Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 34

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 34
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 34 ... sem eykst verulega árið 2009 Á árinu 2009 er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs lækki um 9% að raungildi, eða tæpa 30 ma.kr., mest af sömu ástæðum og árið áður auk þess sem vaxtatekjur lækka í takt við lækkandi innlenda vexti. Útgjöld ríkissjóðs aukast um 2½% vegna aukinna samneyslu- og til- færsluútgjalda, m.a. vegna meira atvinnuleysis. Halli á rekstri ríkissjóðs eykst því í sem nemur 4,6% af landsframleiðslu eða 60 ma.kr. Verri afkoma ríkissjóðs á árunum 2008 og 2009 stafar að hluta af for- sendum um minni tekjur af skattgreiðslum fyrirtækja. Ef hins vegar skattgreiðslur yrðu svipaðar á þessum árum og spáð er í ár yrði, að öðru óbreyttu, jöfnuður á ríkissjóði árið 2008 og halli 3% af lands- framleiðslu í stað 4,6% 2009. Svipuð þróun hjá sveitarfélögum og ríki á næstu árum Eins og getið var hér að framan er áætlað að afkoma sveitarfélaga hafi verið töluvert betri en áður var talið eftir endurskoðun þjóðhagsreikn- inga í mars, og að afgangur á rekstri þeirra hafi numið ½ prósentu af landsframleiðslu hvort árið, 2005 og 2006. Samneysluútgjöld sveitarfélaga hafa vaxið jafnt og þétt undan- farin ár og útsvarsheimildir þeirra nánast verið fullnýttar. Mörg sveit- arfélög hafa gefið eftir, að hluta eða fullu, þann tekjuauka sem þau áttu kost á í kjölfar hærra fasteignaverðs. Fjárfesting sveitarfélaga hefur einnig verið mikil og fylgt uppbyggingu. Í grunnspá er gert ráð fyrir svipaðri þróun á yfirstandandi ári og undangengin ár. Spáð er heldur betri afkomu sveitarfélaga í ár en í fyrra þar sem umsvif og launatekjur aukast enn. Árin 2008 og 2009 er því hins vegar spáð að húsnæðisverð lækki og hægi á launaþróun og að halli á rekstri sveitarfélaga verði 10-15 ma.kr. eða um 1% af landsframleiðslu árið 2009. Hagsveiflan í opinberum búskap Hagur ríkissjóðs batnar yfirleitt í uppsveiflu. Þá dragast skattleysis- mörk gjarnan aftur úr tekjum, einkaneysla vex meira en samneysla og tekjutilfærslur vaxa hægt. Aukin einkaneysla fer yfirleitt saman við raungengishækkun hér á landi, innflutningur eykst, samsetning neysl- unnar breytist og meira er keypt af háskattaðri vöru. Þegar dregur saman í hagkerfinu snýst þetta jafnan við og afkoman versnar. Á mynd V-4 er sýndur metinn hagsveifluþáttur í opinberum búskap samkvæmt grunnspá nú og spánni sem birt var í nóvember Tafl a V-3 Fjármál sveitarfélaga 2005-20091 % af landsframleiðslu 2005 2006 2007 2008 2009 Tekjur 13,0 13,0 13,1 13,3 13,4 Gjöld 12,5 12,5 12,6 13,4 14,5 Afkoma 0,5 0,5 0,6 -0,2 -1,1 Hreinar skuldir 3,6 3,2 2,5 2,8 3,8 Heildarskuldir 6,7 6,3 5,7 6,1 7,2 1. Uppsetning þjóðhagsreikninga. Heimildir: Hagstofa Íslands, spá Seðlabankans fyrir árin 2007-2009. Mynd V-4 Sveifluleiðrétt afkoma hins opinbera 2000-2009 % af VLF Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Sveifluleiðrétt afkoma PM 2007/1 Sveifluleiðrétt afkoma PM 2006/3 Afkoma PM 2007/1 Afkoma PM 2006/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.