Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 3
Stefnuyfirlýsing bankastjórnar Seðlabanka Íslands
Stýrivextir Seðlabanka Íslands óbreyttir
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans
skuli vera óbreyttir frá því sem þeir hafa verið síðan í desember sl., þ.e.
14,25%. Verðbólga hefur hjaðnað og verðbólguhorfur batnað nokkuð
frá því sem gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Þessa framvindu
má ekki síst þakka aðhaldssamri stefnu í peningamálum og virkari
miðlun stýrivaxta auk þess sem ytri aðstæður hafa verið hagstæðar.
Undirliggjandi verðbólga er þó enn langt yfi r verðbólgumarkmiðinu og
jókst raunar sl. tvo mánuði.
Minni verðbólga, betri verðbólguhorfur og umtalsverð hækkun
stýrivaxta á liðnu ári hafa leitt til verulegrar hækkunar raunstýrivaxta.
Hækkun ávöxtunar verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa undan-
farna mánuði endurspeglar væntingar um háa raunstýrivexti. Áhrifa
þessa gætir einnig í útlánsvöxtum banka og sparisjóða og má jafnvel
vænta frekari áhrifa síðar.
Verðbólguspá Seðlabankans er nú sett fram með nýjum hætti.
Spáð er til þriggja ára og byggist grunnspáin á stýrivaxtaferli sem sér-
fræðingar bankans telja samrýmast hjöðnun verðbólgu í 2½% mark-
miðið á spátímanum. Spáin verður því trúverðugri en áður, þegar mið-
að var við óbreytta vexti á spátímanum eða væntingar markaðsaðila
um vaxtabreytingar, sem gátu verið á skjön við yfi rlýsingar Seðlabank-
ans. Samkvæmt ferlinum er að óbreyttu ekki nauðsynlegt að hækka
stýrivexti frekar og verða þeir óbreyttir til fjórða ársfjórðungs þessa
árs. Þá fara þeir að lækka og verða 6% í lok spátímans. Þessi vaxtaferill
leiðir til þess að mæld verðbólga minnkar hratt í ár, fer nokkuð undir
markmið um tíma og verður mjög nærri því frá miðju næsta ári. Undir-
liggjandi verðbólga, þ.e. án áhrifa lækkunar óbeinna skatta, hjaðnar
einnig tiltölulega hratt í átt að markmiði og verður nálægt því frá miðju
næsta ári.
Vaxtaferill grunnspárinnar felur ekki í sér yfi rlýsingu eða fyrirheit
bankastjórnar. Líta ber á hann sem þýðingarmikla vísbendingu um
hverjir stýrivextir þurfa að vera miðað við núverandi horfur til þess
að verðbólgumarkmiðið náist á spátímanum. Hann byggist á því að
framvinda efnahagsmála verði í meginatriðum eins og gert er ráð fyrir
í verðbólguspánni. Sýni vísbendingar sem tiltækar verða á komandi
mánuðum að framvinda eftirspurnar, atvinnu, gengis og annarra mikil-
vægra þátta sem áhrif hafa á verðbólgu verði önnur en nú er spáð
getur það hæglega leitt til breytinga á stýrivaxtaferilinum frá því sem
reiknað er með í grunnspánni. Stýrivextir munu þá taka mið af því.
Mikill viðskiptahalli og mjög spenntur vinnumarkaður fela í
sér verðbólguáhættu til lengri tíma, þ.e. að verðbólga verði meiri
en í grunnspánni. Þótt verulega dragi úr viðskiptahallanum er það
áhyggjuefni að þrátt fyrir að spáð sé töluverðum samdrætti innlendrar
eftirspurnar verður hann enn ekki sjálfbær í lok spátímans. Versni t.d.
alþjóðleg fjármálaskilyrði þannig að fjármögnun hallans verði kostn-