Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 55

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 55
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 55 Litlar breytingar á helstu óvissuþáttum grunnspárinnar Grunnspáin og stýrivaxtaferill hennar eru byggð á mati sérfræðinga bankans á framvindu efnahagsmála á næstu þremur árum með aðstoð tiltækra haglíkana. Spár af þessu tagi eru ævinlega háðar mikilli óvissu, en þegar ójafnvægi er svo mikið að sögulegar hliðstæður skortir verður óvissan óvenjumikil og erfiðara en ella að móta framsýna pen- ingastefnu. Eins og kemur fram í töflu IX-1 eru helstu óvissuþættir spárinnar í meginatriðum þeir sömu og áður. Enn er talin nokkur hætta á því að gengi krónunnar gefi eftir í ljósi verulegs viðskiptahalla (sjá nánar í rammagrein IX-2). Að sama skapi gætu verðbólguhorfur versnað verði slaki í opinberum fjármálum meiri en gert er ráð fyrir og teknar ákvarð- anir um enn frekari stóriðjuframkvæmdir á spátímanum. Í grunnspánni er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum stóriðjuframkvæmdum (sjá nánar í rammagrein IX-2). Á móti kemur að lækkun eignaverðs umfram það sem grunnspáin gerir ráð fyrir og hraðari miðlun peningastefn- unnar gætu létt á undirliggjandi verðbólguþrýstingi miðað við grunn- spána. Þótt hækkun alþjóðlegra vaxta geti leitt til gengislækkunar og verðbólguþrýstings til skamms tíma myndi hún flýta fyrir miðlun pen- ingastefnunnar um vaxtarófið og draga úr framleiðsluspennu til lengri tíma litið. Launahækkanir í komandi kjarasamningum gætu einnig verið vanmetnar. Hins vegar er ekki útilokað að innflutningur erlends vinnuafls hafi haft meiri áhrif á aðstæður á vinnumarkaði en talið er í grunnspánni (sjá umfjöllun í rammagrein VI-1). Tafl a IX-1 Helstu ósamhverfi r óvissuþættir grunnspár Óvissuþáttur Skýring Gengisþróun Mikill viðskiptahalli getur skapað þrýsting til lækk- unar á gengi krónunnar umfram það sem reiknað er með í grunnspánni Einkaneysla Lækkun eignaverðs og vaxandi greiðslubyrði gætu valdið samdrætti einkaneyslu umfram það sem grunnspá gerir ráð fyrir Opinber fjármál Aðhald hugsanlega minna en gert er ráð fyrir í grunnspánni vegna kosningaárs Launakostnaður Launahækkanir vegna komandi kjarasamninga eru hugsanlega vanmetnar Alþjóðleg efnahagsmál Erlendir vextir geta hækkað hraðar og meira en gert er ráð fyrir og þannig aukið greiðslubyrði erlendra lána umfram það sem grunnspá gerir ráð fyrir Áform um Ákvarðanir um stóriðjuframkvæmdir árið 2008 geta stóriðjuframkvæmdir aukið bjartsýni og stutt við gengi og eftirspurn sem á endanum leiðir til aukins verðbólguþrýstings Miðlunarferli Verði miðlun peningastefnunnar skilvirkari getur peningastefnunnar verðbólga lækkað hraðar en í grunnspá Áhættumat Seðlabankans Eitt ár fram í Tvö ár fram í Þrjú ár fram í tímann tímann tímann Peningamál 2006/2 Upp á við Samhverft ... Peningamál 2006/3 Upp á við Upp á við ... Peningamál 2007/1 Upp á við Upp á við Upp á við 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Gengisvísitala Mynd IX-7 Gengisvísitala Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. 31/12 1991 = 100 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 2005 2006 2007 2008 2009 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Framleiðsluspenna Mynd IX-8 Framleiðsluspenna Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu -6 -4 -2 0 2 4 6 2005 2006 2007 2008 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.