Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 23 Áhrif nýlegra hræringa á fjármálaleg skilyrði fyrirtækja markast af því að tæplega 60% skulda þeirra við lánakerfið eru gengis bundin. Gengisbreytingar hafa minni langtímaáhrif á fyrirtæki en heimili hafi þau tekjur í erlendum gjaldmiðlum, auk þess eru gengisvarnir þeim ódýrari og aðgengilegri. Hins vegar getur gengishagnaður eða –tap þeirra orðið umtalsvert. Nokkur stór fyrirtæki sem hafa þorra tekna í innlendum gjaldmiðli en fjármagna starfsemi sína að miklu leyti með erlendum lánum urðu fyrir umtalsverðu bókhaldslegu geng- istapi á sl. ári. Fjármálaleg staða flestra fyrirtækja virðist þó enn vera nokkuð sterk. Aukin lántaka á undanförnum tveimur árum hefur enn sem komið er ekki leitt til aukinna vanskila. Vanskilahlutfall útlána innlánsstofnana hefur ekki verið lægra síðastliðin sex ár. Mikil útlánaaukning gæti eigi að síður átt eftir að koma fram í auknum vanskilum þegar innlend eftirspurn dregst saman og atvinnuleysi tekur að rísa á ný. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa versnað nokkuð en framboð lánsfjár aukist Á heildina litið er niðurstaðan sú að fjármálaleg skilyrði heimila og fyrir tækja hafa versnað lítillega frá útgáfu síðustu Peningamála. Útlánsvextir í krónum hafa almennt hækkað, bæði óverðtryggðra skammtímalána og verðtryggðra langtímalána. Vextir gengistryggðra lána hafa einnig hækkað lítillega. Þar við bætist að verðbólgan undan- farið ár hefur hækkað höfuðstól og þar með þyngt greiðslubyrði verðtryggðra útlána. Greiðslubyrði erlendra lána hefur einnig hækkað undanfarið ár vegna gengislækkunar krónunnar, en frá nóvember- mánuði hefur krónan lengst af verið heldur sterkari en hún var um miðbik ársins. Þótt hækkun útlánsvaxta feli í sér óhagstæðari skilyrði til nýrrar lántöku en áður, vega hækkuð lánshlutföll og hámarkslán á móti. Framvinda á erlendum mörkuðum gæti haft umtalsverð áhrif á þróun innlendra fjármálalegra skilyrða á næstunni Þótt stýrivextir Seðlabankans hafi mikilvæg áhrif á fjármálaleg skil- yrði heimila og fyrirtækja hefur framvinda á erlendum mörkuðum töluverð áhrif á að hve miklu leyti breytingar á stýrivöxtum miðlast um vaxta rófið og á gengi krónunnar, eins og fjallað var um hér á undan. Vegna aukins vægis gengistryggðra lána fara bein og óbein áhrif erlendra fjármálalegra skilyrða vaxandi. Framvinda innlendra efnahagsmála getur einnig haft umtalsverð áhrif á þau kjör sem inn- lendum fjármálastofnunum bjóðast á erlendum fjármálamörkuðum, eins og greinilega kom í ljós á síðasta ári. Þá versnuðu kjör íslensku bankanna umtalsvert umfram erlenda keppinauta. Í kjölfarið fylgdu erfiðleikar við fjármögnun þeirra á Evrópumarkaði. Vaxtakjör íslensku bankanna virðast hafa batnað frá seinni hluta síðasta árs, a.m.k. ef lækkun skuldatrygginga þeirra undanfarna mánuði telst marktæk vísbending um það. Í kjölfar þess að Moody’s hækkaði lánshæfismat íslensku bankanna í febrúar, og margra annarra evrópskra banka, í hæsta flokk lækkuðu skuldatryggingar bankanna enn frekar. Sú lækk- un hefur þó að hluta gengið til baka þar sem tilkynnt hefur verið að 1. Hlutfall gengisbundinna lána heimila af útlánum innlánsstofnana, Íbúða- lánasjóðs og lífeyrissjóða í lok hvers mánaðar. Gengisbundin lán hafa verið leiðrétt fyrir áætluðum gengisbreytingum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Mynd III-11 Gengisbundin lán heimila og hlutfall þeirra af heildarútlánum janúar 2000 - janúar 20071 Gengisbundin lán til heimila, samtals (v. ás) Hlutfall gengisbundinna lána heimila (h. ás) % 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55 60 65 70 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 ‘072006200520042003200220012000 Kaupþing banki Landsbanki Glitnir Vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Mynd III-12 Skuldatryggingar íslenskra banka og vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Daglegar tölur 7. mars 2006 - 27. mars 2007 Punktar Heimild: Reuters. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 mfjdnosájjmam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.