Peningamál - 01.03.2007, Síða 28

Peningamál - 01.03.2007, Síða 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 28 Samdráttur fjárfestingar á spátímabilinu færir hlutfall fjármunamyndunar af landsframleiðslu í um fimmtung á ný Undanfarin þrjú ár hefur vöxtur fjárfestingar verið hinn mesti frá stríðslokum. Vöxturinn skýrist að mestu leyti af fjárfestingu í ál- og orkuverum, en hefðbundin atvinnuvegafjárfesting og íbúðafjárfest- ing hefur einnig aukist mikið. Hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu hefur því hækkað og var um þriðjungur á síðasta ári. Til samanburðar var fjárfesting að jafnaði u.þ.b. fimmtungur af landsframleiðslu árin 1980 til 2003. Eftir snarpan samdrátt verður hlutfallið aftur komið niður í u.þ.b. fimmtung landsframleiðslu á seinni hluta spátímabilsins. Í ár dregst fjárfesting engu að síður minna saman samkvæmt grunnspánni en spáð var í nóvember, eða um liðlega 22% í stað 28%. Samdrátturinn í ár skýrist nær eingöngu af samdrætti fjárfestingar í stóriðju og orkuverum. Fjárfesting í stóriðju og orkuverum nam um 117 ma.kr. á síðasta ári en verður um 52 ma.kr. í ár og um 13 ma.kr. á því næsta.2 Gert er ráð fyrir að önnur atvinnuvegafjárfesting standi í stað frá fyrra ári. Svör forsvarsmanna fyrirtækja í könnun Gallup frá því í febrúar í ár gefa vísbendingu um óbreytta fjárfestingu í ár frá fyrra ári, nema hjá fyrirtækjum er tengjast stóriðjufjárfestingu. Veruleg fjárfesting verður í flugvélum, fiskiskipum, verslunarmiðstöðvum, stórmörkuð- um, skrifstofuhúsnæði og ráðstefnu- og tónlistarhúsi á austurbakka Reykjavíkurhafnar. Fjárfesting í þessum verkefnum gæti numið a.m.k. 40 ma.kr. í ár og svipaðri upphæð á næsta ári. Spáð er áframhaldandi samdrætti fjárfestingar fram á síðasta fjórðung ársins 2009. Þá hefst hægfara bati. Samdráttur fjárfesting- ar, einkum atvinnuvegafjárfestingar og íbúðafjárfestingar, ber ásamt samdrætti einkaneyslu þungann af aðlögun þjóðarbúskaparins að framleiðslugetu á næstu árum. Íbúðafjárfesting jókst um 17% í fyrra Bráðabirgðatölur Hagstofunnar sýna að íbúðafjárfesting jókst um 17% í fyrra. Það er mesti vöxtur íbúðafjárfestingar frá árinu 1973. Í marshefti Peningamála á síðasta ári spáði Seðlabankinn um 25% vexti yfir árið og byggðist spáin m.a. á mikilli hagnaðarvon í ljósi þess að húsnæðisverð hafði hækkað langt umfram byggingarkostnað. Að auki var litið til vísbendinga um innflutning byggingarefnis o.fl. Í júlíhefti Peningamála, eftir að Hagstofan birti bráðabirgðatölur um vöxt fyrsta fjórðungs ársins 2006, var spáin lækkuð í 15% og í tæplega 14% í nóvemberheftinu, eftir að tölur fyrir fyrri helming ársins lágu fyrir. Þegar fyrstu tölur fyrir árið allt liggja fyrir áætlar Hagstofan að íbúða- fjárfesting hafi aukist um 17%, eins og áður segir. Í grunnspánni dregst íbúðafjárfesting saman út spátímabilið. Spáð er um 4½% samdrætti í ár og um 9% samdrætti hvort árið 2008 og 2009. Reiknað er með að húsnæðisverð hækki lítillega að nafnvirði í ár, en lækki nokkuð árin 2008 og 2009. Húsnæðisverð 0 10 20 30 40 20082004200019961992198819841980 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-5 Fjármunamyndun sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1980-20091 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-6 Vöxtur fjármunamyndunar og helstu undirflokka hennar 1999-20091 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir Íbúðarhúsnæði Hið opinbera -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 2. Í grunnspánni er ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjufjárfestingu eftir að framkvæmdunum á Austurlandi lýkur. Í rammagrein IX-2 er greint frá fráviksspá þar sem áhrif frekari stór- iðjuframkvæmda í tengslum við nýtt álver í Helguvík og stækkun álversins í Straumsvík eru metin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.