Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 62

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 62
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 62 Önnur óheppileg afl eiðing þess að erlendur gjaldmiðill yrði upp- gjörsgjaldmiðill fjármálaviðskipta gæti verið að innlend fjármála- fyrirtæki sæju minni ávinning af því að sinna hlutverki viðskiptavaka með verðbréf hins opinbera. Segi þau upp samningi sínum um við- skiptavakt hefði það afar óheppileg áhrif á innlenda fjármálamarkaði og getu Seðlabankans til að hafa áhrif á innlenda vexti.4 Áhrif þess að krónan hyrfi af sviðinu sem uppgjörsgjaldmiðill fjár- málafyrirtækja á greiðslumiðlun í landinu og hlutverk Seðlabankans í því ferli er einnig umhugsunarefni. Vart kemur til greina að viðskipti og uppgjör fjármálafyrirtækja við Seðlabankann yrði í öðrum gjaldmiðli en krónum. Það vekur einnig spurningar um hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara, því að eðlilegast er að hugsanleg neyðar- aðstoð bankans sé í krónum. Niðurstaða Ekki virðist líklegt að ákvörðun fjármálafyrirtækja um að færa bókhald sitt í erlendum gjaldmiðli ein og sér dragi úr virkni peningastefnunnar. Á meðan krónan er notuð í innlendum viðskiptum við kaup á vöru og þjónustu verður áfram þörf fyrir lánastarfsemi í krónum. Á meðan slík lánastarfsemi er fyrir hendi hefur peningastefnan áhrif. Verði þessi að- gerð hins vegar til þess að draga úr notkun krónunnar í innlendri lána- starfsemi, einkum ef um leið yrði hætt að nota krónuna sem uppgjörs- gjaldmiðil fjármálaviðskipta, er líklegt að áhrif Seðlabankans á innlenda vexti minnki. Peningastefnan yrði þó ekki með öllu áhrifalaus á meðan krónan er ríkjandi gjaldmiðill í innlendum viðskiptum. Yrði erlendur gjaldmiðill hins vegar tekinn upp í almennum viðskiptum með vörur og þjónustu myndi draga verulega úr slagkrafti peningastefnunnar.5 Líkurnar á því að það gerist verða hins vegar að teljast hverfandi. Mjög alvarleg hagstjórnarmistök er leiddu til óðaverðbólgu þyrftu líklega að koma til. Að lokum má velta því fyrir sér hvort ofangreind breyting gæti orðið til þess að vægi mismunandi miðlunarleiða peningastefnunnar breytist. Aukist vægi lána í erlendum gjaldmiðlum meðal almennings er líklegt að vægi gengisfarvegarins í miðlun peningastefnunnar aukist á kostnað vaxtafarvegarins.6 Peningastefnan gæti þess vegna orðið erfi ðari í framkvæmd því að gengissveifl ur eru illfyrirsjáanlegar, þ.e.a.s. óvissa í miðlunarferlinu myndi aukast. Ef hlutabréf innlendra fyrirtækja verða skráð í erlendum gjaldmiðli myndi það einnig hafa áhrif á miðlun peningastefnu um eignaverðs- farveginn. Hækki gengi krónunnar í kjölfar aukins aðhalds innlendrar peningastefnu, minnkar kaupmáttur hlutabréfaeignar sem skráð er í erlendum gjaldmiðli gagnvart innlendri vöru og þjónustu að öðru 4. Stanley Fischer (2006) hefur bent á að þótt almennt séð sé erfi tt að meta áhrif dollaravæð- ingar á dýpt innlends fjármálakerfi s sé líklegra að áhrifi n séu jákvæð þegar haft er í huga að hinn valkosturinn sé líklega að fjármálakerfi ð hverfi út fyrir landsteinana verði reynt að koma í veg fyrir þessa þróun með fjármagnshöftum. 5. Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að áhrifamáttur peningastefnunnar myndi minnka færi almenningur í vaxandi mæli að nota evrur í almennum viðskiptum með vöru og þjón- ustu. Sjá t.d. Castillo, Montoro og Tuesta (2006). Reynsla Perú bendir þó ekki til þess að slagkrafturinn hverfi með öllu en seðlabankanum þar í landi hefur tekist að halda verðbólgu við markmið þrátt fyrir að um 80% viðskipta efnahagslífsins séu dollaravædd. 6. Þetta eru m.a. niðurstöður alþjóðlegra rannsókna. Sjá t.d. Castillo, Montoro og Tuesta (2006).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.