Skírnir - 01.04.1989, Qupperneq 239
SKÍRNIR
MANNFRÆÐI OG SAGA
233
réttu sviði og skiptingu á milli kerfis og stjórnleysis (menningar og nátt-
úru). Lög eru tákn um kerfi og Hastrup bendir á að lögin settu þjóðfélaginu
mörk, enda hafi menn lagt að jöfnu lög og þjóðfélag (vor lög = vort þjóð-
félag). Utan þessara marka var villt svið, staður útlaga sem jafngilti Utgarði
í goðsögum. Reyndar voru mörk í hinu lárétta,sviði á milli Miðgarðs og Ut-
garðs (garðar og úthaf) en hins vegar eru engin mörk á milli manna og guða
í Miðgarði. Hin einstæðu hugtök, líf og dauði, voru í goðsögum táknuð
með Aski Yggdrasils sem er lóðrétt tákn og á askinum eru skýr mörk á milli
manna og guða, að sögn Hastrup.2
Þessar meginhugmyndir sem birtast í goðsögunum gátu birst innan sama
félagskerfis og verið hlið við hlið á sama tíma segir Hastrup. Einföld dæmi
eru stéttirnar sem voru í upphafi tvær, frjálsir og ófrjálsir, og er í þessu fólg-
ið hið lóðrétta líkan og skýr mörk (sbr. askinn og mörk manna og guða) en
innan stéttar frjálsra voru samskipti goða og bænda á hinu lárétta sviði þar
sem gilti jafnræði, þó þannig að goðar voru fremstir á meðal jafningja
(væntanlega í miðju og bændur umhverfis). Þetta gilti í stéttkerfinu en inn-
an stjórnkerfisins voru samskipti goða og bænda hins vegar á hinu lóðrétta
sviði, skýr mörk á milli að því er tók til pólitískra réttinda. Eg held að þessi
líkananotkun sé einmitt gagnleg í þessum dæmum; að lögum voru goðar og
bændur jafnir, þótt segja megi að goðar hafi verið fremstir meðal jafningja.
I stjórnkerfinu réðu þeir hins vegar öllu samkvæmt lögum, skipuðu menn
í dóma og sátu í lögréttu og höfðu einir atkvæðisrétt þar. Ymsir fræðimenn
hafa flaskað á þessu, sumir talið goða og bændur hafa verið jafningja á öll-
um sviðum og að einhvers konar fulltrúalýðræði hafi ríkt í stjórnkerfinu.
Aðrir hafa talið að goðar hafi verið bændum æðri á öllum sviðum, á meðan
sönnu nær er að þetta hafi verið mismunandi eftir því við hvort var miðað,
stéttir eða stjórnkerfi. Samband goða og þingmanna heima í héraði er að
vísu ekki eins ljóst og æskilegt væri. Líkur til að goðar hafi verið fullvalda
og ráðið því sem þeir vildu á vorþingum virðast þó ekki miklar, en þetta
þyrfti að kanna betur (sbr. hér á eftir). Líkön ættu að vera vel fallin til að
sýna hina formlegu hlið stjórnkerfisins, hvað sem leið raunveruleika.
Bók Hastrup er tvískipt, í fyrri hlutanum er kerfum lýst með líkönum
en í seinni hlutanum notar Hastrup líkön sýn til að sýna að ættarkerfi, stétt-
kerfi og þar með stjórnkerfið hafi raskast vegna innri veikleika eða tog-
streitu og afleiðingin hafi verið jafnvægisleysi. Utanaðkomandi áhrif hafi
svo ýtt undir þetta jafnvægisleysi en forystumenn reynt eftir mætti að
styrkja stjórnkerfið með lagabreytingum. Þannig eigi að líta á skiptingu
landsins í fjórðunga um 965 og stofnun fimmtardóms. Þar hafi hins vegar
komið að endurbætur hafi ekki gagnast enda hafi þær stundum haft öfug
áhrif. Jesse Byock er sama sinnis um að stjórnkerfið hafi verið styrkt með
lagabreytingum til að skapa jafnvægi (bls. 66) en telur að það hafi tekist.
Sú fullyrðing Hastrup að kerfið hafi borið í sér eigin feigð vekur forvitni
(bls. 134,213) en mér er ekki Ijóst hvernig líkönin eiga að skýra þetta. Ekki
er mér heldur ljóst hvernig hún þykist sýna með líkönum samræmi það sem