Skírnir - 01.09.1990, Qupperneq 11
SKÍRNIR
UM DAUÐANS ÓVISSAN TÍMA
263
á ýmsa veraldlega hluti og athafnir í tengslum við dauðann. Með endur-
reisninni kemur fráhvarf frá klausturlifnaði en um leið mikil andúð á
veraldlegu fánýti. Helsta dyggðin verður „sobriété", það er hófsemi,
bindindissemi og ein alvarlegasta syndin er „avaritia“, óhófleg ást á
heiminum.1 Sú tilfinning er ríkjandi að allt sé hverfult og forgengilegt.
Ariés er á þeirri skoðun að þetta breytta viðhorf eigi rætur sínar í
menningarsögu enda er hann sannfærður um að í flestum tilfellum
skapi rithöfundar ekki sjálfir hugmyndir í samtímanum heldur sjái um
að koma þeim á framfæri (bls. 314).
Hugtakið „Artes moriendi" sem þýðir „listin að deyja“ er notað um
fjöldamörg rit sem skrifuð voru til leiðbeiningar fólki andspænis dauð-
anum og áttu beinlínis að kenna mönnum að deyja.2 Manuale eftir
þýska guðfræðinginn Martin Moller sem Guðbrandur Þorláksson
þýddi3 er dæmi um slíkt rit. Fyrirbærið sem nefnt hefur verið „macabre"
kemur inn í bókmenntir og myndlist á sama tíma og „Artes moriendi“.
„Danse macabre“ er dauðradans og „macabre" er oft notað um það
þegar mannslíkamanum er lýst eftir að hann er farinn að rotna. Það er
ekki beinagrindin sjálf heldur ferlið sem verður í líkamanum þegar
maður deyr. Skilaboðin sem þessi myndlist flytur eru þó önnur en þau
sem er að finna í „artes moriendi". Hámark þessa fyrirbæris er á 14. og
15. öld. Eyðingu líkamans var áður lýst með orðunum „duft og aska“.
Þar er hugmyndin sú að líkaminn eyðist en náttúran taki við honum,
1 „Under the term avaritia, the Church condemned both the love of human
beings and the love of things, for either one separated the self from God.“
Ariés, bls. 131.
2 „Handbækur, sem nefndust ‘Um listina að deyja’, sýndu andann, sem var
að hverfa úr þessum heimi, á skelfilegum tréskurðarmyndum, umkringdan
fjöndum, er reyndu að freista hans til að drýgja syndina, sem aldrei yrði
fyrirgefin; að kasta voninni um miskunn Guðs. Konan, sem hann hafði
fallið með, og betlarinn, sem hann hafði synjað málsverðar, voru leidd fyrir
sjónir hans, til þess að sýna honum, að hann hefði þegar fótum troðið
fyrirgefninguna. Til huggunar fylgdi svo önnur samstæð trérista þessari,
mynd af syndurum, sem hlotið höfðu fyrirgefning: Pétri með hana sinn,
Maríu Magðalenu með smyrslabuðkinn, þjófnum, sem iðraðist og
ofsóknaranum Sál, sem mælir hina skorinortu áminning að lokum: ‘Or-
væntum aldrei!’“ Roland Bainton: Marteinn Lúther, þýðandi Guðmundur
Óli Ólafsson, Salt, Reykjavík 1984, bls. 16.
3 Manuale. Þad er. Handhokarkorn hmrnenn madur eige ad lifa christelega
og deya gudlega; gefið út á Hólum 1611, 1645, 1661 og 1753.