Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 81

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 81
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 81 um greiningaraðila um þróun stýrivaxta. Þetta var gert í ljósi þess að útgáfa krónubréfa hafði töluverð áhrif á vaxtamyndun á ríkisskulda- bréfamarkaði sem gegnir lykilhlutverki við útreikning fólginna fram- virkra vaxta (sjá Þorvarður Tjörvi Ólafsson, 2005). Í Peningamálum 2006/2 var grunnspá bankans gerð með sama hætti og fráviksspáin áður, þ.e.a.s. byggðist á markaðsvæntingum og gengisferill hennar var reiknaður af þjóðhagslíkaninu. Til samanburðar voru birtar tvær fráviksspár, önnur með óbreyttum stýrivöxtum en hin með stýrivaxtaferli sem fól í sér að verðbólguspáin yrði sem næst verð- bólgumarkmiði við lok spátímabils. Í báðum fráviksspám er gengi spáð með þjóðhagslíkani bankans að gefi nni vaxtaforsendu. Annmarkar þess að birta spár sem byggjast á óbreyttum stýri- vöxtum og gengi hafa komið skýrt fram á undanförnum árum. Þessar forsendur hafa reynst því óraunsærri sem ójafnvægi í þjóðarbúskapn- um og verðbólga hafa aukist meir. Ætla má að birting þeirra hafi jafn- vel haft skaðleg áhrif á verðbólguvæntingar því að þær sýndu ekki aðeins verðbólgu yfi r verðbólgumarkmiði allt spátímabilið, heldur leit- aði verðbólga lengra frá markmiði eftir því sem leið á spátímann. Gildi slíkrar spár er afar takmarkað. Því hóf Seðlabankinn að birta spár sem byggjast á markaðsvæntingum í lok árs 2004. Það gaf bankanum færi á að tjá sig nánar um raunsæi væntinga markaðsaðila og reyna þannig að hafa áhrif á þær (sjá töfl u 4). Í septemberhefti Peningamála árið 2005 gaf Seðlabankinn skoð- un sinni á væntingum markaðsaðila um framvindu stýrivaxta aukið vægi með því að fjalla um þær í inngangskafl a Peningamála. Þetta virtist afar áhrifaríkt. Hækkun stýrivaxta skilaði sér í hækkun raunstýri- Tafl a 3. Forsendur um undirliggjandi stýrivaxtaferil og gengi í spám Seðlabankans frá upptöku verðbólgumarkmiðs PM2001/1- PM2004/3 Óbreyttir stýrivextir og óbreytt gengi frá spádegi og út spátímabilið (eigin þjóðhagsspá í fyrsta skipti í PM2002/4) PM2004/4-PM2005/2 Grunnspá: Óbreyttir vextir og gengi Fráviksspár: Fólgnir framvirkir vextir og ýmist óbreytt eða breytilegt gengi út frá óvörðu vaxtajafnvægi PM2005/3-PM2005/4 Grunnspá: Óbreyttir vextir og gengi Fráviksspár: Fólgnir framvirkir vextir og svör greiningaraðila um þróun stýrivaxta og ýmist óbreytt eða breytilegt gengi út frá óvörðu vaxtajafnvægi PM2006/1 Grunnspá: Óbreyttir vextir og gengi Fráviksspár: Fólgnir framvirkir vextir og svör greiningaraðila um þróun stýrivaxta og breytilegt gengi út frá óvörðu vaxta- jafnvægi. Einnig sýndur stýrivaxtaferill samkvæmt einfaldri peningastefnureglu sem tryggir að verðbólgumarkmiði sé náð við lok spátímabilsins PM2006/2-PM2006/3 Grunnspá: Fólgnir framvirkir vextir og svör greiningaraðila um þróun stýrivaxta og gengi spáð með nýju þjóðhagslíkani bankans (QMM). Fráviksspár: 1) Óbreyttir stýrivextir og gengi spáð með QMM, 2) Stýrivaxtaferill sem tryggir að verðbólgumarkmiðinu verði náð á spátímabilinu (í PM2006/3 er hugað sérstaklega að því að hann líti vel út) Heimildir: Qvigstad (2006).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.