Peningamál - 01.03.2007, Side 77

Peningamál - 01.03.2007, Side 77
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 77 2.4 Birta ekki undirliggjandi stýrivaxtaferil Sumir seðlabankar kjósa að greina ekki frá undirliggjandi stýrivaxtaferli þrátt fyrir að þeir birti spár fyrir helstu hagstærðir á borð við verð- bólgu og hagvöxt. Þetta gildir t.d. um seðlabanka Kanada, Ástralíu og Bandaríkjanna (sjá Kahn, 2007). Með þessari leið má komast hjá ýmsum ókostum allra hinna valkostanna. Spár Seðlabanka Bandaríkj- anna breyttust til að mynda ekki þrátt fyrir ólíka sýn bankans og mark- aðarins á framvindu stýrivaxta á síðasta ári. Spár bankans gáfu mark- aðsaðilum hins vegar mjög takmarkaðar upplýsingar um mat bankans á framtíðarþróun stýrivaxta. Því má spyrja hvort peningastefnan hefði ekki verið áhrifaríkari ef hún væri enn fyrirsjáanlegri. Eftirlit, túlkun og mat á spám verður einnig erfi ðara þegar óvissa ríkir um undirliggjandi vaxtaferil spár. 3. Reynsla seðlabanka af birtingu vaxtaspár Nýsjálenski seðlabankinn var brautryðjandi í birtingu stýrivaxtaspár eins og á mörgum öðrum sviðum. Hann hefur birt stýrivaxtaspár frá árinu 1997. Aðrir seðlabankar voru tregir til að fylgja fordæmi nýsjálenska seðlabank- ans fyrst í stað. Því var haldið fram að hann væri eini seðlabankinn sem gæti birt slíka spá vegna þess að seðlabankastjórinn tæki einn ákvörðun um stýrivexti. Noregsbanki braut hins vegar blað þegar bankinn birti í fyrsta skipti stýrivaxtaspá á blævængsformi (e. fan chart) síðla árs 2005 eftir að hafa gefi st upp á að byggja spár á væntingum markaðsaðila. Bankinn vildi endurheimta yfi rráð yfi r eigin spám (sjá Norges Bank, 2005, og Bergo, 2006, 2007). Sænski seðlabankinn birti fyrstu stýrivaxtaspá sína í febrúar á þessu ári (sjá Rosenberg, 2007, og Sveriges Riksbank, 2007 a,b). 3.1 Reynsla Seðlabanka Nýja-Sjálands Samkvæmt Archer (2005) eru tildrög þess að nýsjálenski seðlabankinn birti eigin vaxtaspá þau að bankinn taldi veruleg vandkvæði bundin því að birta spár þar sem verðbólga er fjarri markmiði en segja sam- tímis að bankinn ætli að gera allt sem væri á hans valdi til að halda henni í skefjum. Áratugar reynsla nýsjálenska seðlabankans af birtingu stýrivaxtaspár er mjög jákvæð. Í fyrsta lagi leggur Spencer (2005) áherslu á að birting vaxtaspár hafi styrkt trúverðugleika peningastefnunnar þar sem útkoma spárinnar sé með þeim hætti í samræmi við verðbólgumarkmið bankans. Í öðru lagi telur hann að birtingin hafi gefi ð peningayfi rvöldum færi á að senda skýr skilaboð um framtíðarþróun stýrivaxta án þess að hún sé skilin sem afdráttarlaust loforð. Reynsla nýsjálenska seðlabankans sýnir því að mati Spencers (2005) að áhyggjur Mishkins (2004) séu ástæðulausar. Seðlabankinn hefur ítrekað breytt stýrivaxtaspá sínum á milli spáa, eins og sjá má á mynd 2 hér til hliðar. Ein af skýringum tíðra breytinga er endurskoðun á gengisspám. Archer (2005) telur að það hafi sýnt sig að markaðsaðilar séu fullfærir um að skilja hversu skilyrt vaxtaspáin sé. Hér skiptir örugglega miklu máli að bankinn hefur verið mjög meðvitaður um að koma þeim upplýsingum til markaðsaðila að vaxtaspáin sé skil- yrt og mikil óvissa umljúki hana. Samskipti bankans út á við hafa verið skipulögð með þetta að leiðarljósi (sjá Hampton o.fl ., 2003). Þriðji kosturinn við birtingu stýrivaxtaspár samkvæmt reynslu nýsjálenska seðlabankans er að birtingin fl ýti fyrir og efl i miðlun pen- % Mynd 1 Stýrivaxtaspá nýsjálenska seðlabankans Spátímabil: 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2010 Spá í mars 2007 Spá í desember 2006 Heimild: Seðlabanki Nýja-Sjálands. 5 6 7 8 9 20092008200720062005 % Mynd 2 Stýrivaxtaspár nýsjálenska seðlabankans og stýrivaxtaþróun í reynd Heimild: Seðlabanki Nýja-Sjálands. 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 20092008200720062005200420032002 Stýrivaxtaþróun í reynd Stýrivaxtaspá mars 2007 Eldri stýrivaxtaspár
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.