Peningamál - 01.03.2007, Síða 47

Peningamál - 01.03.2007, Síða 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 47 VIII Verðlagsþróun Verðbólga undanfarna fimm mánuði var heldur minni en í verðbólgu- spá sem birt var í síðasta hefti Peningamála. Þar var gert ráð fyrir 7,6% verðbólgu á síðasta fjórðungi ársins 2006, eða 0,5 prósentum meiri verðbólgu en raunin varð. Vísitala neysluverðs stóð í stað á tímabilinu október til desember eftir mikla hækkun frá ársbyrjun. Verðbólga stefnir í 6,4% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Í mars dró úr mældri verðbólgu þegar fyrstu umferðar áhrifa lækkunar óbeinna skatta gætti í verðmælingum matvöru og annarra vörutegunda. Horfur eru á að mæld verðbólga minnki á næstu mán- uðum vegna meiri áhrifa lækkunar virðisaukaskatts og vörugjalda og grunnáhrifa verðhækkana fyrir ári. Ólík þróun mældrar og undirliggjandi verðbólgu Þrátt fyrir hjöðnun mældrar verðbólgu má enn greina verulegan verðbólguþrýsting í ýmsum liðum vísitölunnar. Þjónustuverðbólga hefur t.d. færst í aukana og kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkað sl. mánuði. Tólf mánaða verðbólga jókst á ný í febrúar og nam 7,4% eftir að hafa sveiflast í kringum 7% frá síðustu útgáfu Peningamála. Verðlækkun bensíns og annarra sveiflukenndra liða að undanförnu hefur leitt til þess að kjarnaverðbólga er töluvert meiri en heildar- verðbólga. Árshækkun kjarnavísitölu 2 nam 8,3% í febrúar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hafði í febrúar hækkað um rúmlega 6% á tólf mánuðum og 4% í mars, eftir lækkun neysluskatta. Vísitala neysluverðs lækkaði í mars um 0,3% frá fyrri mánuði vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvöru og öðrum vörutegundum. Tólf mánaða verðbólga lækkaði í 5,9% og er því 3½ prósentu yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Samhliða birtingu verðbólgumæl- ingar marsmánaðar birti Hagstofa Íslands vísitölu án beinna áhrifa breytingar óbeinna skatta, þ.e.a.s. virðisaukaskatti er haldið föstum eins og hann var í febrúar. Vísitalan gefur vísbendingu um hvernig áhrif breytinganna á óbeinum sköttum skila sér og er auk þess mikil- vægur mælikvarði á undirliggjandi verðbólgu. Vísitalan hækkaði um 1,4% í mars, eða rúmri prósentu meira en vísitala neysluverðs. Tólf mánaða verðbólga án beinna áhrifa lækkunar virðisaukaskatts nam 7,7%. Undirliggjandi verðbólga mæld á þann hátt var því meiri en í febrúar og hefur ekki mælst meiri síðan verðbólga náði hámarki sl. sumar. Kjarnavísitala 2 að skattaáhrifum frátöldum hefur hækkað um 8,4% á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt þeim mælikvarða var kjarnaverðbólga í marsmánuði því hin mesta frá árinu 2002. Bein áhrif lækkunar óbeinna skatta hverfa úr mældri verðbólgu að ári liðnu. Grunnáhrif vega þungt á næstu mánuðum þar sem áhrif verð- hækkana á tímabilinu mars til júní árið 2006 munu hverfa úr tólf mán- aða verðbólgumælingum (sjá rammagrein VIII-1). Áhrifa verðhækk- unar um rúmlega 1% í mars árið 2006 gætir ekki lengur í vísitölunni en þar sem vísitalan án áhrifa lækkunar virðisaukaskatts hækkaði enn meira ári síðar dugir það ekki til að tólf mánaða undirliggjandi verðbólga hjaðni. Mynd VIII-1 Verðbólga janúar 2001 - mars 20071 0 2 4 6 8 10 12 ‘07200620052004200320022001 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu. Kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarna- vísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Vísitala án beinna áhrifa lækkunar óbeinna skatta Verðbólgumarkmið Seðlabankans Mynd VIII-2 Húsnæðisliður og markaðsverð húsnæðis janúar 2002 - mars 2007 12 mánaða breyting (%) Húsnæði á landinu öllu Húsnæði á landsbyggðinni Einbýli á höfuðborgarsvæði Fjölbýli á höfuðborgarsvæði Húsnæðisliður -5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55 ‘0720062005200420032002 Heimild: Hagstofa Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.