Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 92
ANNÁLL
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
92
Hinn 9. desember samþykkti Alþingi stjórnarfrumvarp um hækkun
lágmarksframlags í lífeyrissjóði úr 10% af launum í 12%, auk þess
sem sjóðum sem misst hafa bakábyrgð launagreiðenda var heimilað að
gera þar að lútandi breytingar á samþykktum sínum.
Hinn 9. desember breytti Alþingi lögum um tekjuskatt þannig að í stað
lækkunar skatthlutfalls um 2 prósentur í ársbyrjun 2007 var hlutfallið
lækkað um 1 prósentu en persónuafsláttur var hækkaður þannig að
skattleysismörk hækkuðu um 14%. Þá var lögfest að persónuafsláttur
fylgi neysluverðsvísitölu og að barnabætur verði greiddar til 18 ára
aldurs.
Hinn 9. desember samþykkti Alþingi að tímabundin lækkun á olíugjaldi
og kílómetragjaldi þungaskatts frá 2004 skyldi framlengd til ársloka
2007.
Hinn 9. desember samþykkti Alþingi að lækka virðisaukaskatt og vöru-
gjöld á matvælum, veitingaþjónustu, geisladiskum og fl eiru úr 14% og
24,5% í 7% og afnema vörugjöld af innlendum og erlendum matvæl-
um, að undanskildum sætindum.
Hinn 9. desember var samþykkt að lækka tryggingagjald um 0,45
prósentur og greiða 0,25% af gjaldstofni þess árlega til lífeyrissjóða
í hlutfalli við örorkubyrði. Örorkuframlagið verður þó 0,15 prósentur
2007 og 0,20 prósentur árið 2008.
Hinn 19. desember tilkynnti Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf.
að frá 1. janúar 2007 yrði bókhald fært og ársreikningur saminn í evr-
um. Á aðalfundi í mars 2007 var samþykkt breyting á reglum félags-
ins þar sem stjórn félagsins var heimilað að ákvarða útgáfu hlutafjár í
evrum í stað íslenskra króna.
Hinn 21. desember var tilkynnt að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði
ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur í 14,25%.
Aðrir vextir Seðlabankans voru einnig hækkaðir um 0,25 prósentur.
Vextir á innstæðubréfum til 7 daga og vextir í endurhverfum viðskipt-
um hækkuðu hinn 27. desember en aðrir vextir hinn 21. desember.
Hinn 22. desember lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Standard &
Poor’s lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbind-
ingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbind ingar í
erlendri mynt úr A-1+ í A-1. Um leið var lánshæfi seinkunn fyrir lang-
tímaskuldbindingar í íslenskum krónum lækkuð úr AA+ í AA en einkunn
fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum var staðfest A-1+.
Horfunum var breytt úr neikvæðum í stöðugar.
Febrúar 2007
Hinn 6. febrúar lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investor
Service mat sitt á fjárhagslegum styrkleika Glitnis banka hf. úr C+ í C.
Um leið staðfesti matsfyrirtækið lánshæfi seinkunnirnar A1 fyrir lang-
tímaskuldbindingar og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar.
Hinn 20. febrúar heimilaði Seðlabanki Íslands notkun skuldabréfa sem
gefi n eru út erlendis í íslenskum krónum sem tryggingu fyrir veðlánum
í bankanum. Meðal skilyrða er að lágmarksstærð hvers fl okks skuli vera
20 ma.kr.