Kostnaður við slíka samninga hefur lækkað mjög samhliða erlendu
útgáfunni.
Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja
Gengisbundin útlán til heimilanna hafa aukist töluvert undanfarna
mánuði, jafnvel þegar tekið hefur verið tillit til gengisáhrifa. Hagstæðari
skilyrði til erlendrar lántöku á fyrri hluta þessa árs skýra það að hluta,
þótt ekki hafi dregið úr aukningunni eftir að krónan fór að styrkjast á
nýjan leik. Hlutfall gengisbundinna lána var um 4½% í ágúst sl. saman-
borið við um 2% í janúarmánuði.
Útlán lánakerfisins til heimilanna jukust um 29% á öðrum fjórð-
ungi þessa árs samanborið við sama fjórðung árið áður. Er það fimmti
ársfjórðungurinn í röð þar sem útlánavöxtur lánakerfisins til heimila
eykst. Útlánavöxtur innlánsstofnana til heimilanna hefur hins vegar
minnkað frá því í febrúar á þessu ári, enda verulega farið að draga úr
%
Mynd III-6
Ávöxtun íbúðabréfa
Vikulegar tölur 8. júlí 2004 - 31. október 2006
Heimild: Seðlabanki Íslands.
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
5,5
6,0
6,5
200620052004
HFF 150224
HFF 150914
HFF 150434
HFF 150644
Heimild: Seðlabanki Íslands.
%
Mynd III-7
Vaxtamunur við útlönd
Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 31. október 2006
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
200620052004200320022001200019991998
Skammtímavaxtamunur við útlönd
(m.v. 3 mánaða millibankavexti)
Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. 3 mánaða
ríkisvíxla)
Langtímavaxtamunur (m.v. ríkisbréf til u.þ.b. 5 ára)
Heimild: Seðlabanki Íslands.
31. des. 1991=100
Mynd III-8
Vísitala gengisskráningar
Meðaltal mánaðar janúar 1998 - október 2006
100
110
120
130
140
150
160
200620052004200320022001200019991998