Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 38 en skráðum starfsmönnum hjá Vinnumálastofnun eða um 4.650. Misræmið gæti m.a. stafað af því að nokkur óvissa er oft um skrán- ingu útlendinga í flutningum til og frá landinu þar sem það getur dreg- ist að útlendingar sem fá dvalarleyfi séu skráðir hjá Þjóðskrá. Íslenskum ríkisborgurum á vinnualdri fjölgaði mun minna (2.770) en erlendum ríkisborgurum. Pólskum ríkisborgurum (2.620) á vinnu- færum aldri fjölgaði nánast jafn mikið og íslenskum ríkisborgurum á árinu. Hlutfall erlendra ríkisborgara af starfandi fólki yfir 7% Vísbendingar eru um að hlutfall erlendra starfsmanna af vinnuaflinu hafi verið töluvert hærra á síðasta ári en árið 2005. Hlutfall erlendra ríkisborgara af starfandi fólki var um 4½% árið 2004 og um 5½% árið 2005 sem eru sömu hlutföll og milli erlendra ríkisborgara á vinnualdri af mannfjölda á þessum árum. Árið 2006 var hlutur erlendra ríkisborg- ara á vinnualdri um 7½% af mannfjöldanum og hafi sambandið milli þessara stærða haldist svipað og árin á undan, gæti hlutfall erlendra ríkisborgara af starfandi fólki hafa verið rúmlega 7%. Engar vísbendingar um að dragi úr innflutningi vinnuafls Það sem af er þessu ári hafa nýskráningar hjá Vinnumálastofnun verið aðeins undir meðaltali síðasta árs eða tæplega 400 á mánuði. Fyrstu tvo mánuði ársins fengu hins vegar um 2 þús. manns úthlutað kennitölu hjá Þjóðskrá. Tæplega 70% þeirra komu frá ESB-8-ríkjunum. Töluvert fleiri hafa því fengið úthlutað kennitölu en voru skráðir hjá Vinnumálastofnun. Ekki virðist því draga úr framboði vinnuafls frá þessum löndum. Batnandi efnahagsástand og aukin eftirspurn eftir vinnuafli í Evrópu gætu hins vegar leitt til þess að ríkisborgarar ESB-8- ríkj anna leituðu frekar atvinnu í löndum sem liggja nær heimalöndum þeirra. Fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsmönnum Könnun meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, sem gerð er reglulega fyrir Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins, gefur leiðandi vísbendingu um eftirspurn eftir starfsfólki. Áhrif á verðbólgu Líklegt er að fjölgun erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði á undanförnum árum hafi haft meiri áhrif á framboðshlið þjóðarbú- skaparins en eftirspurnarhlið og þar með dregið úr verðbólguþrýst- ingi. Í ljósi aldurssamsetningar erlendu starfsmannanna og hlutfalls karlmanna af hópnum má gera ráð fyrir að atvinnuþátttaka sé meiri og vinnutími lengri en að meðaltali hjá starfsmönnum með íslenskt ríkisfang. Þar sem stór hluti erlendra starfsmanna hefur komið hing- að til tímabundinnar dvalar er líklegt að þeir hafi sparað stærri hluta launa sinna en innlendir starfsmenn og áhrif þeirra á eftirspurn því verið minni en ella. Innfl utningur vinnuafl s hefur því gegnt lykilhlut- verki við að koma þjóðarbúskapnum í gegnum umbrotatíma und- anfarinna ára og hjálpað til við að koma í veg fyrir að verðbólga færi enn meira úr böndunum en hún hefur gert. Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-4 Erlendir starfsmenn skráðir hjá Vinnumálastofnun 3 mánaða hreyfanleg meðaltöl Fjöldi, viðbót í hverjum mánuði Ný tímabundin leyfi Skráðir nýir starfsmenn frá ESB-8 Nýir starfsmenn á vegum starfsmannaleigna Ný tímabundin leyfi á nýjum vinnustað og framlengd tímabundin leyfi 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 2007200620052004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.