Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 92

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 92
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 92 Hinn 9. desember samþykkti Alþingi stjórnarfrumvarp um hækkun lágmarksframlags í lífeyrissjóði úr 10% af launum í 12%, auk þess sem sjóðum sem misst hafa bakábyrgð launagreiðenda var heimilað að gera þar að lútandi breytingar á samþykktum sínum. Hinn 9. desember breytti Alþingi lögum um tekjuskatt þannig að í stað lækkunar skatthlutfalls um 2 prósentur í ársbyrjun 2007 var hlutfallið lækkað um 1 prósentu en persónuafsláttur var hækkaður þannig að skattleysismörk hækkuðu um 14%. Þá var lögfest að persónuafsláttur fylgi neysluverðsvísitölu og að barnabætur verði greiddar til 18 ára aldurs. Hinn 9. desember samþykkti Alþingi að tímabundin lækkun á olíugjaldi og kílómetragjaldi þungaskatts frá 2004 skyldi framlengd til ársloka 2007. Hinn 9. desember samþykkti Alþingi að lækka virðisaukaskatt og vöru- gjöld á matvælum, veitingaþjónustu, geisladiskum og fl eiru úr 14% og 24,5% í 7% og afnema vörugjöld af innlendum og erlendum matvæl- um, að undanskildum sætindum. Hinn 9. desember var samþykkt að lækka tryggingagjald um 0,45 prósentur og greiða 0,25% af gjaldstofni þess árlega til lífeyrissjóða í hlutfalli við örorkubyrði. Örorkuframlagið verður þó 0,15 prósentur 2007 og 0,20 prósentur árið 2008. Hinn 19. desember tilkynnti Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. að frá 1. janúar 2007 yrði bókhald fært og ársreikningur saminn í evr- um. Á aðalfundi í mars 2007 var samþykkt breyting á reglum félags- ins þar sem stjórn félagsins var heimilað að ákvarða útgáfu hlutafjár í evrum í stað íslenskra króna. Hinn 21. desember var tilkynnt að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur í 14,25%. Aðrir vextir Seðlabankans voru einnig hækkaðir um 0,25 prósentur. Vextir á innstæðubréfum til 7 daga og vextir í endurhverfum viðskipt- um hækkuðu hinn 27. desember en aðrir vextir hinn 21. desember. Hinn 22. desember lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbind- ingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbind ingar í erlendri mynt úr A-1+ í A-1. Um leið var lánshæfi seinkunn fyrir lang- tímaskuldbindingar í íslenskum krónum lækkuð úr AA+ í AA en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum var staðfest A-1+. Horfunum var breytt úr neikvæðum í stöðugar. Febrúar 2007 Hinn 6. febrúar lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investor Service mat sitt á fjárhagslegum styrkleika Glitnis banka hf. úr C+ í C. Um leið staðfesti matsfyrirtækið lánshæfi seinkunnirnar A1 fyrir lang- tímaskuldbindingar og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Hinn 20. febrúar heimilaði Seðlabanki Íslands notkun skuldabréfa sem gefi n eru út erlendis í íslenskum krónum sem tryggingu fyrir veðlánum í bankanum. Meðal skilyrða er að lágmarksstærð hvers fl okks skuli vera 20 ma.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.