Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 51
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
51
0,45 prósentum til lækkunar vísitölunnar í maí árið 2005. Áhrifi n
á mælda verðbólgu gengu til baka í maí árið 2006 með tilheyrandi
hækkun tólf mánaða húsnæðisverðbólgu.
Verðstríð á matvörumarkaði á vormánuðum ársins 2005 var
önnur uppspretta grunnáhrifa. Þá ríkti tímabundið mikil samkeppni
um markaðshlutdeild og lækkaði verð á mat- og drykkjarvöru um
10% á fjórum mánuðum. Áhrifi n námu 1½ prósentu til lækkunar
vísitölu neysluverðs. Tólf mánaða lækkun matvöruverðs nam 1% í
janúar árið 2006, áður en grunnáhrif verðlækkana árið áður komu
fram, en í maí nam tólf mánaða hækkun matvöruverðs rúmlega
10%. Mismuninn má að miklu leyti rekja til grunnáhrifa.
Grunnáhrif framundan á árinu 2007
Grunnáhrif munu hafa veruleg áhrif á þróun mældrar verðbólgu á
árinu 2007. Á tímabilinu mars til júní í fyrra hækkaði vísitala neyslu-
verðs mánaðarlega um 1-1,45%. Húsnæðisverðbólga og verð-
hækkun innfl uttrar vöru, einkum nýrra bifreiða og bensíns, höfðu
mestu áhrifi n til hækkunar vísitölunnar á þessum tíma, eða alls 2,6
prósentur. Á næstu mánuðum munu áhrif þessara verðhækkana
hverfa úr tólf mánaða verðbólgumælingum. Verðbólgan mun því
lækka að öðru óbreyttu.
Sveifl ur í bensínverði höfðu töluverð áhrif á verðlagsþróun árið
2006. Bensínverð hækkaði nánast samfellt fyrri hluta ársins en tók
síðan að lækka um haustið. Á heildina höfðu verðbreytingar bensíns
aðeins 0,25 prósentna áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs yfi r sl.
ár. Grunnáhrifi n vega því ekki þungt á heildina litið yfi r árið 2007
heldur frekar í þróun milli einstakra mánaða. Hins vegar, að gefnu
óbreyttu bensínverði út árið 2007, munu grunnáhrifi n sem eru fram-
undan draga töluvert úr tólf mánaða verðbólgu það sem af er ársins,
einkum fram á haust.
Lækkun óbeinna skatta í mars 2007
Aðgerðir stjórnvalda til lækkunar óbeinna skatta og vörugjalda á
matvæli og fl eiri vörutegundir komu til framkvæmda nú í mars. Áhrif
til lækkunar mældrar verðbólgu námu 1,4 prósentum. Líklegt er að
einhver áhrif komi einnig fram á næstu mánuðum. Mæld verðbólga
lækkar tímabundið, eða þar til að áhrif verðlagslækkunarinnar á
tólf mánaða verðbólgu hafa gengið yfi r að ári loknu. Grunnáhrif-
in munu leiða til þess að mæld verðbólga hækkar töluvert aftur á
vormánuðum ársins 2008. Seðlabankar horfa jafnan fram hjá fyrstu
umferðar áhrifum breytinga á neyslusköttum á verðbólgu, enda fela
þau ekki í sér að undirliggjandi verðbólguþrýstingur breytist. Þetta
er hægt að gera með því að reikna vísitölu án þessara áhrifa, eða
einfaldlega horfa til lengri tíma en eins árs, þegar grunnáhrifi n verða
komin fram.
Heimildir
ECB. (2005). Base effects and their impact on HICP infl ation in early 2005.
Monthly Bulletin January: 31-33.
ECB. (2007). The role of base effects in driving recent and prospective develop-
ments in HICP infl ation. Monthly Bulletin January: 33-35.
-2,0
-1,5
-1,0
-0,5
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
200720062005
Grunnáhrif1
Mánaðarleg prósentubreyting árstíðarleiðréttrar
verðbólgu
Mynd 1
Framlag grunnáhrifa til mældrar verðbólgu
janúar 2005 - desember 2007
%
1. Framlag grunnáhrifa er frávik mánaðarlegrar %-breytingar vísitölu
neysluverðs ári áður frá meðaltali síðustu fimm ára.
Heimild: Seðlabanki Íslands.