Peningamál - 01.03.2007, Page 3

Peningamál - 01.03.2007, Page 3
Stefnuyfirlýsing bankastjórnar Seðlabanka Íslands Stýrivextir Seðlabanka Íslands óbreyttir Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans skuli vera óbreyttir frá því sem þeir hafa verið síðan í desember sl., þ.e. 14,25%. Verðbólga hefur hjaðnað og verðbólguhorfur batnað nokkuð frá því sem gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Þessa framvindu má ekki síst þakka aðhaldssamri stefnu í peningamálum og virkari miðlun stýrivaxta auk þess sem ytri aðstæður hafa verið hagstæðar. Undirliggjandi verðbólga er þó enn langt yfi r verðbólgumarkmiðinu og jókst raunar sl. tvo mánuði. Minni verðbólga, betri verðbólguhorfur og umtalsverð hækkun stýrivaxta á liðnu ári hafa leitt til verulegrar hækkunar raunstýrivaxta. Hækkun ávöxtunar verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa undan- farna mánuði endurspeglar væntingar um háa raunstýrivexti. Áhrifa þessa gætir einnig í útlánsvöxtum banka og sparisjóða og má jafnvel vænta frekari áhrifa síðar. Verðbólguspá Seðlabankans er nú sett fram með nýjum hætti. Spáð er til þriggja ára og byggist grunnspáin á stýrivaxtaferli sem sér- fræðingar bankans telja samrýmast hjöðnun verðbólgu í 2½% mark- miðið á spátímanum. Spáin verður því trúverðugri en áður, þegar mið- að var við óbreytta vexti á spátímanum eða væntingar markaðsaðila um vaxtabreytingar, sem gátu verið á skjön við yfi rlýsingar Seðlabank- ans. Samkvæmt ferlinum er að óbreyttu ekki nauðsynlegt að hækka stýrivexti frekar og verða þeir óbreyttir til fjórða ársfjórðungs þessa árs. Þá fara þeir að lækka og verða 6% í lok spátímans. Þessi vaxtaferill leiðir til þess að mæld verðbólga minnkar hratt í ár, fer nokkuð undir markmið um tíma og verður mjög nærri því frá miðju næsta ári. Undir- liggjandi verðbólga, þ.e. án áhrifa lækkunar óbeinna skatta, hjaðnar einnig tiltölulega hratt í átt að markmiði og verður nálægt því frá miðju næsta ári. Vaxtaferill grunnspárinnar felur ekki í sér yfi rlýsingu eða fyrirheit bankastjórnar. Líta ber á hann sem þýðingarmikla vísbendingu um hverjir stýrivextir þurfa að vera miðað við núverandi horfur til þess að verðbólgumarkmiðið náist á spátímanum. Hann byggist á því að framvinda efnahagsmála verði í meginatriðum eins og gert er ráð fyrir í verðbólguspánni. Sýni vísbendingar sem tiltækar verða á komandi mánuðum að framvinda eftirspurnar, atvinnu, gengis og annarra mikil- vægra þátta sem áhrif hafa á verðbólgu verði önnur en nú er spáð getur það hæglega leitt til breytinga á stýrivaxtaferilinum frá því sem reiknað er með í grunnspánni. Stýrivextir munu þá taka mið af því. Mikill viðskiptahalli og mjög spenntur vinnumarkaður fela í sér verðbólguáhættu til lengri tíma, þ.e. að verðbólga verði meiri en í grunnspánni. Þótt verulega dragi úr viðskiptahallanum er það áhyggjuefni að þrátt fyrir að spáð sé töluverðum samdrætti innlendrar eftirspurnar verður hann enn ekki sjálfbær í lok spátímans. Versni t.d. alþjóðleg fjármálaskilyrði þannig að fjármögnun hallans verði kostn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.