Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 223

Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 223
SKÍRNIR ÞEGAR ORÐ TRUFLA 217 Líf mannsins er í rauninni ofar skilningi hans eins undarlega og það kann að hljóma. En hvað sem á þér dynur vinur minn þá verður þú að muna að í veröldinni fyrirfinnst engin tilviljun. Og gleymdu heldur aldrei að í veröldinni eru margir litir og þeim litum öllum verður þú að reyna að sinna. Þú verður að fara vel með það sem þér er gefið. Og gerirðu það vaxa myndirnar þínar og verðaþér sá hring- ur sem tíminn er mér núna. Sá hringur sem guðdómurinn er mörgu fólki. Tíminn og guð og listin og náttúran eru óaðskiljanleg og til þess að nálgast einn þessara þátta, til að samsamast honum eilíflega verða menn líka að skynja hina. Ekki skilja þá Grímur minn heldur skynja. Tíminn og guð og listin og náttúran eru hringurinn sem allt gengur eftir aftur og aftur og aftur og í miðjum þessum hring er ljósið. Það ljós hefur þú séð og um leið hjóst þú á fjötrana sem áður bundu mig við einn þátta þessa hrings. En nú er ég frjáls manneskja og að eilífu runnin inn í endalausa tíð sem vegna þáttanna fjögurra hefur vísað burt öllu myrkri. Mín tíð er nú hringur og ljós. Og þess vegna verð ég hjá þér hvert sem þú ferð og hvar sem þú verður. (bls. 189-190) Svona prédikun getur verið sinna gjalda verð. En hún fellur dauð til jarðar sem skáldskapur. Það er kyndugt að Alfrún skuli leggja þessa ríku áherslu á mikilvægi hins skynræna því það er einmitt það sem vantar tilfinnanlega í hennar eigin spjall. Kannski getur einhver skilið þetta. En það skynjar það áreiðanlega enginn. Þannig skortir þennan texta það sem í orði kveðnu er mest um vert. Og vera kann að hér sé komin skýringin á því hve margt er þokukennt í sögunni. Til dæmis vantar myndir, bæði hlutlægar og huglægar af um- hverfi. Reyndar bregður fyrir þó nokkrum myndum í þessari þykku bók. En þær eru brigðular eins og brauðmolar á skógarstíg. „Handan fjarðarins rís aðalbyggðin. Há og hvít“ (bls. 7). Þetta nær ekki langt. Við heyrum um þennan fjörð og þorpið í firðinum og fjallið yfir honum. Það er sífellt verið að nefna fjallið. „Tindur gnæfir yfir“ (bls. 7). „Mamma er einsog Tindur yfir firðinum. Ohagganleg mynd“ (bls. 159). Þetta dugir ekki. Við viljum sjá myndina. En það gerist alltof sjaldan. Það er minnst á kletta og klungur og ský sem hrannast upp yfir hnarreistum Tindi og þó hefði maður haldið að þetta yfirþyrmandi fjall ætti meira undir sér en aðra eins flatneskju. Og sama er að segja um margar persónur í bókinni. Til dæmis er lesend- um sagt að „aðkomudjöflar" (bls. 107-8) tæli Indriða á brott frá vanfærri heitkonu sinni með því að bjóða honum vinnu á fraktara, þar sem pening- urinn er (bls. 104). (Og Indriði virðist trúa því að það sé þar sem peningur- inn sé. Að minnsta kosti fer hann.) Síðan er lesendum sagt: „Allir sakna Indriða“ (bls. 114). Það getur svo sem vel verið að allir sakni Indriða. Mað- ur er alveg reiðubúinn til þess að trúa því. En hvers vegna sakna lesendur hans ekki? Og af hverju sakna lesendur engra (nema ef til vill Gottínu) af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.