Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 6
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
6
Eftirspurn hefur vaxið hraðar og viðskiptahalli verið meiri
en spáð var
Þótt nokkuð hafi áunnist stendur hjöðnun verðbólgunnar ekki eins
traustum fótum og æskilegt væri. Dregið hefur hægar úr innlendri eftir-
spurn en áður var reiknað með. Ásamt slökum útflutningi og vaxandi
vaxtaútgjöldum þjóðarbúsins leiddi það til þess að viðskiptahallinn
jókst verulega á síðari helmingi sl. árs í stað þess að minnka, eins og
spáð var. Horfur á að viðskiptahalli verði sjálfbær innan fárra ára hafa
því versnað, nema til komi meiri samdráttur innlendrar eftirspurnar en
áður hefur verið spáð. Því gæti myndast þrýstingur á gengi krónunnar
ef fjármálaleg skilyrði í heiminum verða óhagstæðari og fjármögnun
hallans torsóttari. Hröð gengislækkun gæti leitt til þess að tafin áhrif
aukins launakostnaðar á síðastliðnu ári kæmu fram í verðlagi og kyntu
undir launaskriði.
Horfur til lengri tíma ráðast af því hvernig aðlögunin í þjóðar-
búskapnum mun eiga sér stað. Viðskiptahalli af þeirri stærð sem
mældist á sl. ári er vísbending um að innlend eftirspurn þurfi að drag-
ast umtalsvert saman til þess að varanlegar forsendur skapist fyrir
verðlagsstöðugleika. Síðbúnari hjöðnun en gert var ráð fyrir í fyrri
spám Seðlabankans og þar með meiri skuldasöfnun eykur umfang
óumflýjanlegrar aðlögunar þjóðarbúskaparins. Einkum virðist fjár-
munamyndun hafa verið meiri á síðasta ári en fyrr var áætlað og
samdráttur á yfirstandandi ári stefnir í að verða minni. Kannanir á
viðhorfum fyrirtækja og heimila, vísbendingar af fasteignamarkaði,
áframhaldandi vöxtur atvinnu, þrátt fyrir skort á innlendu vinnuafli,
og innflutningur fjárfestingarvöru benda til þess að fjármunamyndun
sé enn mjög mikil. Framangreindar vísbendingar og önnur haggögn
sem birst hafa undanfarna mánuði staðfesta þá skoðun Seðlabankans
að varhugavert hafi verið að túlka niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir
þriðja fjórðung liðins árs, þ.e.a.s. lítinn vöxt landsframleiðslu, sem
vísbendingu um að verulega væri farið að draga úr spennu í þjóðarbú-
skapnum, eins og haldið hefur verið fram. Forsendur stýrivaxtahækk-
unar Seðlabankans í desember sl. og yfirlýsingar bankans um nauðsyn
langvarandi peningalegs aðhalds standa því óhaggaðar.
Grunnspá með nýjum hætti
Þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabanka Íslands er nú birt með
nýj um hætti. Grunnspáin er byggð á stýrivaxtaferli sem sérfræðingar
bankans telja að stuðli best að framgangi verðbólgumarkmiðsins.
Stýrivaxtaferillinn er valinn með hliðsjón af því markmiði að verðbólga
verði því sem næst 2½% innan ásættanlegs tíma og haldist stöðug
í nánd við verðbólgumarkmiðið eftir það. Þannig er stuðlað að því
að peningastefnan veiti verðbólguvæntingum trúverðuga kjölfestu.
Ef verðbólga er nálægt markmiði og verðbólguvæntingar stöðugar í
nánd við markmiðið kann að skapast svigrúm til að taka tillit til sveiflna
í hagvexti og atvinnuleysi við ákvörðun stýrivaxtaferilsins, en þær
aðstæður eru ekki fyrir hendi nú.
Stýrivaxtaferillinn er birtur með óvissubili til að undirstrika þá
óvissu sem umlykur spána. Spár um framleiðsluspennu, verðbólgu og
gengi eru birtar með sama hætti. Áhersla er lögð á að stýrivaxtaferillinn
byggist á upplýsingum sem liggja fyrir á hverjum tíma og getur hann
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Janúar 2000=100
Mynd I-3
Viðskiptahalli og gengisþróun
1. ársfj. 1999 - 4. ársfj. 2006
95
100
105
110
115
120
125
130
135
140
-35
-30
-25
-20
-15
-10
-5
0
5
10
20062005200420032002200120001999
Viðskiptajöfnuður sem hlutfall af VLF (h. ás)
Gengisvísitala, viðskiptavog (0,5%) (v. ás)
% af VLF
Mynd I-2
Raunstýrivextir
Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 27. mars 2007
Raunstýrivextir m.v.:
verðbólgu
verðbólguálag ríkisskuldabréfa1
verðbólguálag ríkisskuldabréfa2
verðbólguvæntingar almennings
verðbólguvæntingar fyrirtækja
verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði
1. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og
RIKS 15 1001. 2. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu
RIKB 13 0517 og HFF150914. Verðbólguvæntingar almennings,
fyrirtækja og sérfræðinga á markaði miðast við verðbólgu eitt ár
fram í tímann.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
%
0
2
4
6
8
10
12
14
‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98