Skírnir - 01.09.1990, Síða 12
264
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
brjóti efni niður og byggi upp nýtt líf, eilífa hringrás. En hér er um að
ræða nýjan skilning á eyðingu holdsins. Lík sem er rotnað til hálfs,
kallað “transi", verður algengasta tákn dauðans. Það er „mikilvægasta
aukapersónan“ í myndlist 14.-16. aldar að sögn Ariésar (bls. 113).
Ariés sækir þessi dæmi í helgimyndir en segir að hann hefði alveg
eins getað vitnað í bókmenntir eða aðrar skriflegar heimildir, þær tali
sama máli. Hann vitnar því til staðfestingar í kveðskap eftir Pierre
Michault, Pierre de Nesson, Villon og Ronsard. Hliðstæð dæmi er auð-
velt að finna í íslenskum bókmenntum, t.d. í sálmi Bjarna skálda Jóns-
sonar: „moldarmaurs áta er mannshold í heimi“ (Hvað skulum syngja,
hljóðir eru grannar, Lbs. 1245 8vo, ópr.) og hjá Hallgrími Péturssyni:
„Hold er mold hverju sem það klæðist" (Hversu fánýt að fordildin sé).1
Ariés bendir einmitt á að rotnunin komi ekki fyrst þegar menn eru
dauðir heldur sé allan tímann fyrir hendi. Eins konar sýking eða rotnun
býr í manninum frá fæðingu (bls. 120).
Macabre-dansinn er á skreytingum í grafhýsum, á freskum og víðar.
Hinir dauðu dansa við lifandi fólk, þeir leiða dansinn og draga þá
lifandi með sér í hann. Hinir dauðu eru kynlausir skrokkar, byrjaðir að
rotna en lifandi fólk er úr öllum áttum, karlar og konur af ýmsum
stéttum. Því verður hverft við og hefur ekki fallist á að taka þátt í
dansinum. Tilgangurinn var að minna fólk bæði á dauðans óvissan tíma
og á það að dauðinn mætir öllum, sama hver er og hverrar stéttar.
Dauðinn mætir mönnum ekki með offorsi eða ofbeldi, hann hnippir
næstum blíðlega í fólk, varar við. Stundum eru myndirnar hins vegar á
þá leið að lík eða beinagrind kemur inn í veislu virðulegra höfðingja.
Það minnir á (enn frekar en „artes moriendi" og dansinn) að dauðinn
kemur skyndilega þegar enginn á hans von. Hann varar ekki við, hann
kemur á óvart. Það er „mors improvisa", dauðinn sem menn óttuðust
mest2 - nema hinir nýju „erasmian humanists“, mótmælendur og sið-
bótarmenn.
1 Sálmar og kvæði eptir Hallgrím Pétursson II, útg. Grímur Thomsen,
Reykjavík 1888-1890, bls. 341. Síðar í greininni verður vísað til þessarar
útgáfu með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls.
2 Sbr. grein Jarls Gallén „Dödsberedelse": „Det var vanligt att bedja för en
god ándalykt; att drabbas av brád död el. att gá bort utan att ha styrkts av
kyrkans sakrament anságs som en olycka.“ Kulturhistorisk leksikon for
nordisk middelalder III, Reykjavík 1958, 448.