Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 50
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
50
Neysluverðsvísitölur eru algengasti mælikvarðinn á verðlagsbreyt-
ingar. Vísitala neysluverðs er reiknuð af Hagstofu Íslands og byggð
á mánaðarlegri verðkönnun og reglulegri könnun á neyslu heimila.
Heildarvísitalan vegur saman verð á vörum og þjónustu í hlutfalli við
vægi þeirra í útgjöldum heimila. Verðbólga er jafnan skilgreind sem
tólf mánaða prósentubreyting vísitölu neysluverðs og er verðbólgu-
markmið Seðlabankans skilgreint á þann veg.
Með því að miða við árshækkun vísitölunnar er komið í veg fyrir
að árstíðarbundið fl ökt, t.d. sökum útsala, hafi of mikil áhrif á mælda
verðbólgu. Sem mælikvarði á verðbólgu er tólf mánaða hækkun
neysluverðs hins vegar ekki gallalaus. Tólf mánaða breyting vísitölu
neysluverðs gerir engan greinarmun á nýlegum verðbreytingum og
verðbreytingum sem áttu sér stað ári áður. Þegar breytingar neyslu-
verðsvísitölu í grunnmánuði (e. base month) hafa umtalsverð áhrif á
tólf mánaða verðbólgumælingu er oft talað um grunnáhrif. Grunn-
áhrif eru því framlag óvenjumikilla breytinga vísitölu neysluverðs í
grunnmánuði til mældrar verðbólgu á hverjum tíma. Töluverðu máli
kann að skipta hvort breyting verður á verðbólgu vegna verðbreyt-
ingar í mælingarmánuði eða hvort verðbreyting í þeim mánuði sem
fellur úr tólf mánaða samanburðinum var óvenjumikil.
Útreikningur mældrar verðbólgu
Tólf mánaða verðbólga (πt) er reiknuð sem prósentubreyting milli
vísitölu neysluverðs í gefnum mánuði (Pt) og vísitölunnar tólf mánuð-
um áður (Pt -12):
πt = (Pt/Pt -12-1)x100.
Munurinn á tólf mánaða verðbólgu milli tveggja mánaða svarar til
munarins milli mánaðarlegrar breytingar vísitölu í núverandi mánuði
og þeirrar tólf mánuðum áður:
πt – πt-1 = (Pt/Pt-1 – Pt-12/Pt-13)x100.
Breyting verðbólgu milli mánaða ræðst því af mismun á breytingu
verðlags í mælingarmánuði og breytingu fyrir tólf mánuðum. Hækk-
un vísitölunnar milli t-13 og t-12 mun minnka breytingu tólf mán-
aða verðbólgu milli t-1 og t. Skilgreina má grunnáhrif sem framlag
verðbreytinga fyrir ári, (Pt-12/Pt-13), til breytingar verðbólgu nú (sjá
ECB, 2005, 2007).
Töluverð grunnáhrif vegna verðbreytinga húsnæðis og dagvöru
Grunnáhrif skipta oft verulegu máli þegar óvenjumiklar verðbreyt-
ingar eiga sér stað. Sem dæmi má nefna verðhækkun húsnæðis árið
2005. Reiknuð húsaleiga hækkaði að meðaltali um 3,2% á mánuði
fyrstu fjóra mánuði ársins 2005.1 Hún vegur 17% í vísitölu neyslu-
verðs og námu áhrif þessara hækkana tæpum tveimur prósentum til
hækkunar vísitölunnar. Á hinn bóginn hækkaði reiknuð húsaleiga að
meðaltali um 1,4% fyrstu fjóra mánuði ársins 2006, töluvert minna
en árið áður. Tólf mánaða hækkun reiknaðrar húsaleigu nam 24% í
desember árið 2005 en 15% í apríl 2006 þegar áhrifa verðhækkunar
á sama tímabili árið áður gætti ekki lengur og minni verðhækkun
kom í staðinn.
Breytingar voru gerðar á húsnæðislið vísitölu neysluverðs í maí
árið 2005 þegar Hagstofan stytti viðmiðunartímabil raunvaxtakostn-
aðar úr fi mm árum í tólf mánuði. Áhrif þessarar breytingar námu
Rammagrein VIII-1
Grunnáhrif vísitölu
neysluverðs
1. Reiknuð húsaleiga er reiknaður húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði.
Helstu áhrifaþættir reiknaðrar húsaleigu eru breytingar á markaðsverði og vöxtum.