Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 69

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 69
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 69 krónunnar í reikningshaldi innlendra fyrirtækja. Undir lok febrúar var krónan orðin sterkari en hún hafði verið í lok október. Lækkun á hluta- bréfum í Kína í lok febrúar, sem smitaðist yfi r á aðra markaði, virðist hafa verið kveikjan að skammvinnri veikingu krónunnar í lok febrúar og byrjun mars. Virðist sem um tímabundna leiðréttingu hafi verið að ræða frekar en varanlegri viðsnúning til aukinnar svartsýni. Gjaldeyrisforði efldur Í nóvember 2006 fór ríkissjóður í sérstaka aðgerð til efl ingar á gjald- eyrisforða Seðlabankans. Hún var fjármögnuð með skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs á Evrópumarkaði að fjárhæð 1 ma. evra til 5 ára. Allt andvirði lántökunnar var lagt inn í Seðlabankann sem fjárfesti í eignasafni í evrum með svipaðan líftíma í samræmi við reglur um stýringu gjald- eyrisforðans. Innlendur fjármálamarkaður hefur sem kunnugt er tekið stakka- skiptum á undanförnum árum. Innlendar fjármálastofnanir hafa vaxið hratt og erlendir fjárfestar eru mun virkari þátttakendur í krónuvið- skiptum en áður. Í ljósi þessa, og athugasemda frá matsfyrirtækjum um lága erlenda lausafjárstöðu, var ákveðið að bregðast við með efl ingu gjaldeyrisforðans. Hann óx um 90 ma.kr við þessa aðgerð, úr um 70 ma.kr. í 160 ma.kr. Andvirði reglulegra gjaldeyriskaupa Seðlabankans á markaði hefur undanfarin ár að mestu verið varið til greiðslu vaxta og afborg- ana af erlendum lánum ríkissjóðs. Bankinn hyggst halda áfram að kaupa gjaldeyri á markaði í sama mæli eða 6 m. Bandaríkjadala á viku. Horfur eru á að gjaldeyrisforði Seðlabankans samsvari öllum erlendum skuldum ríkissjóðs upp úr miðju ári 2007. Skuldabréfamarkaður Innlendur skuldabréfamarkaður glímir við vandamál sem skýrist af smæð hans. Útgáfa ríkisskuldabréfa er af skornum skammti enda fjárhagur ríkissjóðs sterkur og engin þörf fyrir útgáfu skuldabréfa frá sjónarhóli fjármögnunar. Útistandandi fl okkar ríkisbréfa eru smáir og verðmyndun óskilvirk. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra bréfa sveifl ast því mikið frá degi til dags samanborið við hliðstæðar útgáfur annarra ríkja. Líftími lengsta bréfsins sem nú er útistandandi er aðeins sex ár. Ríkisbréf gegna veigamiklu hlutverki í hverju landi. Þau end- urspegla ávöxtunarkröfu áhættulausrar fjárfestingar og er ávöxtunar- krafa annarrar fjárfestingar iðulega metin sem álag á áhættulausa vexti. Í ljósi tryggrar stöðu íslenska ríkisins er ólíklegt að farið verði út í aukna útgáfu á næstu misserum. Það er miður, því að nægjanlegt framboð ríkisbréfa stuðlar að aukinni dýpt óverðtryggða skuldabréfamarkaðar- ins og er mikilvæg forsenda greiðrar miðlunar peningastefnunnar um vaxtarófi ð. Noregur og Ástralía eru tvö dæmi um lönd þar sem skulda- staða ríkissjóðs er afar góð en myndarlegri útgáfu ríkisskuldabréfa hef- ur engu að síður verið haldið áfram í þeim tilgangi að stuðla að tilvist áreiðanlegs vaxtarófs og eðlilegri vaxtamyndun á markaði. Viðvera á markaði auðveldar líka að öðru jöfnu aðgang að lánsfé þegar þess gerist þörf. Lítil eftirspurn reyndist eftir 2 ára ríkisbréfum í útboði Lánasýsl- unnar í febrúar en væntanlega má rekja það til skattabreytinganna. 100 107 114 121 128 135 nosjjmamfj Mynd 6 Vísitala gengisskráningar Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 23. mars 2007 31. des. 1991=100 Heimild: Seðlabanki Íslands. mfjdá 2006 2007 Erlendar skuldir Gjaldeyrisforði Mynd 7 Gjaldeyrisforði og vergar erlendar skuldir ríkissjóðs 2. ársfj. 2000 - 4. ársfj. 2006 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 22 44 66 88 110 132 154 176 198 220 2006200520042003200220012000 Mynd 8 Ávöxtun ríkisbréfa Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 23. mars 2007 % Heimild: Seðlabanki Íslands. 7 8 9 10 11 12 13 RIKB 13 0517 RIKB 10 0317 RIKB 08 1212 RIKB 08 0613 djmm mfjnosájafj 2006 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.