Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 20

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 20
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 20 Væntingar um að stýrivöxtum verði haldið háum lengur en áður var gert ráð fyrir Breytingar á framvirka vaxtaferlinum benda til þess að fjárfestar vænta nú að stýrivextir verði hækkaðir lítillega áður en þeir taka að lækka. Orðið hefur töluverð breyting frá ferlinum sem birtur var í síðustu Peningamálum. Þá mátti lesa út úr framvirkum vöxtum að fjárfestar væntu þess að stýrivextir myndu ekki hækka frekar. Líklegt er þó að ekki séu uppi væntingar um stýrivaxtahækkanir heldur megi að mestu leyti skýra breytingarnar með lausafjárskorti á pen- ingamarkaði undanfarnar vikur. Hann hefur leitt til þess að vextir á peningamarkaði hafa verið mjög háir, jafnvel hærri en daglánavextir Seðlabankans.1 Seðlabankinn greip til ráðstafana til að stuðla að eðlilegri vaxtamyndun á peningamarkaði sem fólust í því að leyfa viðskiptabönkunum að nota nokkra flokka krónubréfa sem veð í við- skiptum við bankann. Lausafjárskorturinn á peningamarkaði hefur torveldað túlkun væntinga um framvindu stýrivaxta út frá fólgnum framvirkum vöxt- um. En hvað sem líður óvissu um marktækni breytinga á skemmri enda framvirka vaxtaferilsins virðist ótvírætt að fjárfestar gera nú ráð fyrir að stýrivöxtum verði haldið háum lengur en þeir reiknuðu með fyrir fjórum mánuðum líkt og sjá má á mynd III-2. Eins og áður hefur verið fjallað um í Peningamálum hefur eftir spurn eftir óverðtryggð- um skuldabréfum samhliða útgáfu krónubréfa valdið því að fólgni framvirki vaxtaferillinn hefur líklega ekki endur speglað nægjanlega vel væntingar fjárfesta um þróun stýrivaxta. Þrátt fyrir töluverða útgáfu krónubréfa sl. mánuði virðist sem áhrif hennar á ávöxtun óverðtryggðra skuldabréfa hafi dvínað og gæti það skýrt að hluta hækkun framvirkra vaxta frá útgáfu síðustu Peningamála. Framvirkir vextir út frá ávöxtun í skiptasamningum í tengslum við krónubréfaútgáfuna benda einnig til þess að væntingar markaðs- aðila hafi breyst og þeir geri nú ráð fyrir að vöxtum verði haldið háum lengur en áður. Ferillinn gefur reyndar til kynna væntingar um að stýrivextir verði hækkaðir enn frekar en líklega liggur fyrrnefnd skýr- ing þar að baki, þ.e.a.s. lausafjárskortur á peningamarkaði. Nokkrir erlendir greinendur hafa þó spáð vaxtahækkun. Úr framvirkum vöxt- um í skiptasamningum má lesa að fjárfestar geri ráð fyrir að vöxtum verði haldið háum aðeins lengur en ef miðað er við framvirka vexti sem eru reiknaðir út frá ávöxtun á innlendum peninga- og skulda- bréfamarkaði. Áhrif peningastefnunnar á óverðtryggða vexti hafa aukist Líklegt er að breyttar væntingar um stýrivexti eigi þátt í því að nú er aftur orðið betra samræmi milli ávöxtunarkröfu óverðtryggðra rík- isbréfa og yfirlýsinga Seðlabankans í síðustu heftum Peningamála. Einnig virðist kröftug krónubréfaútgáfa undanfarna mánuði hafa haft minni eftir spurnaráhrif á skuldabréfamarkaði en áður. Frá því 1. Nánar er farið yfi r ástæður lausafjárskorts sem gert hefur vart við sig á millibankamarkaði í kafl anum Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd III-2 Stýrivextir Seðlabankans samkvæmt framvirkum vöxtum og spám greiningaraðila September 2006 - desember 2009 Spá greiningaraðila PM 2007/1 Framvirkir vextir PM 2007/1 Spá greiningaraðila PM 2006/3 Framvirkir vextir PM 2006/3 % 4 6 8 10 12 14 16 200920082007 Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands. Mynd III-3 Stýrivextir Seðlabankans samkvæmt framvirkum vöxtum Febrúar 2007 - desember 2009 Framvirkir vextir út frá millibankavöxtum og ríkisskuldabréfum Framvirkir vextir út frá ávöxtun skiptasamninga % 4 6 8 10 12 14 16 200920082007 Mynd III-4 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum og vaxtaþróun1 Ágúst 2005 - mars 2007 Ma.kr. 1. Gögn til og með 27. mars 2007. Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands. Útgáfa erlendra skuldabréfa (v. ás) Stýrivextir (h. ás) RIKB 07 0209 (h. ás) RIKB 08 0613 (h. ás) % 0 10 20 30 40 50 60 70 7,00 8,25 9,50 10,75 12,00 13,25 14,50 15,75 200720062005 RIKB 10 0317 (h. ás) RIKB 13 0517 (h. ás) RIKB 08 1212 (h. ás)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.