Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 27
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
27
Mynd IV-2
Vöxtur einkaneyslu og þróun
húsnæðisverðs 1999-20091
1. Spá Seðlabankans 2007-2009.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Vöxtur einkaneyslu (v. ás)
Ársbreyting húsnæðisverðs (h. ás)
%
-10
-5
0
5
10
15
20
-20
-10
0
10
20
30
40
‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99
1. Árstíðarleiðrétt einkaneysla. Gögn fyrir árið 1997 eru fengin úr
gagnagrunni þjóðhagslíkans Seðlabankans.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Vísitala. Ársfj. þar sem einkaneyslan nær hámarki = 100
Mynd IV-3
Samanburður á þróun einkaneyslu eftir að
hún náði hámarki 1991, 2000 og 20061
88
90
92
94
96
98
100
102
21191715131197531
Ársfjórðungar
1. ársfj. 1991 - 2. ársfj. 1996
4. ársfj. 2000 - 1. ársfj. 2002
2. ársfj. 2006 - 4. ársfj. 2009
55
70
85
100
115
130
145
160
-12
-8
-4
0
4
8
12
16
‘07200620052004200320022001
Væntingavísitala Gallup (v. ás)
Vöxtur einkaneyslu (h. ás)
1. Væntingavísitala í lok ársfjórðungs. Gildi vísitölu fyrir 1. ársfj. 2007 er
fyrir febrúar og vöxtur einkaneyslu á fjórðungnum er spá Seðlabankans.
Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Vísitala Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-4
Einkaneysla og væntingavísitala Gallup
1. ársfj. 2001 - 1. ársfj. 20071
Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás)
Einkaneysla stendur í stað í ár en dregst svo ört saman
Kröftugur vöxtur einkaneyslu hefur verið önnur meginstoð mikils
hagvaxtar undangengin ár. Vöxturinn hefur verið drifinn áfram af
mikilli hækkun eignaverðs (sérstaklega húsnæðisverðs, sbr. mynd IV-
2) sem birst hefur í aukinni hreinni eign heimilanna, auknu framboði
lánsfjár, sem stuðlað hefur að verulegri skuldasöfnun, örum vexti ráð-
stöfunartekna og væntingum um áframhaldandi vöxt launatekna og
eignaverðs. Draga fór úr vexti einkaneyslu upp úr miðju ári 2005 og
var ársvöxturinn kominn niður í liðlega 1% á síðasta fjórðungi sl. árs.
Hjöðnun vaxtarins á seinni hluta síðasta árs var samkvæmt áætlunum
Hagstofunnar nokkru hraðari en spár Seðlabankans á síðasta ári gerðu
ráð fyrir og lesa mátti út úr vísbendingum um einkaneyslu.
Samkvæmt grunnspánni mun áfram draga úr vexti einkaneyslu
og samdráttur láta á sér kræla um mitt þetta ár. Einkaneysla stendur að
meðaltali í stað í ár en dregst ört saman til loka spátímabilsins sem nær
til ársloka 2009. Gangi spáin eftir verður þróun einkaneyslu með svip-
uðum hætti og á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar (sjá mynd IV-
3). Hún er hins vegar langvinnari og dýpri en viðsnúningurinn á fyrstu
tveimur árum þessa áratugar. Aukinn kaupmáttur ráðstöfunartekna
og hækkun eignaverðs er megindrifkrafturinn í ár, enda eru væntingar
heimila í hæstu hæðum samkvæmt nýlegum könnunum. Þegar fram
í sækir þyngist greiðslubyrði heimila vegna mikillar skuldasöfnunar
fyrri ára og hækkandi raunvaxta. Ráðstöfunartekjur og einkaneysla
dragast því saman á næstu tveimur árum. Lækkun húsnæðisverðs og
aukið atvinnuleysi draga enn frekar úr neyslu heimilanna þegar líða
fer á spátímabilið.
Eru bjartsýni heimilanna engin takmörk sett?
Væntingavísitala Gallup hækkaði um 21 stig í febrúar, eða um 17% frá
fyrri mánuði, og náði hæsta gildi frá upphafi. Íslenskir neytendur virð-
ast því hafa mikla tiltrú á efnahags- og atvinnulífinu um þessar mundir.
Undirvísitölur sem gefa vísbendingu um mat heimilanna á efnahags-
lífinu á hverjum tíma og atvinnuástandinu hafa ekki mælst hærri frá
upphafi. Líklegar skýringar eru lækkun matvöruverðs, hækkun launa
og gengis krónunnar auk áframhaldandi hækkunar eignaverðs, sem
virðist vega þyngra í hugum almennings en háir vextir, mikil verðbólga
og viðvarandi ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Veður geta þó skipast
skjótt í lofti. Fyrir ári náði væntingavísitalan hámarki rétt áður en gengi
krónunnar lækkaði verulega og vaxandi efasemda gætti um íslenskt
efnahagslíf og fjármálakerfi.
Meiri vöxtur fjárfestingar í fyrra en fyrstu tölur gáfu til kynna líkt
og Seðlabankinn taldi líklegt
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar jókst fjármunamyndun
um 13% á síðasta ári en í nóvember gerði Seðlabankinn ráð fyrir um
9% vexti. Hagstofan endurskoðaði tölur um vöxt atvinnuvegafjár-
festingar og íbúðafjárfestingar á fyrstu þremur ársfjórðungum upp
á við en vöxtur opinberrar fjárfestingar er nú talinn minni en áður. Í
nóvember taldi Seðlabankinn, eins og áður segir, verulegar líkur á að
vöxtur fjárfestingar í fyrra hefði verið meiri en fyrstu tölur bentu til,
m.a. í ljósi vísbendinga um meiri viðskiptahalla en spáð var.