Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 30

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 30 Framleiðsluspennan heldur áfram að hjaðna og slaki myndast í ársbyrjun 2009 Mat á framleiðsluspennu er mikilli óvissu háð, en er um leið afar mikil vægt fyrir stefnumörkun seðlabanka í peningamálum. Áætlað er að framleiðsluspenna hafi verið um 3,2% á síðasta ári. Minni áætluð framleiðslugeta og minni hagvöxtur vega álíka þungt í matinu og því er áætluð framleiðsluspenna nær óbreytt frá síðustu spá. Ástæða þess að framleiðslugeta er nú áætluð minni en í nóvemberhefti Peningamála er að fjármagnsstofninn er nú metinn minni. Framleiðsluspennan heldur áfram að hjaðna á næstu misserum. Hún verður 1% í ár, u.þ.b. jafnvægi ríkir á næsta ári. Í ársbyrjun 2009 myndast slaki og verður hann 2% á árinu öllu. Slakinn nær síðan hámarki um mitt ár 2010.1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-10 Framleiðsluspenna 1999-20091 -4 -2 0 2 4 6 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 Fyrir hvert hefti Peningamála gerir Seðlabankinn könnun á mati sér- fræðinga á horfum í efnahagsmálum. Könnunin var gerð um miðjan mars og voru þátttakendur greiningardeildir Glitnis hf., Kaupþings hf., Landsbanka Íslands hf. og Askar Capital hf. Helstu breytingar frá spá sömu aðila í október sl. eru að þeir gera nú ráð fyrir eilitlu meiri verðbólgu, auknum hagvexti og hækkun fasteignaverðs á þessu ári. Hins vegar spá þeir minni hagvexti en áframhaldandi hækkun fast- eignaverðs á næsta ári. Horfur á að mæld verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Sérfræðingarnir spá því að verðbólga milli ársmeðaltala 2006 og 2007 verði 3½%, örlitlu meira en þeir spáðu í október sl. Spá þeirra miðast við mælda verðbólgu og gætir áhrifa lækkunar óbeinna skatta og vörugjalda á verðbólgu. Lítill munur er á meðalspá sérfræðing- anna og grunnspá Seðlabankans. Þess ber hins vegar að gæta að grunnspá Seðlabankans byggist á stýrivaxtaferli sem sérfræðingar bankans telja að stuðli best að framgangi verðbólgumarkmiðsins. Í spám sérfræðinga greiningardeilda næst verðbólgumarkmiðið nokkru seinna en í grunnspá Seðlabankans. Þeir spá áfram 3½% verðbólgu milli ársmeðaltala 2007 og 2008, en í grunnspá Seðla- bankans verður verðbólga undir verðbólgumarkmiði, eða 2,3%, enda reiknað með nokkru hærri stýrivöxtum. Meðalspá sérfræðinga greiningardeilda um verðbólgu milli ársmeðaltala 2008 og 2009 er mjög svipuð spá Seðlabankans. Í báðum tilvikum verður verðbólga nálægt verðbólgumarkmiðinu. Hagvaxtarhorfur ágætar á spátímabilinu Sérfræðingarnir telja að aðlögun efnahagslífsins að jafnvægi feli í sér svipaðan hagvöxt og var á síðasta ári. Þeir reikna að meðaltali með 2½% hagvexti í ár og rúmlega 3% á næsta ári. Sérfræðingarnir eru nokkuð sammála um hagvaxtarhorfur, en einn svarenda býst þó við rúmlega 4% hagvexti á næsta ári enda telur sá miklar líkur vera á áframhaldandi stóriðjuframkvæmdum. Hagvöxtur í grunnspá Seðlabankans er töluvert minni, eða tæplega 1% í ár og á næsta ári. Ef horft er lengra fram í tímann búast svarendur að meðaltali við rúmlega 3% hagvexti á árinu 2009. Spá um gengisþróun nánast óbreytt frá síðustu könnun Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt undanfarna mánuði. Sérfræðingarnir spá 126 stiga gengisvísitölu eftir tólf mánuði en eilitlu sterkara gengi ári síðar. Spáin er nánast óbreytt frá síðustu könnun í október sl. Sérfræðingarnir eru reyndar mjög ósammála Rammagrein IV-1 Könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.