Skírnir - 01.09.1990, Page 10
262
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
undirbúningur undir lífið í þessum heimi. Kalvínistinn Duplessis-
Mornay komst svo að orði að sá sem vildi öðlast blessun á dauðastund,
yrði að læra að lifa og sá sem vildi lifa blessuðu lífi, yrði að læra að
deyja.1 Líf og dauði eru þannig nátengd, enda á tilhugsunin um dauð-
ann að koma í veg fyrir að menn hafi hugann bundinn við jarðneska
lífið. Sá sem er tilbúinn að deyja er á hverri stundu búinn til brottfarar.
Markmið andlegra ritgerða á sextándu og sautjándu öld er ekki
lengur að búa’hinn dauðvona undir dauðann heldur að kenna þeim sem
eru í fullu fjöri að hugleiða dauðann. Þetta var að sögn Ariésar ákveðin
tækni og meistari hennar var Ignatius Loyola í bók sinni Exercitia
spiritualia (1541). Ariés sýnir fram á að sömu hugmyndirnar komi fram
hjá frönskum mótmælendum, anglíkönskum guðfræðingum og
kaþólskum kardínálum. Varað er sterklega við því að treysta á aftur-
hvarf á dauðastundinni. Menn áttu ávallt að vera viðbúnir dauða sínum
og ekki örvænta í háska. Dauðinn birtist ekki lengur í mynd hins
deyjandi manns á banabeði sem þjáist, svitnar og biðst fyrir. Dauðinn
verður „metafýsískt“ (frumspekilegt) fyrirbæri, snertir alla tilveru
mannsins og er þess virði að hugleiða á öllum æviskeiðum.
Þegar maður stendur andspænis dauðanum eða hugleiðir dauðann,
vaknar sjálfsvitund einstaklingsins, þörf fyrir eigin ævisögu og varan-
legt minnismerki. Á þeim tíma sem hér um ræðir er farið að leggja meiri
áherslu á .tvíhyggju. Litið er á dauðann fyrst og fremst sem aðskilnað
líkama og sálar. Líkaminn rotnar og hverfur en ódauðleg sálin öðlast
eilíft frelsi í dauðanum. Sú hugmynd er í samræmi við sterka einstak-
lingshyggju. Sjálfsvitund og sjálfsævisaga er nátengd „ást á lífinu“.
Dauðinn er ekki lengur aðeins endir jarðvistarinnar heldur aðskilnaður
frá því sem maður á. Á blómaskeiði lífsins fölnar gleðin og ánægjan yfir
því sem maður á í þessum heimi vegna skugga dauðans. Á þessu stigi
er dauðinn ekki lengur lokauppgjör eða hvíld heldur er hann óeðli-
legur, hann gerir óvænta innrás og eyðileggur. Hann er ekki lengur í
mynd Krists á krossinum heldur blóðugur líkami Krists tekinn niður
af krossinum, Pietá, sársaukafullur aðskilnaður.
Á miðöldum var það ekki óalgengt að menn gæfu allar eigur sínar og
gengju í klaustur þegar leið að ævilokum. Á þeim tíma var lögð áhersla
1 Á frummálinu: „Pour mourir bienheureux á vivre faut apprendre. Pour
vivre bienheureux á mourir faut apprendre.“ Sjá Ariés L’homme devant la
mort II, Éditions du Seuil, 1977, bls. 12.