Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 25 Mynd IV-1 Vöxtur þjóðarútgjalda og framleiðsluspenna 1999-20091 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Framleiðsluspenna (h. ás) Vöxtur þjóðarútgjalda (v. ás) -10 -5 0 5 10 15 20 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 % af framleiðslugetu IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Undanfarin ár hefur þjóðarbúskapurinn einkennst af miklu ójafnvægi. Ör vöxtur innlendrar eftirspurnar hefur leitt til þess að framleiðsla hefur aukist hraðar en framleiðslugeta. Framleiðsluspenna hefur því myndast sem birtist í verðbólguþrýstingi á vörumarkaði og launaþrýst- ingi á vinnumarkaði. Vöxtur innlendrar eftirspurnar hefur ítrekað reynst meiri en spáð var og aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi hefur látið bíða eftir sér. Við slíkar aðstæður er ólíklegt að verðlag og laun breytist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Spáin sem kynnt er hér á eftir leiðir í ljós að forsenda þess að takist að vinda ofan af ójafnvæginu er að þjóðarútgjöld dragist verulega saman. Til þess að kalla fram þann samdrátt sem þarf til þess að framleiðslu- spenna minnki og verðbólga hjaðni að markmiði Seðlabankans þurfa stýrivextir að haldast óbreyttir fram á síðasta fjórðung þessa árs. Breytt framsetning grunnspár Grunnspár Seðlabankans hafa oft dregið upp mynd af framvindu efnahagsmála sem er í ósamræmi við verðbólgumarkmið bankans. Eins og rakið er í fyrsta kafla felur slík tilhögun í sér verulegan vanda. Grunnspáin sem hér er kynnt bregður upp mynd af því hvernig sér- fræðingar Seðlabankans telja að peningastefnan geti stuðlað að þeirri aðlögun efnahagslífsins sem nauðsynleg er til þess að verðbólgumark- mið bankans náist innan ásættanlegs tíma. Stýrivaxtaferillinn sem liggur til grundvallar spánni er valinn af sérfræðingunum með mark- mið Seðlabankans að leiðarljósi, í stað þess að byggjast á væntingum markaðsaðila um framvindu stýrivaxta eða á óbreyttum vaxtaferli út spátímann (sjá umfjöllun um könnun á mati sérfræðinga í rammagrein IV-1). Með þessari tilhögun má segja að Seðlabankinn endurheimti yfirráð yfir eigin grunnspá. Spár sem fela í sér framvindu efnahagsmála sem ekki samrýmist verðbólgumarkmiðinu eru því úr sögunni.1 Framleiðsluspennan horfin og undirliggjandi verðbólga á markmið við árslok 2008 eftir öran samdrátt þjóðarútgjalda Samkvæmt grunnspánni mun aðlögun framleiðslu að framleiðslu- getu eiga sér stað á þessu og næsta ári (nánari sundurgreiningu á grunnspánni er að finna í töflu 1 í viðauka 3). Við árslok 2008 er fram leiðslu spennan horfin og undirliggjandi verðbólga (án skatta- breytinga) jöfn verðbólgumarkmiði Seðlabankans (sjá nánar í kafla IX). Megindrifkraftur aðlögunarinnar er snarpur samdráttur fjárfestingar, en einkaneysla stendur nánast í stað í ár og dregst þó nokkuð saman á næsta ári. Forsenda þess að aðlögunin verði nægilega mikil til þess að verðbólgumarkmiðið náist er að stýrivextir haldist háir alllengi eftir að verðbólga tekur að hjaðna. Gert er ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum fram á síðasta fjórðung þessa árs, en að þá taki þeir að lækka og verði liðlega 10% að meðaltali á síðasta fjórðungi næsta árs. Leggja ber ríka 1. Breytt framsetning grunnspár gerir samanburð við eldri grunnspár erfi ðari viðfangs þar sem þær byggðust á öðrum stýrivaxtaferli sem samrýmdist ekki alltaf mati bankans. Nánari umfjöllun um mikilvægi undirliggjandi stýrivaxtaferils í spám seðlabanka er í grein Þorvarðar Tjörva Ólafssonar í þessu hefti Peningamála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.