Peningamál - 01.03.2007, Page 81
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR
ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
81
um greiningaraðila um þróun stýrivaxta. Þetta var gert í ljósi þess að
útgáfa krónubréfa hafði töluverð áhrif á vaxtamyndun á ríkisskulda-
bréfamarkaði sem gegnir lykilhlutverki við útreikning fólginna fram-
virkra vaxta (sjá Þorvarður Tjörvi Ólafsson, 2005).
Í Peningamálum 2006/2 var grunnspá bankans gerð með sama
hætti og fráviksspáin áður, þ.e.a.s. byggðist á markaðsvæntingum og
gengisferill hennar var reiknaður af þjóðhagslíkaninu. Til samanburðar
voru birtar tvær fráviksspár, önnur með óbreyttum stýrivöxtum en hin
með stýrivaxtaferli sem fól í sér að verðbólguspáin yrði sem næst verð-
bólgumarkmiði við lok spátímabils. Í báðum fráviksspám er gengi spáð
með þjóðhagslíkani bankans að gefi nni vaxtaforsendu.
Annmarkar þess að birta spár sem byggjast á óbreyttum stýri-
vöxtum og gengi hafa komið skýrt fram á undanförnum árum. Þessar
forsendur hafa reynst því óraunsærri sem ójafnvægi í þjóðarbúskapn-
um og verðbólga hafa aukist meir. Ætla má að birting þeirra hafi jafn-
vel haft skaðleg áhrif á verðbólguvæntingar því að þær sýndu ekki
aðeins verðbólgu yfi r verðbólgumarkmiði allt spátímabilið, heldur leit-
aði verðbólga lengra frá markmiði eftir því sem leið á spátímann. Gildi
slíkrar spár er afar takmarkað. Því hóf Seðlabankinn að birta spár sem
byggjast á markaðsvæntingum í lok árs 2004. Það gaf bankanum færi
á að tjá sig nánar um raunsæi væntinga markaðsaðila og reyna þannig
að hafa áhrif á þær (sjá töfl u 4).
Í septemberhefti Peningamála árið 2005 gaf Seðlabankinn skoð-
un sinni á væntingum markaðsaðila um framvindu stýrivaxta aukið
vægi með því að fjalla um þær í inngangskafl a Peningamála. Þetta
virtist afar áhrifaríkt. Hækkun stýrivaxta skilaði sér í hækkun raunstýri-
Tafl a 3. Forsendur um undirliggjandi stýrivaxtaferil og
gengi í spám Seðlabankans frá upptöku verðbólgumarkmiðs
PM2001/1- PM2004/3 Óbreyttir stýrivextir og óbreytt gengi frá spádegi og út
spátímabilið (eigin þjóðhagsspá í fyrsta skipti í PM2002/4)
PM2004/4-PM2005/2 Grunnspá: Óbreyttir vextir og gengi
Fráviksspár: Fólgnir framvirkir vextir og ýmist óbreytt eða
breytilegt gengi út frá óvörðu vaxtajafnvægi
PM2005/3-PM2005/4 Grunnspá: Óbreyttir vextir og gengi
Fráviksspár: Fólgnir framvirkir vextir og svör greiningaraðila
um þróun stýrivaxta og ýmist óbreytt eða breytilegt gengi út
frá óvörðu vaxtajafnvægi
PM2006/1 Grunnspá: Óbreyttir vextir og gengi
Fráviksspár: Fólgnir framvirkir vextir og svör greiningaraðila
um þróun stýrivaxta og breytilegt gengi út frá óvörðu vaxta-
jafnvægi. Einnig sýndur stýrivaxtaferill samkvæmt einfaldri
peningastefnureglu sem tryggir að verðbólgumarkmiði sé
náð við lok spátímabilsins
PM2006/2-PM2006/3 Grunnspá: Fólgnir framvirkir vextir og svör greiningaraðila
um þróun stýrivaxta og gengi spáð með nýju þjóðhagslíkani
bankans (QMM).
Fráviksspár: 1) Óbreyttir stýrivextir og gengi spáð með QMM,
2) Stýrivaxtaferill sem tryggir að verðbólgumarkmiðinu verði
náð á spátímabilinu (í PM2006/3 er hugað sérstaklega að
því að hann líti vel út)
Heimildir: Qvigstad (2006).