Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 80

Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 80
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 80 ferillinn sé dreginn inn í blævængsformið líkt og Noregsbanki gerir. Með þessu birtingarformi vilja þeir koma í veg fyrir að of mikil athygli beinist að þeim stýrivaxtaferli sem líklegastur er talinn og undirstrika óvissu spánna. Þeir telja ennfremur að þetta birtingarform sé í mestu samræmi við kröfuna um gagnsæi. Sænski seðlabankinn tilkynnti um ætlun sína að birta vaxtaspá um miðjan janúar á þessu ári (sjá Rosenberg, 2007). Áður höfðu reyndar komið fram vísbendingar um að bankinn myndi fara þessa leið og formaður bankastjórnar hafði lýst yfi r stuðningi við það í ræðu áður en skýrsla Giavazzis og Mishkins kom út. Rosenberg (2007) greinir frá því að bankastjórnin líti á þetta sem eðlilegt framhald af því að bankinn færði sig frá því að byggja spár sínar á óbreyttum vöxtum yfi r í markaðsvæntingar. Markmið birtingarinnar sé að hafa meiri áhrif á væntingar markaðsaðila en skrefi ð feli ekki í sér neinar breytingar á sjónarmiðum bankans um hvernig beri að framkvæma peningastefn- una (sjá Sveriges Riksbank, 2007a). Stýrivaxtaferill bankans hverju sinni þarf því að vera í samræmi við yfi rlýsingar bankans um æskilega framkvæmd peningastefnu en sú lýsing er ekki eins nákvæm og skil- yrði Qvigstads (2006).2 Bankinn birti fyrstu stýrivaxtaspá sína í febrúar á sama formi og Noregsbanki þar sem líklegasti ferillinn er dreginn inn í blævængsformið (sjá Sveriges Riksbank, 2007b, og mynd 5). 4. Þróunin hjá Seðlabanka Íslands Líkt og aðrir seðlabankar á verðbólgumarkmiði hefur Seðlabanki Ís- lands leitast við að gefa verðbólguvæntingum betri kjölfestu og draga úr óvissu á mörkuðum með því að gefa sterkari vísbendingar um hvað bankinn teldi líklega þróun stýrivaxta næstu misserin. Þetta hefur bankinn gert með ýmsum hætti (sjá Þorvarður Tjörvi Ólafsson, 2006). Í upphafi fór mest fyrir opinskárri umræðu í Peningamálum um fram- tíðarhorfur í vaxta- og verðbólgumálum, en síðustu misserin hefur bankinn tjáð sig um þær væntingar sem lesa má út úr framvirkum vöxtum á markaði og birt stýrivaxtaferla sem samkvæmt hermunum með þjóðhagslíkani bankans tryggja að verðbólgumarkmiðið náist á spátímabilinu. Aukið gagnsæi hefur ekki síst birst í breytingum á vinnu- brögðum við gerð þjóðhags- og verðbólguspár. Þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans hefur tekið verulegum breytingum frá því að bankinn tók upp verðbólgumarkmið í mars árið 2001 (sjá töfl u 3). Sú þróun endurspeglar framfarir í spágerð innan bankans, vilja hans til að hafa áhrif á væntingar markaðsaðila og sívax- andi óánægju með forsendur spánna um stýrivexti og gengi. Grunnspáin gekk lengst af út frá óbreyttum stýrivöxtum og óbreyttu gengi frá spádegi og út spátímabilið. Bankinn birti í fyrsta skipti fráviksspá með stýrivaxtaferli sem byggðist á fólgnum framvirk- um vöxtum í desemberhefti Peningamála árið 2004. Í septemberhefti Peningamála árið 2005 var fráviksspánni breytt þannig að í stað þess að byggjast einungis á framvirkum vöxtum tók hún einnig mið af svör- 2. Noregsbanki endurskoðaði skilyrði Qvigstads (2006) í nýrri peningamálaskýrslu sinni og einfaldaði þau þannig að þau eru áþekk yfirlýsingum sænska seðlabankans (sjá Norges Bank, 2007). 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Stýrivextir Mynd 5 Stýrivaxtaspá sænska seðlabankans Spátímabil: 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2010 Heimild: Riksbank. 0 1 2 3 4 5 6 2005 2006 2007 2008 2009 2010 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.