Peningamál - 01.03.2007, Page 79

Peningamál - 01.03.2007, Page 79
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 79 3.2 Reynsla Noregsbanka Noregsbanki hóf birtingu stýrivaxtaspár í nóvember árið 2005. Fram að því hafði bankinn ýmist byggt spár sínar á forsendu um óbreytta stýrivexti eða á væntingum markaðsaðila. Bankinn gerði oft grein fyr- ir skoðun sinni á væntingum markaðsaðila og leiðrétti jafnvel þann stýrivaxtaferil sem lesa mátti út úr fólgnum framvirkum vöxtum. Þróun stýrivaxta frá árinu 2003 hefur verið allt önnur en væntingar mark- aðsaðila gerðu ráð fyrir, eins og þær birtast í framvirkum vöxtum. Því er ekki að undra að bankinn hafi horfi ð frá því að byggja spár sínar á þessum væntingum. Noregsbanki birtir stýrivaxtaspá á blævængsformi til að und- irstrika þá óvissu sem umlykur spána, sjá mynd 3. Bankinn birtir spá um verðbólgu, framleiðsluspennu og gengisþróun með sama hætti. Að auki eru sýndir stýrivaxtaferlar í frávikstilvikum, t.d. miðað við að gengi norsku krónunnar lækki. Loks er skýrt tekið fram í umfjöllun um æskilega framkvæmd peningastefnu í hverju riti að stýrivaxtaspáin byggist á þeirri framvindu efnahagsmála sem hefur áhrif á spána og að nýjar upplýsingar kunni að leiða í ljós að framvindan sem gengið er út frá sé óraunsæ og kalli á aðra þróun stýrivaxta. Stýrivaxtaspár Noregsbanka tóku breytingum á síðasta ári. Bank- inn taldi meiri þörf á peningalegu aðhaldi eftir því sem líða tók á árið. Þessi skilaboð bankans virðast hafa náð til markaðarins, því að fólgnir framvirkir vextir hafa hækkað töluvert, eins og sjá má á mynd 4. Noregsbanki leggur einnig sérstaka áherslu á stýrivaxtahorfur til næstu mánaða. Allt frá árslokum 2002 hefur bankinn spáð fyrir um á hvaða bili stýrivextir verði fram að birtingu næstu verðbólguskýrslu, en slík skýrsla kemur út þrisvar á ári. Bilið sem gefi ð er upp er iðulega u.þ.b. ein prósenta. Bankinn hefur haldið þessu áfram þrátt fyrir birt- ingu stýrivaxtaspár til þriggja ára. 3.3 Starfsreglur Noregsbanka við stýrivaxtaspár Qvigstad (2006) kynnir sex skilyrði sem stýrivaxtaferill Noregsbanka verður að uppfylla (sjá töfl u 2). Skilyrðunum er ætlað að koma orðum að því hvernig megi verða við kröfum peningahagfræðinnar um kerf- isbundna, trúverðuga og gagnsæja framkvæmd peningastefnu. Um leið eru skilyrðin leiðsögn um hvernig skipuleggja megi peningastefnu- fundi til að fi nna slíkan feril. Skilyrðin kveða skýrt á að meginhlut- verk peningastefnunnar sé að skapa trúverðugt akkeri fyrir verðbólgu- væntingar. Fyrsta skilyrðið snýst um það, því að það kveður svo á að stýrivextir verði að tryggja að spáð verðbólga stefni á markmiðið vel áður en spátímabilinu lýkur og haldist stöðug nærri markmiðinu á spá- tímabilinu. Hin skilyrðin fjalla svo um hvernig stýrivextir eigi að þróast ef kjölfesta verðbólguvæntinga er tryggð. 3.4 Sænski seðlabankinn birtir eigin vaxtaspá Giavazzi og Mishkin (2006) mæltu með birtingu stýrivaxtaspár í skýrslu um peningastefnu í Svíþjóð, sem birt var síðla árs í fyrra. Eins og fyrr var getið var Mishkin áður talsmaður þess að seðlabankar birti hvorki stýrivaxtaspár né gefi vísbendingar í fundargerðum um framtíðarþróun stýrivaxta. Giavazzi og Mishkin hvöttu sænska seðlabankann til að birta stýrivaxtaspá einungis á blævængsformi, án þess að líklegasti 30% óvissubil 70% óvissubil 90% óvissubil Stýrivextir Mynd 3 Stýrivaxtaspá Noregsbanka frá í nóv. 2006 Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2010 Heimild: Norges Bank. % 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2005 2006 2007 2008 2009 50% óvissubil % Mynd 4 Áhrif stýrivaxtaspár Noregsbanka á væntingar markaðsaðila Framvirkir vextir 22.1. 2007 Stýrivaxtaspá í nóvember 2006 Framvirkir vextir 31.10.2006 Heimild: Norges Bank. 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 200920082007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.