Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 65

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 65
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 65 innlendrar eftirspurnar en raunin varð. Ein skýring hægari aðlögunar er að húsnæðisverðbólga, sem var í rénun á fyrri hluta síðasta árs, hefur hjaðnað hægar en bankinn spáði þar sem aukið líf hefur færst í fast- eignamarkaðinn á nýjan leik. Þá hefur dregið úr aðhaldi í opinberum fjármálum. Aðlögun innlendrar eftirspurnar í íslenskum þjóðarbúskap hefur einnig verið hægari en Seðlabankinn hefur spáð. Fjárfesting hefur ver- ið meiri en spár bankans gerðu ráð fyrir og hægari hjöðnun húsnæðis- verðbólgu og aðhaldsstig opinberra fjármála hafa einnig verið áhrifa- þættir hér eins og í Nýja-Sjálandi. Fylgni á milli gengis krónunnar og nýsjálenska dalsins Gengi nýsjálenska dalsins og íslensku krónunnar hefur verið afar við- kvæmt fyrir breytingum á erlendum fjármálalegum skilyrðum og tölu- verð fylgni verið á milli gengis gjaldmiðlanna tveggja á köfl um (sjá mynd 5). Fylgnin er vísbending um áhrif vaxtamunarviðskipta í fjár- eignum í gjaldmiðlum landanna tveggja. Stórar upphæðir skuldabréfa útgefi nna af erlendum aðilum á erlendum fjármálamörkuðum í gjald- miðlum landanna tveggja eru á gjalddaga í ár og gætu mögulega haft áhrif á gengi gjaldmiðlanna. Prófsteinn á getu peningayfirvalda til að stuðla að stöðugleika Sérfræðingar Seðlabanka Nýja-Sjálands hafa í samstarfi við sérfræð- inga utan bankans lagt mikla vinnu í að rannsaka hvort hægt sé að stuðla að auknu jafnvægi í utanríkisviðskiptum og meiri stöðugleika gengis án þess að það komi niður á meginhlutverki bankans að tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins. Niðurstöður rannsóknanna eru ekki einhlítar en fela ekki í sér hvatningu til grundvallarbreytinga á um- gjörð eða markmiðum peningastefnunnar.2 Aukin áhersla á að tryggja stöðug leika gengis gæti leitt til aukinna sveifl na í verðbólgu og hag- vexti. Hins vegar væri, eins og á Íslandi, hægt að styrkja miðlunarferli peningastefnunnar m.a. með því að efl a útgáfu ríkisskuldabréfa. Kallað eftir aukinni skuldabréfaútgáfu ríkisins Nýja-Sjáland og Ísland eru skuldugustu ríkin innan OECD. Aðeins lítill hluti erlendra skulda þeirra eru hins vegar skuldir ríkisins. Lánsfjárþörf ríkissjóða beggja landa hefur því dregist ört saman og skuldabréfaút- gáfa þeirra sömuleiðis. Seðlabankastjóri nýsjálenska bankans hefur lagt áherslu á að ríkissjóður haldi engu að síður áfram að gefa út skuldabréf í nýsjálenskum dal, en útgáfa slíkra bréfa er mjög mikilvæg fyrir verð- myndun á fjármálamarkaði og því mikilvæg fyrir miðlun peningastefn- unnar. Seðlabanki Íslands hefur einnig lagt áherslu á mikilvægi þess að ríkið sinni þessu hlutverki hér á landi. 2. Sjá New Zealand Treasury og Reserve Bank of New Zealand (2006). „Testing stabil- isation policy limits in a small open economy: proceedings from a macroeconomic policy forum“. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Nýja-Sjálands. % Mynd 4 Vöxtur þjóðarútgjalda 1998-2006 -10 -5 0 5 10 15 20 25 200620052004200320022001200019991998 Ísland Nýja-Sjáland Heimildir: Seðlabanki Nýja-Sjálands, Seðlabanki Íslands. Mynd 5 Gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal og gengisvísitala nýsjálenska dalsins Daglegar tölur 1. janúar 2003 - 19. mars 2007 Gengisvísitala nýsjálenska dalsins (h. ás) ISK/US$ (v. ás) Júní 1979=100KR/$ 50 55 60 65 70 75 80 85 90 95 58 60 62 64 66 68 70 72 74 76 ‘072006200520042003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.