Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 50

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 50 Neysluverðsvísitölur eru algengasti mælikvarðinn á verðlagsbreyt- ingar. Vísitala neysluverðs er reiknuð af Hagstofu Íslands og byggð á mánaðarlegri verðkönnun og reglulegri könnun á neyslu heimila. Heildarvísitalan vegur saman verð á vörum og þjónustu í hlutfalli við vægi þeirra í útgjöldum heimila. Verðbólga er jafnan skilgreind sem tólf mánaða prósentubreyting vísitölu neysluverðs og er verðbólgu- markmið Seðlabankans skilgreint á þann veg. Með því að miða við árshækkun vísitölunnar er komið í veg fyrir að árstíðarbundið fl ökt, t.d. sökum útsala, hafi of mikil áhrif á mælda verðbólgu. Sem mælikvarði á verðbólgu er tólf mánaða hækkun neysluverðs hins vegar ekki gallalaus. Tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs gerir engan greinarmun á nýlegum verðbreytingum og verðbreytingum sem áttu sér stað ári áður. Þegar breytingar neyslu- verðsvísitölu í grunnmánuði (e. base month) hafa umtalsverð áhrif á tólf mánaða verðbólgumælingu er oft talað um grunnáhrif. Grunn- áhrif eru því framlag óvenjumikilla breytinga vísitölu neysluverðs í grunnmánuði til mældrar verðbólgu á hverjum tíma. Töluverðu máli kann að skipta hvort breyting verður á verðbólgu vegna verðbreyt- ingar í mælingarmánuði eða hvort verðbreyting í þeim mánuði sem fellur úr tólf mánaða samanburðinum var óvenjumikil. Útreikningur mældrar verðbólgu Tólf mánaða verðbólga (πt) er reiknuð sem prósentubreyting milli vísitölu neysluverðs í gefnum mánuði (Pt) og vísitölunnar tólf mánuð- um áður (Pt -12): πt = (Pt/Pt -12-1)x100. Munurinn á tólf mánaða verðbólgu milli tveggja mánaða svarar til munarins milli mánaðarlegrar breytingar vísitölu í núverandi mánuði og þeirrar tólf mánuðum áður: πt – πt-1 = (Pt/Pt-1 – Pt-12/Pt-13)x100. Breyting verðbólgu milli mánaða ræðst því af mismun á breytingu verðlags í mælingarmánuði og breytingu fyrir tólf mánuðum. Hækk- un vísitölunnar milli t-13 og t-12 mun minnka breytingu tólf mán- aða verðbólgu milli t-1 og t. Skilgreina má grunnáhrif sem framlag verðbreytinga fyrir ári, (Pt-12/Pt-13), til breytingar verðbólgu nú (sjá ECB, 2005, 2007). Töluverð grunnáhrif vegna verðbreytinga húsnæðis og dagvöru Grunnáhrif skipta oft verulegu máli þegar óvenjumiklar verðbreyt- ingar eiga sér stað. Sem dæmi má nefna verðhækkun húsnæðis árið 2005. Reiknuð húsaleiga hækkaði að meðaltali um 3,2% á mánuði fyrstu fjóra mánuði ársins 2005.1 Hún vegur 17% í vísitölu neyslu- verðs og námu áhrif þessara hækkana tæpum tveimur prósentum til hækkunar vísitölunnar. Á hinn bóginn hækkaði reiknuð húsaleiga að meðaltali um 1,4% fyrstu fjóra mánuði ársins 2006, töluvert minna en árið áður. Tólf mánaða hækkun reiknaðrar húsaleigu nam 24% í desember árið 2005 en 15% í apríl 2006 þegar áhrifa verðhækkunar á sama tímabili árið áður gætti ekki lengur og minni verðhækkun kom í staðinn. Breytingar voru gerðar á húsnæðislið vísitölu neysluverðs í maí árið 2005 þegar Hagstofan stytti viðmiðunartímabil raunvaxtakostn- aðar úr fi mm árum í tólf mánuði. Áhrif þessarar breytingar námu Rammagrein VIII-1 Grunnáhrif vísitölu neysluverðs 1. Reiknuð húsaleiga er reiknaður húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði. Helstu áhrifaþættir reiknaðrar húsaleigu eru breytingar á markaðsverði og vöxtum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.