Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 79
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR
ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
79
3.2 Reynsla Noregsbanka
Noregsbanki hóf birtingu stýrivaxtaspár í nóvember árið 2005. Fram
að því hafði bankinn ýmist byggt spár sínar á forsendu um óbreytta
stýrivexti eða á væntingum markaðsaðila. Bankinn gerði oft grein fyr-
ir skoðun sinni á væntingum markaðsaðila og leiðrétti jafnvel þann
stýrivaxtaferil sem lesa mátti út úr fólgnum framvirkum vöxtum. Þróun
stýrivaxta frá árinu 2003 hefur verið allt önnur en væntingar mark-
aðsaðila gerðu ráð fyrir, eins og þær birtast í framvirkum vöxtum. Því
er ekki að undra að bankinn hafi horfi ð frá því að byggja spár sínar á
þessum væntingum.
Noregsbanki birtir stýrivaxtaspá á blævængsformi til að und-
irstrika þá óvissu sem umlykur spána, sjá mynd 3. Bankinn birtir spá
um verðbólgu, framleiðsluspennu og gengisþróun með sama hætti.
Að auki eru sýndir stýrivaxtaferlar í frávikstilvikum, t.d. miðað við að
gengi norsku krónunnar lækki. Loks er skýrt tekið fram í umfjöllun
um æskilega framkvæmd peningastefnu í hverju riti að stýrivaxtaspáin
byggist á þeirri framvindu efnahagsmála sem hefur áhrif á spána og að
nýjar upplýsingar kunni að leiða í ljós að framvindan sem gengið er út
frá sé óraunsæ og kalli á aðra þróun stýrivaxta.
Stýrivaxtaspár Noregsbanka tóku breytingum á síðasta ári. Bank-
inn taldi meiri þörf á peningalegu aðhaldi eftir því sem líða tók á árið.
Þessi skilaboð bankans virðast hafa náð til markaðarins, því að fólgnir
framvirkir vextir hafa hækkað töluvert, eins og sjá má á mynd 4.
Noregsbanki leggur einnig sérstaka áherslu á stýrivaxtahorfur til
næstu mánaða. Allt frá árslokum 2002 hefur bankinn spáð fyrir um á
hvaða bili stýrivextir verði fram að birtingu næstu verðbólguskýrslu,
en slík skýrsla kemur út þrisvar á ári. Bilið sem gefi ð er upp er iðulega
u.þ.b. ein prósenta. Bankinn hefur haldið þessu áfram þrátt fyrir birt-
ingu stýrivaxtaspár til þriggja ára.
3.3 Starfsreglur Noregsbanka við stýrivaxtaspár
Qvigstad (2006) kynnir sex skilyrði sem stýrivaxtaferill Noregsbanka
verður að uppfylla (sjá töfl u 2). Skilyrðunum er ætlað að koma orðum
að því hvernig megi verða við kröfum peningahagfræðinnar um kerf-
isbundna, trúverðuga og gagnsæja framkvæmd peningastefnu. Um
leið eru skilyrðin leiðsögn um hvernig skipuleggja megi peningastefnu-
fundi til að fi nna slíkan feril. Skilyrðin kveða skýrt á að meginhlut-
verk peningastefnunnar sé að skapa trúverðugt akkeri fyrir verðbólgu-
væntingar. Fyrsta skilyrðið snýst um það, því að það kveður svo á að
stýrivextir verði að tryggja að spáð verðbólga stefni á markmiðið vel
áður en spátímabilinu lýkur og haldist stöðug nærri markmiðinu á spá-
tímabilinu. Hin skilyrðin fjalla svo um hvernig stýrivextir eigi að þróast
ef kjölfesta verðbólguvæntinga er tryggð.
3.4 Sænski seðlabankinn birtir eigin vaxtaspá
Giavazzi og Mishkin (2006) mæltu með birtingu stýrivaxtaspár í skýrslu
um peningastefnu í Svíþjóð, sem birt var síðla árs í fyrra. Eins og fyrr
var getið var Mishkin áður talsmaður þess að seðlabankar birti hvorki
stýrivaxtaspár né gefi vísbendingar í fundargerðum um framtíðarþróun
stýrivaxta. Giavazzi og Mishkin hvöttu sænska seðlabankann til að
birta stýrivaxtaspá einungis á blævængsformi, án þess að líklegasti
30% óvissubil
70% óvissubil
90% óvissubil
Stýrivextir
Mynd 3
Stýrivaxtaspá Noregsbanka frá í nóv. 2006
Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2010
Heimild: Norges Bank.
%
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
2005 2006 2007 2008 2009
50% óvissubil
%
Mynd 4
Áhrif stýrivaxtaspár Noregsbanka á
væntingar markaðsaðila
Framvirkir vextir 22.1. 2007
Stýrivaxtaspá í nóvember 2006
Framvirkir vextir 31.10.2006
Heimild: Norges Bank.
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
5,5
6,0
200920082007