Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 76
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR
ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
76
Í öðru lagi bendir Mishkin (2004) á að opinber birting stýrivaxta -
spár seðlabanka geti torveldað samskipti bankans við almenning því að
hann sé líklegur til að líta á stýrivaxtaspána sem skuldbindingu af hálfu
bankans um að fylgja henni eftir. Þótt hagfræðingar átti sig á að stýri-
vaxtaferillinn sé skilyrtur, þ.e. háður ákveðinni framvindu efnahags-
mála sem birtist í spánni, þá eigi almenningur og jafnvel markaðsaðilar
erfi ðara með að átta sig á því. Frávik frá áður kynntum stýrivaxtaferli
yrði því hugsanlega túlkað sem staðfestuleysi (e. fl ip-fl opping) af hálfu
seðlabankans og gæti skaðað trúverðugleika hans.
Í þriðja lagi hefur verið bent á að birting stýrivaxtaspár gefi til
kynna meiri nákvæmni en tilefni er til og að óráðlegt sé að leggja svo
mikið traust á niðurstöður tiltekinnar spár (sjá Edey og Stone, 2004).
Mikil óvissa umlykur niðurstöður þeirra, bæði vegna gagnaóvissu og
óvissu um gerð hagkerfi sins. Birting stýrivaxtaspár gefi því í skyn að
seðlabankar búi yfi r meiri þekkingu en þeir gera í raun. Kahn (2007)
bendir á að stundum séu horfur í efnahagsmálum einfaldlega svo
fl óknar, óvissar og snöggbreytanlegar að draga megi í efa að hægt sé
að komast að niðurstöðu um stýrivaxtaferil til nokkurra ára. Reynslan
sýnir að sérstaklega erfi tt sé að spá fyrir um framleiðni og framleiðslu-
spennu. Verðbólguspár seðlabanka hafi því oft verið fjarri lagi og að-
hald peningastefnunnar ekki rétt (sjá t.d. Orphanides, 2003).
Loks hefur Kahn (2007) dregið nokkuð í efa að seðlabankar sem
þegar hafa gengið langt í gagnsæi hafi verulegan ábata af því að birta
stýrivaxtaspá. Nýsjálenski og sænski seðlabankinn virðast þó meta það
svo að eftir einhverju sé að slægjast, en þeir eru iðulega taldir fremstir
í fl okki varðandi gagnsæi.
Tafl a 1. Stýrivaxtaforsendur í spám ýmissa seðlabanka
Ástralía Ekki gefi n upp
Bandaríkin Ekki gefi n upp
Brasilía Óbreyttir
Bretland Markaðsvæntingar
Chíle Óbreyttir
Evrusvæðið Markaðsvæntingar
Filippseyjar Óbreyttir
Ísrael Ekki gefi ð upp
Japan Markaðsvæntingar
Kanada Ekki gefi ð upp
Kólumbía Eigin vaxtaspá
Mexíkó Ekki gefi ð upp
Noregur Eigin vaxtaspá
Nýja-Sjáland Eigin vaxtaspá
Perú Óbreyttir
Pólland Óbreyttir
Suður-Afríka Óbreyttir
Suður-Kórea Óbreyttir
Sviss Óbreyttir
Svíþjóð Eigin vaxtaspá
Tæland Óbreyttir
Heimildir: Berg (2005), Kahn (2007).