Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 28
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
28
Samdráttur fjárfestingar á spátímabilinu færir hlutfall
fjármunamyndunar af landsframleiðslu í um fimmtung á ný
Undanfarin þrjú ár hefur vöxtur fjárfestingar verið hinn mesti frá
stríðslokum. Vöxturinn skýrist að mestu leyti af fjárfestingu í ál- og
orkuverum, en hefðbundin atvinnuvegafjárfesting og íbúðafjárfest-
ing hefur einnig aukist mikið. Hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu
hefur því hækkað og var um þriðjungur á síðasta ári. Til samanburðar
var fjárfesting að jafnaði u.þ.b. fimmtungur af landsframleiðslu árin
1980 til 2003. Eftir snarpan samdrátt verður hlutfallið aftur komið
niður í u.þ.b. fimmtung landsframleiðslu á seinni hluta spátímabilsins.
Í ár dregst fjárfesting engu að síður minna saman samkvæmt
grunnspánni en spáð var í nóvember, eða um liðlega 22% í stað 28%.
Samdrátturinn í ár skýrist nær eingöngu af samdrætti fjárfestingar í
stóriðju og orkuverum. Fjárfesting í stóriðju og orkuverum nam um
117 ma.kr. á síðasta ári en verður um 52 ma.kr. í ár og um 13 ma.kr.
á því næsta.2 Gert er ráð fyrir að önnur atvinnuvegafjárfesting standi
í stað frá fyrra ári.
Svör forsvarsmanna fyrirtækja í könnun Gallup frá því í febrúar
í ár gefa vísbendingu um óbreytta fjárfestingu í ár frá fyrra ári, nema
hjá fyrirtækjum er tengjast stóriðjufjárfestingu. Veruleg fjárfesting
verður í flugvélum, fiskiskipum, verslunarmiðstöðvum, stórmörkuð-
um, skrifstofuhúsnæði og ráðstefnu- og tónlistarhúsi á austurbakka
Reykjavíkurhafnar. Fjárfesting í þessum verkefnum gæti numið a.m.k.
40 ma.kr. í ár og svipaðri upphæð á næsta ári.
Spáð er áframhaldandi samdrætti fjárfestingar fram á síðasta
fjórðung ársins 2009. Þá hefst hægfara bati. Samdráttur fjárfesting-
ar, einkum atvinnuvegafjárfestingar og íbúðafjárfestingar, ber ásamt
samdrætti einkaneyslu þungann af aðlögun þjóðarbúskaparins að
framleiðslugetu á næstu árum.
Íbúðafjárfesting jókst um 17% í fyrra
Bráðabirgðatölur Hagstofunnar sýna að íbúðafjárfesting jókst um
17% í fyrra. Það er mesti vöxtur íbúðafjárfestingar frá árinu 1973. Í
marshefti Peningamála á síðasta ári spáði Seðlabankinn um 25% vexti
yfir árið og byggðist spáin m.a. á mikilli hagnaðarvon í ljósi þess að
húsnæðisverð hafði hækkað langt umfram byggingarkostnað. Að auki
var litið til vísbendinga um innflutning byggingarefnis o.fl. Í júlíhefti
Peningamála, eftir að Hagstofan birti bráðabirgðatölur um vöxt fyrsta
fjórðungs ársins 2006, var spáin lækkuð í 15% og í tæplega 14% í
nóvemberheftinu, eftir að tölur fyrir fyrri helming ársins lágu fyrir.
Þegar fyrstu tölur fyrir árið allt liggja fyrir áætlar Hagstofan að íbúða-
fjárfesting hafi aukist um 17%, eins og áður segir.
Í grunnspánni dregst íbúðafjárfesting saman út spátímabilið.
Spáð er um 4½% samdrætti í ár og um 9% samdrætti hvort árið
2008 og 2009. Reiknað er með að húsnæðisverð hækki lítillega að
nafnvirði í ár, en lækki nokkuð árin 2008 og 2009. Húsnæðisverð
0
10
20
30
40
20082004200019961992198819841980
1. Spá Seðlabankans 2007-2009.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
% af VLF
Mynd IV-5
Fjármunamyndun sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu 1980-20091
1. Spá Seðlabankans 2007-2009.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-6
Vöxtur fjármunamyndunar og helstu
undirflokka hennar 1999-20091
Fjármunamyndun alls
Atvinnuvegir
Íbúðarhúsnæði
Hið opinbera
-50
-40
-30
-20
-10
0
10
20
30
40
50
60
70
‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99
2. Í grunnspánni er ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjufjárfestingu eftir að framkvæmdunum
á Austurlandi lýkur. Í rammagrein IX-2 er greint frá fráviksspá þar sem áhrif frekari stór-
iðjuframkvæmda í tengslum við nýtt álver í Helguvík og stækkun álversins í Straumsvík eru
metin.