Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 53

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 53 IX Verðbólguhorfur Minni verðbólga en áður var talið Eins og áður hefur komið fram var verðbólga á síðasta fjórðungi lið- ins árs minni en spáð var í síðasta hefti Peningamála. Útlit er fyrir að verðbólga á fyrsta fjórðungi þessa árs verði einnig nokkru minni en þá var spáð. Helgast það að langmestu leyti af breyttu mati á tímasetn- ingu boðaðra lækkana óbeinna skatta á vísitölu neysluverðs og nokkru sterkara gengi krónunnar á síðasta fjórðungi liðins árs og það sem af er yfirstandandi ári. Betri upphafsaðstæður leiða til þess að verðbólguhorfur til ársloka eru betri en spáð var í nóvember. Útlit er fyrir að verðbólga verði við markmið bankans um mitt ár, eða hálfu ári fyrr en samkvæmt fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum sem birtist í síðustu Peningamálum (sjá mynd IX-1 og töflu 2 í viðauka 3). Svo virðist sem undirliggjandi kostnaðarþrýstingur hafi haft minni áhrif á verðbólgu en óttast var fyrr í vetur. Samkeppnisþrýstingur og virk verðvitund neytenda virðist að einhverju leyti hafa komið í veg fyrir að þessi kostnaðaráhrif færu út í verðlag, þrátt fyrir töluverðan undirliggjandi eftirspurnarþrýsting, eða a.m.k. tafið þau. Hættan er hins vegar sú að þessi kostnaðarþrýstingur muni á endanum leiða til aukinnar verðbólgu. Stýrivextir hafa hækkað og peningastefnan er aðhaldssamari en fólst í síðustu grunnspá Verðbólguhorfur á næsta ári eru töluvert betri en fólst í síðustu grunnspá. Þessar spár eru hins vegar ekki fyllilega samanburðarhæfar vegna þess að stýrivaxtaferillinn er ákvarðaður með öðrum hætti, eins og lýst var í kafla I. Peningalegt aðhald er mun meira en í síðustu grunnspá, en það dregur úr framleiðsluspennu og stuðlar að sterkara gengi krónunnar. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 0,25 prósentur í des ember. Markaðsaðilar gerðu ekki ráð fyrir þeirri vaxtahækkun, samkvæmt könnun sem gerð var í október, og reiknuðu með að stýrivextir myndu lækka fljótlega á árinu 2007. Stýrivaxtaferill grunnspárinnar felur í sér fyrrgreinda vaxtahækkun og óbreytta vexti fram á síðasta fjórðung þessa árs. Hann felur því sem fyrr segir í sér töluvert aðhaldssamari peningastefnu en í grunnspánni í nóvember sem byggðist á vænt- ingum markaðs- og greiningaraðila. Horfurnar eru hins vegar ekki ólíkar fráviksspánni með peningastefnuviðbrögðum. Stýrivaxtaferillinn er nokkru lægri en í spánni með peningastefnuviðbrögðum í síðustu Peningamálum (mynd IX-2), enda verðbólguhorfur til skamms tíma betri eins og áður hefur verið rakið. Aðhaldssöm peningastefna veitir verðbólguvæntingum kjölfestu sem tryggir að langtímaverðbólga verði í samræmi við markmið bankans. Þótt stýrivaxtabreytingar hafi takmörkuð skammtímaáhrif á framvindu verðbólgunnar leiða hærri stýrivextir til þess að í grunn- spánni fer verðbólga ekki hækkandi á ný þegar áhrifa lækkunar óbeinna skatta gætir ekki lengur í verðbólgumælingum snemma á næsta ári. Ólíkt nóvembergrunnspánni helst verðbólga því í námunda við verðbólgumarkmiðið út spátímabilið, enda stýrivaxtaferillinn ákvarðaður með hliðsjón af því. Mynd IX-1 Verðbólga - samanburður við PM 2006/3 % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. PM 2007/1 PM 2006/3 (grunnspá) PM 2006/3 (fráviksspá með peningastefnu- viðbrögðum) Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20092008200720062005 Mynd IX-2 Stýrivextir - samanburður við PM 2006/3 % Heimild: Seðlabanki Íslands. PM 2007/1 PM 2006/3 (fráviksspá með peningastefnu- viðbrögðum) 4 6 8 10 12 14 16 18 20092008200720062005 Mynd IX-3 Gengisvísitala - samanburður við PM 2006/3 31/12 1991 = 100 Heimild: Seðlabanki Íslands. PM 2007/1 PM 2006/3 (fráviksspá með peningastefnu- viðbrögðum) 100 105 110 115 120 125 130 20092008200720062005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.