Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 37

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 37 Erlendum starfsmönnum á íslenskum vinnumarkaði hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Fjölgunin eykur framleiðslugetu þjóð arbúskaparins og getur haft áhrif á launa- og framleiðniþróun og hversu lítið atvinnuleysi samræmist lágri verðbólgu. Innfl utningur vinnuafl s hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á framboðshlið þjóð- arbúskaparins heldur einnig á eftirspurnarhliðina, því að erlendir starfsmenn eru einnig neytendur vöru og þjónustu. Áhrif innfl utts vinnuafl s á jafnvægi framboðs og eftirspurnar eru margþætt og áhrif á verðbólguþróun ekki augljós. Áhrif á eftirspurnarhlið þjóðarbúskaparins Innfl utningur vinnuafl s hefur áhrif á eftirspurn í þjóðarbúskapnum í gegnum kaup á vöru og þjónustu. Erlendir starfsmenn kaupa mat, varanlega neysluvöru og þurfa húsnæði. Líklegt er að það hafi áhrif á neysluhegðun þeirra hversu lengi þeir hyggjast dvelja í landinu. Stór hluti erlendra starfsmanna undanfarin ár kom hingað til lands aðeins til tímabundinna verkefna, einkum við stóriðjuframkvæmdir. Líklegt er að eyðsla þeirra hér á landi umfram brýnar nauðsynjar sé því minni en ella og þeir hafi sparað og sent hluta tekna sinna til heimalandsins. Hafi þetta verið raunin hafa áhrif erlends vinnuafl s á eftirspurn verið mun minni en ef starfsfólkið hygði á varanlega búsetu. Fjölgun erlendra starfsmanna til varanlegrar búsetu eykur eftir- spurn eftir húsnæði. Vegna þess að það tekur framboð húsnæðis nokkurn tíma að aðlagast aukinni eftirspurn, þrýstir óvænt eftir- spurnaraukning upp húsnæðisverði. Hækkun húsnæðisverðs eykur getu eigenda húsnæðis til lántöku með veði í því og eykur þannig almenna eftirspurn. Hækkun húsnæðisverðs hér á landi á undan- förnum árum á sér þó líklega að mestu aðrar skýringar en aukna eftirs purn erlendra starfsmanna, þar sem stór hluti þeirra hefur komið hingað til tímabundinna starfa og búið í húsnæði á vegum atvinnurekenda. Áhrif á framboðshlið þjóðarbúskaparins Aukið framboð erlends vinnuafl s kann að hafa veruleg áhrif á laun og framleiðni og þar með á verðbólgu og stjórn peningamála. Hversu mikil áhrifi n verða er nátengt eiginleikum, bæði innlendra og erlendra starfsmanna, og samspili þar á milli. Áhrif á launaþróun geta komið fram með þrennum hætti sem leiðir til mismunandi áhrifa á verðbólgu. Ef framleiðni innfl utta vinnuafl sins er minni en þess sem fyrir er, getur tímabundið hægt á heildarlaunabólgu vegna minni heildarframleiðni, en það hefði ekki áhrif á launakostnað á framleidda einingu og verðbólguþrýsting. Áhrif á peningastefnuna verða því engin. Ef innfl utt vinnuafl kemur í stað innlends vinnuafl s með svip- aða framleiðni yrðu áhrifi n á heildarframleiðni engin, en jákvæð ef nýliðarnir koma í stað vinnuafl s sem er minna framleiðið en þeir. Þá kæmi aukin framleiðni fram í minni launakostnaði á framleidda ein- ingu og þar með yrði verðbólguþrýstingur minni. Ef innfl utt vinnuafl býr yfi r hæfni sem skortur er á eykur það skilvirkni á framboðshlið þjóðarbúskaparins um leið og það dregur úr launabólgu. Aukið framboð erlends vinnuafl s leiðir því til þess að launakostnaður á framleidda einingu eykst hægar en ella. Minna misgengi framboðs og eftirspurnar getur einnig haft í för með sér lækkun náttúrulegs atvinnuleysis þannig að atvinnuleysi gæti minnk- að meira án þess að verðbólguþrýstingur myndist. Rammagrein VI-1 Áhrif erlends vinnuafls á verðbólgu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.