Peningamál - 01.11.2006, Page 44

Peningamál - 01.11.2006, Page 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 44 í kjölfarið og náði árshækkun þjónustuverðlags hámarki ári seinna, á fyrsta fjórðungi ársins 2002. Verðlag þjónustu einkaaðila er ekki heldur ónæmt fyrir breytingum á gengi krónunnar. Á undanförnum árum hefur verið fylgni milli þjónustuverðbólgu, launahækkana og geng- islækkunar krónunnar. Í ljósi sögulegrar reynslu og miðað við þróun innlendra kostnaðartilefna að undanförnu og er fram líða stundir gæti átt eftir að bæta verulega í þjónustuverðbólguna á næstu mánuðum. Verðlag opinberrar þjónustu hefur hækkað um aðeins 1½% á síðustu tólf mánuðum. Mest áhrif á þróun verðlags opinberrar þjón- ustu að undanförnu höfðu lækkun leikskólagjalda um tæplega 8½% í september og hækkun afnotagjalda um 8% í október. Hins vegar er líklegt að lítið verði um opinberar verðhækkanir í vetur í aðdraganda alþingiskosninga. Verðbólguvæntingar hafa minnkað Verðbólguvæntingar hafa dregist saman að undanförnu hvort held ur horft er til verðbólguálags skuldabréfa eða væntinga fyrirtækja, sér- fræðinga á fjármálamarkaði og almennings. Minni verðbólguvænt- ingar endurspegla líklega minni verðbólgu í september og október, tilkynningu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á næsta ári í þeim tilgangi að lækka matvælaverð og aukið aðhald peningastefnunnar. Samkvæmt könnun Gallup sem gerð var 5. til 18. október væntu einstaklingar að meðaltali tæplega 6% verðbólgu næstu tólf mánuði en væntu 7,3% verðbólgu í ágúst. Verðbólguvæntingar forsvarsmanna fyrirtækja til næsta árs hafa einnig lækkað nokkuð frá því snemma á árinu. Í könnun sem gerð var á viðhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi á tímabilinu 5. til 27. september gerðu stjórnendur þeirra að meðaltali ráð fyrir að verðbólga yrði 3½% næstu tólf mánuði og samtals 5½% á næstu tveimur árum. Það felur í sér að verðbólga verði við verðbólg- umarkmið Seðlabankans seinna árið. Í könnun sem gerð var í febrúar sl. væntu þeir að meðaltali rúmlega 4% verðbólgu næstu tólf mánuði. Samkvæmt könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði sem gerð var í október (sjá rammagrein VIII-1) væntu þeir minni verðbólgu á þessu og næsta ári en í könnun sem var gerð í júní, fyrir síðustu útgáfu Peningamála. Þeir spá nú að meðaltali tæplega 7% verðbólgu milli ársmeðaltala 2005 og 2006 en spáðu í júní eilitlu meiri verðbólgu á þessu ári. Sérfræðingarnir spá því að verðbólga verði rúm 3% árið 2007, en í júní spáðu þeir tæplega 6% verðbólgu. Þessa lækkun verð bólguvæntinga má að stærstum hluta rekja til áhrifa aðgerða rík- isstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs sem leiða mun til tímabund- innar lækkunar mældrar verðbólgu eins og rakið er hér á eftir. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað ef miðað er við verð- bólguálag skuldabréfa til fimm ára. Markaðsaðilar væntu að meðaltali rúmlega 3% verðbólgu á líftíma bréfanna á tímabilinu 4. júlí til 31. október en við útgáfu síðustu Peningamála voru verðbólguvæntingar mældar á þennan hátt tæplega 4½%. Verðbólguhorfur Frá því að Seðlabankinn birti mat sitt á verðbólguhorfum til næstu tveggja ára í Peningamálum í júlí sl. hafa stýrivextir verið hækkað- ir þrisvar sinnum um samtals 1,75 prósentur, og eru nú 14%. Á Mynd VIII-9 Launavísitala fyrir almennan vinnumarkað og almenn þjónusta 2. ársfj. 1998 - 3. ársfj. 2006 Almenn þjónusta Launavísitala fyrir almennan vinnumarkað %-breyting frá sama fjórðungi fyrra árs 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 200620052004200320022001200019991998 Heimild: Hagstofa Íslands. % Mynd VIII-10 Verðbólguvæntingar Vikulegar tölur 7. janúar 2003 - 31. október 2006 Verðbólguvæntingar almennings, fyrirtækja og sérfræðinga á markaði miðast við verðbólgu eitt ár fram í tímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguspár sérfræðinga á fjármálamarkaði Verðbólguvæntingar almennings . 1 2 3 4 5 6 7 8 2006200520042003 Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 5 ára % Mynd VIII-11 Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði um verðbólgu milli ársmeðaltala1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 20062005200420032002 * * * * 2002 2003 2004 1. Punktar sýna raunverulega verðbólgu hvers árs. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2005 2006 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.