Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 57
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
57
Mynd IX-9
Verðbólga
Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
%
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
2005 2006 2007 2008 2009
50% óvissubil
75% óvissubil
90% óvissubil
Verðbólgumarkmið
Grunnspá
Mynd IX-10
Verðbólga (án áhrifa skattalækkana)
Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
%
50% óvissubil
75% óvissubil
90% óvissubil
Verðbólgumarkmið
Grunnspá
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
2005 2006 2007 2008 2009
Meiri hætta á að verðbólgu sé vanspáð en ofspáð
Við mat á efnahagshorfum á spátímabilinu er mikilvægt að horfa ekki
einungis til grunnspárinnar heldur metinnar óvissu spárinnar, bæði
heildarmats óvissuþátta og fráviksdæma sem gefa vísbendingu um
áhrif sérstakra áhættuþátta. Í fyrsta skipti er ekki einungis birt mat á
óvissubili verðbólguþróunarinnar, heldur einnig tveggja af mikilvæg-
ustu áhrifastærðum verðbólgunnar, gengis krónunnar og framleiðslu-
spennu. Að lokum er einnig birt óvissubil stýrivaxtaferilsins sjálfs.
Rammagrein IX-1 fjallar nánar um það hvernig þessi óvissa er metin.
Eins og sjá má á mynd IX-7 er óvissubil gengisspárinnar mjög
vítt. Það endurspeglar þá miklu óvissu sem ævinlega felst í gengis-
spám. Í samræmi við yfirlit áhættuþátta í töflu IX-1 er líkindadreifing
gengisferilsins skekkt upp á við, þ.e.a.s. taldar eru meiri líkur á að
gengi krónunnar verði lægra en í grunnspánni en að það verði hærra.
Eins eru taldar heldur meiri líkur á að framleiðsluslakinn framundan sé
ofmetinn en að hann sé vanmetinn (mynd IX-8). Fyrir vikið eru taldar
meiri en helmings líkur á að verðbólga verði meiri en í grunnspánni
(sjá myndir IX-9 og IX-10).
Töluverðar líkur á að þörf sé á aðhaldssamari peningastefnu en
felst í grunnspánni
Óvissa við mat á þjóðhags- og verðbólguhorfum endurspeglast í
óvissu við mat á þeim stýrivaxtaferli sem líklegur er til að tryggja
framgang verðbólgumarkmiðsins á spátímanum. Verði efnahagsfram-
vindan önnur en gert er ráð fyrir í grunnspánni þarf peningastefnan
að bregðast við því. Rammagrein IX-2 sýnir tvö dæmi um hvernig
önnur efnahagsframvinda en reiknað er með getur kallað á breytingar
á stýrivaxtaferlinum. Í öðru dæminu hrakar fjármálalegum skilyrðum í
heiminum og gengi krónunnar lækkar af þeim sökum. Í hinu eru áhrif
nýrra stóriðjuframkvæmda skoðuð. Margvísleg önnur tilefni mætti
hugsa sér. Verði miðlun peningastefnunnar t.d. ólík því sem grunnspá-
in gerir ráð fyrir myndi það einnig leiða til þess að Seðlabankinn þyrfti
að ákveða aðra stýrivexti en gert er ráð fyrir í stýrivaxtaferlinum til að
ná verðbólgumarkmiði bankans.
ljósi þess að spenna í þjóðarbúskapnum hefur verið óvenjumikil og
stýrivextir á uppleið allt tímabilið. Í öðru lagi hefur eftirspurn eftir
óverðtryggðum bréfum sem mynda grunninn í útreikningi á fólgn-
um framvirkum vöxtum verið langt umfram framboð og vextir því
lægri en ella. Fólgnir framvirkir vextir innihalda einnig áhættuálag.
Þótt staðan í þjóðarbúskapnum hefði verið með eðlilegri hætti fela
fólgnir framvirkir vextir í sér áhættuálag sem eykur óvissuna og get-
ur ekki talist til stýrivaxtaspáskekkju. Sögulegar spáskekkjur í spám
markaðs- og greiningaraðila eiga heldur ekki við eftir að bankinn
hefur hafi ð birtingu stýrivaxtaferla sem byggjast á allt öðrum for-
sendum. Að lokum ber að hafa í huga að mjög fáar mælingar liggja
að baki mati á sögulegum spáskekkjum. Staðalfrávik líkindadreifi ng-
ar stýrivaxta er því metið með hliðsjón af sögulegum spáskekkjum,
en einnig voru stýrivaxtaferlar í fráviksspám hafðir til hliðsjónar.